Heima er bezt - 01.05.1959, Blaðsíða 7
prentuðum sagnaþáttum. En ótalið er þó það verk hans
menningarsögulegs efnis, sem mest gildi mun hafa í
framtíðinni og er einstakt í sinni röð, en það eru grunn-
teikningar ásamt stuttum lýsingum af öllum bæjum í
Eyjafirði innan Glerár, eins og þeir voru á síðustu tug-
um aldarinnar sem Ieið. Efni til þessa verks hefur hann
safnað úr úttektarbókum, eftir lýsingum og frumteikn-
ingum kunnugra manna á hverjum stað og eigin sjón.
Allar myndirnar eru gerðar í sama mælikvarða, og mæl-
ingar allar færðar til metramáls úr álnum og fetum. Lýs-
ingarnar eru ekki fullgerðar, en efni til þeirra safnað.
Verk þetta er einstakt í sinni röð. Allir þessir bæir mega
nú heita horfnir, sumir komnir í eyði, en annars staðar
risin upp ný hús. Við það að virða fyrir sér þessar teikn-
ingar opnast manni nýr heimur, og hægt er að skyggn-
ast um heimilishagi genginna kynslóða.
Allmikið hefur Jónas Rafnar fengizt við þýðingar,
einkum á seinni árum. Árum saman þýddi hann sögur
og greinar fyrir Nýjar kvöldvökur, en síðustu þrjú árin
hefur hann verið ritstjóri þeirra ásamt Gtsla Jónssyni.
Bækur þær, sem hann hefur þýtt, eru Nyrzti læknir í
heimi eftir Aage Gilberg, Endurminningar Benjamins
Giglis og Siglingin til segulskautsins eftir Roald Amund-
sen. Eru þýðingar þessar gerðar af sömu vandvirkni og
önnur ritverk hans.
Jónas Rafnar hefur aldrei verið hávaðamaður í þjóð-
félaginu. Elann hefur unnið störf sín hljóðlátlega, eins
og skapferli hans er. Elann er maður hæglátur, hlýr og
góðviljaður, og ekkert er fjær skapi hans en að ota sér
fram með yfirlæti og auglýsingum. Hið stutta yfirlit,
sem hér hefur verið gefið um störf hans, sýnir, að hann
hefur verið maður starfsamur og undan honum gengið.
Eins og fyrr getur, var Jónas Rafnar námsmaður
mikill í skóla. Og fáir menn munu hafa betur haldið við
lærdómi sínum og sífellt aukið við hann. Hefur hann
ekki verið þar við eina fjölina felldur, heldur einn þeirra
fjölfróðu manna, sem nú gerast furðu fáir á öld sérhæf-
ingar og vélamennsku. Hann hefur verið prófdómari við
stúdentspróf í Menntaskólanum á Akureyri frá því það
byrjaði, lengst í náttúrufræði, þýzku og íslenzkri rit-
gerð, en einnig í latínu og sögu. Á þeim vettvangi hef
ég notið þess að vinna með honum í aldarfjórðung. Hef
ég þar ef til vill kynnzt honum bezt. En þar hafa störf
hans einkennzt af réttdæmi, glöggskyggni og góðvild.
Og kunnugt er mér það, að líkt og sjúklingum hans þótti
gott að tala við hann, orkaði það vel á prófhrædda nem-
endur að leggja kunnáttu sína undir mat hins góðlátlega,
réttdæma prófdómara.
Jónas Rafnar kvæntist Ingibjörgu Bjarnadóttur pró-
fasts í Stcinnesi árið 1919. Eiga þau þrjú börn: Jónas
lögfræðing, Bjarna lækni, báða búsetta á Akureyri, og
Þórunni, gifta í Reykjavík. Hefur hann í heimilislífi
sínu notið sömu farsældar og í störfum sínum. Þegar
Jónas lét af störfum í Kristnesi fluttust þau hjón til Ak-
ureyrar. Þar búa þau nú, þar sem hinn aldraði fræði-
maður sinnir enn hugðarefnum sínum.
Frá utgslu Kristneshœlis
Kristneshæli var vígt hinn 1. nóvember 1927 að við-
stöddu fjölmenni. Meðal ræðumanna voru Jónas Jóns-
son, þáverandi dómsmálaráðherra, sem einnig fór með
heilbrigðismál, og Guðmundur Björnson landlæknir.
Fara hér á eftir kaflar úr ræðum þeirra:
Jónas Jónsson sagði meðal annars:
„Þetta hús, sem hér stendur, ber glöggan vott um al-
veg einstakt átak frá Eyfirðingum og Akureyrarbúum.
Fyrir nálega hálfri öld orti ungur maður héðan úr
Eyjafirði kvæði, sem er alveg einstakt í sinni röð að
snilld, fegurð og innileika. Það er kvæðið Gunnarshólmi.
Myndin, sem kvæðið málar, á að vissu leyti skylt við
það kvæði, sem Eyfirðingar hafa nú ort. Það kvæði ber
fagran vott um samstillta orku og samúð þeirra aðila,
sem að því hafa unnið.
Við undrumst, hvað Eyfirðingar sameinaðir hafa get-
að komið til leiðar, að vísu með nokkurri aðstoð annarra
Norðlendinga. Það er erfiðara að fá fjöldann til að yrkja
slíkt kvæði heldur en það er skáldinu að skapa listaverk
sitt.
Sorgin og samúðin hafa leitt fólkið til þess átaks, sem
við þökkum hér í dag. Fjöldinn á um sárt að binda, ekki
sízt í þessu héraði, vegna hvíta dauða. Menn vona, að
sárindin hverfi, sjúkdómurinn þverri. Sorgin og vonin
hafa borið verkið uppi. Starf mitt og okkar á Alþingi
hefur verið ákaflega létt. Samstaða allra aðila hér nyrðra
í málinu, samstilling þeirra krafta, sem oft eru andstæðir,
afvopnaði hér fyrirfram alla mótspyrnu. Þennan hlýja
hugblæ, sem málinu fylgdi úr þessu héraði, finn ég sér-
staka ástæðu til að þakka í dag.
Jonas Þorbergsson hefur beðið mig að flytja samkom-
unni svohljóðandi kveðju: „Samfagna hjartanlega vígslu-
gestum Kristneshælis. Hamingjan gefi Norðurlandi á-
vallt stór málefni og sterka og ósíngjarna hugsjóna-
menn.“
Þessi orð bera skýran vott um hug allra þeirra, sem
stutt hafa þessa stóru hugsjón og sterklegu byggingu.
Hún er óvenjulega traust og fallegt kvæði.
En eg oska og vona að okkur, sem nú lifum, og eftir-
komendunum, endist auðna til að yrkja stærra kvæði og
byrgja þannig ógæfubrunninn fyrir alda og óborna.“
Guðmundur Björnson sagði:
„Forfeður okkar tóku að nema landið árið 874. Og
einn frægasti landnámsmaðurinn, Helgi magri, reisti bú
hér í Kristnesi um 890.
Eftir 1000 ár tókum vér að nema landið á ný. Árið
1874 hófst ný landnámsöld.
j
Og þetta nýja Kristnes er í mínum augum mesta
furðuverkið, sem hingað til hefur verið unnið á þessari
nýju landnámsöld. Það er glæsilegur vottur þess, að allt
tekst, sem allir vilja, ef viljinn er nógu sterkur og
traustur.... “
Heima er bezt 155