Heima er bezt - 01.05.1959, Side 16
hringur?1 Nei, ég er ekki trúlofuð og þessi hringur er
mér ekki kærari en það, að ég skal kasta honum hér
út um kýraugað ef þú óskar þess, sagði ég ög reyndi að
leggja alla þá blíðu í röddina, sem ég hafði yfir að ráða.
,Nei, þess óska ég ekki og engra slíkra hluta af þér
framar.‘ Þetta voru þín síðustu orð við mig, því þegar
ég kom upp á dekk og ætlaði að hitta þig til að skila
þér treflinum, þá varst þú farinn í land og ég sá þig
aldrei eftir það, fyrr en í dag, að fundum okkar bar
saman hér eftir 36 ár. — Oft hefi ég óskað þess, að ég
hefði aldrei tekið hestinn þinn forðum og aldrei sært þig
eins og ég gerði þá í þessum hvammi. En eitt vil ég segja
þér að lokum, að trefilinn þinn hef ég ætíð geymt síðan
eins og einhvern helgigrip. Hann hefur verið mitt leynd-
armál. Ég hef geymt hann vandlega rnilli minna beztu
klæða og aldrei tekið hann fram, nema þegar ég hef
verið veik og þegar ég hef alið börnin mín. Mér hefur
fundizt einhver blessun fylgja honum bæði fyrir mig og
afkomendur mína. Ég ætla ekki að segja þér neitt, hvað
á daga mína hefur drifið síðan við skildum á Esjunni,
og fer ég ekki heldur fram á að þú segir mér neitt af þín-
um högum eða þeim árurn, sem liðin eru. En eitt langar
mig að vita. Hefur þú aldrei getað fyrirgefið mér þau
orð, sem ég'lét falla hér í hvamminum forðum?“
Nú varð stundarþögn, en svo tók Magnús til máls:
„Ég held ég sé sáttur við alla menn og eins við þig. Ég
vil fúslega bæta fyrir mínar ávirðingar, sem eflaust eru
margar. Þegar ég var drengur, þá kom það fyrir, að mér
var strítt á því, að ég væri lausaleikskrakki. Ég gat þolað
það af leikbræðrum mínurn, þó að mér sárnaði það mjög
vegna mömmu minnar, sem ég elskaði mest allra manna.
En þegar þú slöngvaðir því framan í mig síðast þegar
við vorum saman hér í hvamminum, þá brast einhver
strengur í hjarta mínu og þá vissi ég, að leiðir okkar
gátu aldrei legið saman. Síðan höfum við verið sitt á
hvoru landshorni, og allt líf okkar hefur mótazt af því
umhverfi, sem við höfum lifað í. Nú er mér sársauka-
laust að rifja upp löngu liðnar stundir. Þegar ég hitti
þig á skipinu, þá hafði ég nokkurn veginn náð jafnvægi
í sál minni. Þjónusta mín þar við þig var ekki önnur en
sú, sem bróðir gerir við systur eða hvern annan, sem
manni er vel við. Trefillinn var mér gleymdur fyrir
löngu. Hann var á sínum tíma afmælisgjöf frá elsku
móður minni. En mér finnst það vera mikil endur-
greiðsla til mín að heyra, hvað hann hefur verið þér
mikils virði, og þó ég sé löngu búinn að fyrirgefa þér
þína framkomu við mig og sættast á öll þau mál við
sjálfan mig, þá er þetta bezta gjöfin, sem þú gazt gefið
mér. Það yljar hjarta mínu og varpar aftur birtu og gleði
yfir okkar gömlu kynni. Þegar við nú sldljum hér, þá
munum við tæplega sjást aftur. En þessi stund hefur
fært okkur nær hvort öðru, og nú getum við bæði yljað
okkur við aringlæðurnar af æskuminningum okkar.“
Rétt í þessu kom maður og sagði, að beðið væri eftir
Alagnúsi.
Magnús stóð upp og rétti fram höndina til að hjálpa
Heiðrúnu til að standa upp, en hún afþakkaði það og
sagðist ætla að dveljast hér ögn lengur, en bætti svo við
þessum orðum: „Ég geri ekki ráð fyrir að leiðir okkar
liggi oftar saman í þessu lífi. Ég hef oft þráð að mega
hitta þig til að biðja þig fyrirgefningar á framferði mínu
og þeim orðum, sem ég lét falla við þig hér. Nú get ég
sagt þér það, að ég elskaði þig alltaf, jafnvel mest þegar
ég var að særa þig með bituryrðum, sem spruttu fram af
heimskulegum hégómaskap og af því, að mér var strítt
svo mikið heima fyrir á þér og jafnframt reynt að hæð-
ast að þér og þínum, en ég lagði eyrun of mikið við því.
Nú get ég dáið róleg, þegar ég hef fengið fyrirgefningu
þína, og mín síðasta ósk er, að við megum aftur hittast
fyrir handan hafið mikla á sælunnar landi, þar sem guð-
dómurinn gerir að lokum alla góða.“
Bréfaskipti
Þuríður og Kolbrún Ingólfsdætur, Valþjófsstað, Fljótsdal,
Norður-Múlasýslu, óska eftir bréfaskiptum við telpur eða drengi.
Þuríður á aldrinum 11—13 ára og Kolbrún á aldrinum 12—14 ára.
Ásmundur Guðmundsson, Arkarlæk við Akranes, óskar eftir
bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 16—19 ára.
Sigurborg Guðmundsdóttir, Saurum, Kálfshamarsvík, Skaga-
strönd, óskar eftir að komast í bréfasamband við pilta og stúlk-
ur á aldrinum 19—25 ára.
Arnþrúður Jóhannsdóttir, Eiði, Langanesi, N.-Þing., óskar
eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 18—22 ára.
Guðrún Fjóla Helgadóttir, Grund, Höfðahverfi, Grýtubakka-
hreppi, S.-Þing., óskar eftir bréfasambandi við pilt eða stúlku á
aldrinum 10—11 ára.
Kristjana Magnúsdóttir, Syðri-Grund, Höfðahverfi, S.-Þing.,
óskar eftir bréfaskiptum við dreng eða stúlku á aldrinum 13—15
ára.
Halldóra Jóna Jónsdóttir, Möðrudal, Efra-Fjalli, óskar eftir
að komast í bréfaskipti við pilt eða stúlku á aldrinum 14—16
ára. Mynd fylgi.
Brynhildur Vilhjálmsdóttir, Möðrudal, Fjöllum, óskar eftir að
komast í bréfaviðskipti við pilt á aldrinum 13—15 ára.
Kristín Dúlla Jónsdóttir, Möðrudal, Fjöllum, óskar eftir að
komast í bréfaviðskipti við stúlkur á aldrinum 10—12 ára.
Sigmar J. Jóhannsson, Sólheimum, Sæmundarhlíð, Skagafjarð-
arsýslu, óskar eftir að komast í bréfasamband við pilta eða stúlk-
ur á aldrinum 10—12 ára.
Eyja M. Jónsdóttir, Miðskógi, Miðdölum, Dalasýslu, óskar að
komast í bréfasamband við pilt eða stúlku á aldrinum 16—19 ára.
164 Heima er bezt