Heima er bezt - 01.05.1959, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.05.1959, Blaðsíða 13
T)raumur Tinars ‘Bjarnasonar i JVlœlifelli Þegar fræðimaðurinn, Einar Bjarnason á Mælifelli, var eitt sinn að skrifa Grettis sögu, var það eitt kvöld, að hann sat við verk sitt langt fram á nótt. Þegar Einar sofnaði dreymdi hann, að maður gildvaxinn bæri fyrir hann. Ekki þótti Einari maður þessi hærri en Espólín, en miklu var hann gildari. Ofurfríður var maður þessi og vel limaður, með rauðgult hár og skegg. „Hvað heitir þú?“ segir Einar. „Grettir sá, sem þú ert að skrifa söguna af“, segir hinn. „Ertu þá Grettir sterki Ásmundarson?“ segir Einar. Játar því draummaðurinn. „Er sönn saga þín“, spyr Einar. „Já,“ segir draummaðurinn, „nema hvað nokkuð vantar í hana, og það ekki ómerkilegt, en aftur er missagt frá nokkru í sögu minni.“ „Var það satt “, spyr Einar, „að þú ættir við Auð- un?“ „Já“, segir hinn, „þar bar ég hærra hlut, og hafði þó Auðunn fjögra manna megn, og eftir því var hann að öllu vel gjör. Og svo var hann garpur mikill, að Þorbjörn yxnamegn varð að láta hlut sinn fyrir honum á Húna- þingi.“ „Áttirðu við berserkina í Noregi?“ spyr Einar. „Já“, segir draummaður. „En er nokkuð satt í sögunni um Glám?“ „Satt er það allt“, segir draummaður. „Þar réð ég af dögum hina römmustu afturgöngu, sem hefði eytt öllum Vatnsdal af mönnum og fénaði, og máske víðar, ef hann hefði fengið laus að leika. Og aldrei hefði ég hann yfir- unnið, ef máttinn hefði ekki dregið úr honum“. „Var það satt?“ segir Einar, „að Hallmundur drægi tauma úr hendi þér á Kjalvegi?“ „Satt var það“, segir draummaður, „en ég hélt að enginn maður á íslandi drægi þann dul að sér að leika mig svo“. „Réðirðu óvættir af við Goðafoss?“ spyr Einar. „Tvær mannætur deyddi ég þar“, segir Grettir. „Var það satt, að Þórir í Garði berðist við þig í Ham- arsskarði við áttugasta mann, og helmingi fleiri hefðu fallið fyrir Hallmundi en þér?“ „Víst var það, því enginn sá Hallmund en allir mig“. „Hvar fyrir hefndirðu ekki Hallmundar?“ spyr Einar. „Það bar þar tvennt til“, kvað Grettir, „fyrst að Grímur var sáttur orðinn við dóttur Hallmundar, og annað það, að ég bar ekki gæfu til að hefna á Grími, enda þótt ég hefði fullan vilja til þess.“ „Drap Þorbjörn öngull þig?“ spyr Einar. „Víst var það“, segir draummaður, „en það var hon- um lítill frami, því að þá var ég nær dauða en lífi.“ „Hefndi Þorsteinn drómundur þín í Miklagarði?" spyr Einar. „Þar er rangt sagt frá“, segir Grettir, „því Þorsteinn drap hann strax og hann kom til Noregs.“ Hyggurðu, að Ormur Stórólfsson hafi sterkur verið?“ spyr Einar. „Ég sá margar aflraunir hans í Noregi, en allar gat ég leikið þær eftir“, segir Grettir. „Hvem hyggurðu sterkastan mann verið hafa á ís- landi?“ spyr Einar. „Egil Skallagrímsson,“ svarar draummaðurinn. Draum þennan fann ég í handriti, um hundrað ára gömlu, sem ég eignaðist vestur í Ameríku, og er eftir- farandi vísa skrifuð neðan við: Pennatetrið ónýtt er ekki er skrift að hæla. Alanngarmurinn orðinn er allra mesta fæla. Einar Bjarnason, sá er drauminn dreymdi, er oftast kenndur við iVIælifell eða Starrastaði. Hann var fæddur 4. júlí 1782, en dáinn 7. sept. 1856. Eftir hann er „Fræði- mannatal“ og nokkur kvæði og rímur, allt í hándriti. Hann var afi dr. Valtýs Guðmundssonar. St. Std. HVE MARG'IR TALA MÁLIN? Eftir nýjustu rannsóknum á tungumálum þeim, sem töluð eru á jörðinni, er talið, að alls séu 2796 tungumál notuð nú sem stendur, og allar mállýzkur að auki. Af þessum tungumálum eru um 1000 töluð af Indíána- þjóðflokkum Norður-Ameríku. Svertingjaþjóðir Afr- íku tala alls um 500 mál, og ýmsir smáþjóðflokkar í Asíu og á Kyrrahafseyjum önnur 500. Það eru um 200 tungumál, sem töluð eru af milljón manna eða fleiri, en einungis 13 tungur eru móðurmál 50 milljóna eða meira. — Þessar tungur eru: Kínverska Enska 250 Hindúamál 160 Rússneska 150 Spánska 120 Þýzka 100 Japanska 100 Franska 80 Indónesíska 80 Portúgalska 60 Bengalska 60 ítalska 60 Arabíska 50 En þessar tölur segja ekki alla söguna. Þannig er talið, að nær 600 milljónir manna skilji og tali ensku, og þótt franska sé áttunda tungan í röðinni, þá sé hún hins vegar sú tunga, sem næstflestir menn á jörðinni skilji. Heima er bezt 161

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.