Heima er bezt - 01.05.1959, Blaðsíða 4
S T E I N D Ó R
STEINDÓRSSON FRÁ HLÖÐUM:
Jónas Rafnar yfirlœknir
Ak r u n u m eftir 1920 fór sterk áhugaalda um allt
Norðurland. Herör var upp skorin til baráttu
gegn berklaveikinni, sem þá mátti heita í al-
L gleymingi. Árangur þessa varð sem kunnugt
er stofnun heilsuhælisins í Kristnesi 1927. Það er lítill
vafi á, að svo vel sem þarna hafði verið að unnið, var
það mönnum áhugamál, að stofnun þessi yrði fengin í
hendur manni, sem treysta mætti, svo að hún mætti fylla
þær vonir, sem til hennar voru gerðar. Fyrir yfirlæknis-
vali varð Jónas Rafnar, sem þá hafði verið starfandi
læknir á Akureyri um allmörg ár. Tókst hann starfann
á hendur og veitti hælinu forstöðu sem yfirlæknir til
ársloka 1955, að hann lét af störfum fyrir aldurs sakir.
Saga hans og saga Kristneshælis er því nátengd um nær
þrjá tugi ára.
Jónas Rafnar yfirlæknir er fæddur að Espihóli í Eyja-
firði 9. febr. 1887. Foreldrar hans voru Jónas Jónasson,
prófastur lengst að Hrafnagili, og Þóninn Stefánsdóttir.
Séra Jónas var tvímælalaust einn hinn fjölfróðasti lærðra
manna á íslandi um sína daga og frú Þórunn gáfuð af-
bragðskona. Var heimilið því einstakt menningarheimili
um allan heimilisbrag, og áttu þau hjón sammerkt í að
skapa orðstír þess. Það þarf ekki lengi að skyggnast um
störf og áhugamál Jónasar Rafnar, til þess að finna erfð-
irnar og áhrifin frá föður hans. Séra Jónas á Hrafnagili
var tvímælalaust einn af fremstu kennimönnum landsins
um sína daga, en þó er vafalítið, að hann myndi fremur
hafa lagt stund á önnur fræði en guðfræðina, ef kring-
umstæður hefðu leyft. Sagnfræði, bókmenntir, málfræði,
læknisfræði og jafnvel dráttlist stóðu huga hans nær, og
ritstörf hans sýna ljóslega, hversu hann rækti þessi hugð-
armál sín, enda þótt hann gegndi embættisstörfum sín-
um með ágætum. En einmitt þessar fræðigreinar hafa
verið hugðarefni Jónasar læknis, þótt læknisstörfin hafi
verið meginþátturinn í lífsstarfi hans. Ég held að það sé
furðusjaldgæft, að sonur erfi svo rækilega gáfur og á-
hugaefni föður síns eins og raun ber hér vitni um.
Jónas Rafnar ólst upp með foreldrum sínum á Hrafna-
gili fram til skólaára. Var þar góður skóli fyrir framtíð-
ina, og hefur hann vafalítið búið lengi að þeim undir-
búningi og áhrifum, sem æskuheimilið lagði honum til.
Fyrsta bekk skólanáms las hann heima undir leiðsögn
föður síns, en settist í 2. bekk latínuskólans í Reykjavík
haustið 1902. Að því sinni sat hann ekki nema einn vetur
í skóla sakir heilsubrests, og liðu tvö ár áður en hann
tæki þráðinn upp að nýju. En mikinn hluta úr ári dvaldi-
ist hann þá í Danmörku, og sat meðal annars í lýðháskól-
anum í Askov veturinn 1904—1905 og næsta sumar. Þann
skóla sóttu Islendingar mjög um þær mundir, og hefur
hann vafalítið haft nokkur áhrif á menningarlíf vort.
Þennan vetur voru þeir átta íslendingarnir, og urðu allir
þjóðkunnir menn og meðal brautryðjenda á ýmsum
sviðum í þjóðlífinu á fyrstu tugum aldarinnar.
Haustið 1905 settist Jónas í 3. bekk latínuskólans, og
lauk stúdentsprófi 1909 með ágætiseinkunn. Var sú
einkunn þá allmiklu torfengnari en nú er, og liðu oft
mörg ár milli þess, að henni væri náð af nokkrum nem-
anda.
Frá Kristnesheeli. — Myndirnar tók Eðvarð Sigurgeirsson.