Heima er bezt - 01.05.1959, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.05.1959, Blaðsíða 26
brátt af þungum svefni og rís upp. Burtfarardagur hennar frá Ártúni er runninn, og nú má hún ekki láta standa a ser að komast í tæka tíð á vegamótin og ná í áætiunarbílinn til Reykjavíkur. Ásta hraðar sér fram úr rúminu og klæðir sig í ferða- fötin. Fátæklegur farangur hennar er kominn niður í töskurnar tvær að undanskildum blautu fötunum frá því í gærkvöld. En þau ætlar hún að skilja eftir í Ár- túni. Frú Fíildur má gjarnan brenna þeim, þegar hún er farin. Kalt bros og sársaukafullt fer um andlit Ástu við þá hugsun. Helzt af öllu hefði hún kosið að fara nú strax leiðar sinnar, án þess að kveðja nokkurn í Ártúni, því að í gærkvöld kvaddi hún á þann hátt, sem hún hefði oskað heitast að yrði sín hinzta kveðja á sýslu- mannssetrinu, úr því sem komið var. En fátækt hennar kemur í veg fyrir, að sú von megi rætast, og knýr hana til þess að stíga þung og óljúf spor að þessu sinni, eins og svo oft áður. Hún hefir enga peninga til fararinnar, og þessvegna verður hun að hafa tal af frú Hildi og gera upp kaupið fyrir sumarið, áður en hún fer. En sýslumannsfrúin er enn ókomin á fætur, svo að Ásta er nauðbeygð til að bíða um stund eftir að ná fundi hennar. Hún tekur ferðatöskur sínar og gengur fram úr herberginu. En til þess að nota tímann á einhvern hátt á meðan hún bíður eftir frú Hildi, heldur hún áfram með töskurnar út úr húsinu og niður á þjóðveginn. Frú Hildur rís snemma af blundi og heilsar glöð nýjum degi. Hún klæðir sig í skyndi og gengur út í morgundýrðina. Hún nemur staðar frammi á hlaðinu og litast um, og kemur þá brátt auga á Ástu, sem er á leið heim að Ártúni frá því að bera farangur sinn niður að þjóðveginum og er létt í spori. Frú Hildur er fegin því að sjá Ástu svo hressilega á ferli og bíður hennar á hlaðinu. Ásta kemur brátt í hlaðið og nemur staðar skammt frá frú Hildi. Hún reynir að sýnast köld og róleg, en hjarta hennar er í fullu ósamræmi við uppgerðarhjúp þann, sem fer henni allt annað en vel. En nú má hún ekki láta bugast. Senn er lokaþátturinn í veru hennar að Ártúni á enda, og eftir skamma stund verður fallega sýslumannssetrið horfið sjónum hennar fyrir fullt og allt með harmsárar minningar sumarsins, sem sennilega mun fylgja henni héðan af um gleðisnauða framtíð.... Ásta snýr sér hvatlega að frú Hildi og býður henni góðan dag. En frú Hildur gengur til hennar og réttir henni höndina. — Góðan daginn, Ásta, segir hún og þrýstir hönd hennar innilega og segir síðan klökkri röddu: — Á þessari stundu á ég engin orð sem lýst geta þakklæti mínu fyrir þá miklu gjöf, sem þú færðir mér í gærkvöld með björgun sonar mín? úr heljargreipum árinnar, en ég bið Guð að blessa þig, Ásta. — Rödd frú Hildar brestur í grátldökkva, og djúp þögn ríkir nokk- ur andartök. Hin innilegu orð frú Hildar og ástúðleg hlýja sem streymir frá handtaki hennar, snertir djúpt viðkvæmt hjarta móðurlausu stúlkunnar, sem engan á að. Nú er orðið langt síðan hún hefir fundið slíka hlýju og innileik, og án þess að fá við það ráðið, fyllast augu hennar tárum, en hún segir fremur kulda- lega: — Ég á ekkert þakklæti skilið, frú Hildur. Sýslumannsfrúin lítur blíðlega á Ástu og mætir tár- votum augum hennar, en það, sem gerist í sál frú Hildar á þessari stundu, er fegurra og háleitara, heldur en hún gerir sér fulla grein fyrir sjálf. Hreinn og sannur móður- kærleikur til stúlkunnar ungu og munaðarlausu streym- ir um sál hennar og gagntekur hana. Einu sinni eignað- ist hún elskulega dóttur, en missti hana strax aftur, og siðan hefir hún alltaf þráð að eignast aðra dóttur, en ekld hlotnast sú hamingja í lífinu. En á þessu augna- bliki finnst frú Hildi, sem sér sé gefin þessi móðurlausa stúlka í dóttur stað, og að það sé köllun sín að reyn- ast henni sem sönn móðir. Heitar og viðkvæmar til- finningar bera sýslumannsfrúna ofurliði. Hún dregur Ástu blíðlega að sér og vefur hana örmum. Ásta finnur heitan konufaðminn umlykja sig, og kærustu endurminningar hennar um elskulega móður flykkjast fram í vitund hennar. Hún getur ekki stöðv- að tár sín lengur og gefur þeim nú fullt frelsi. Þreytt höfuð hennar hallast að barmi Hildar, og hún grætur þar eins og Iítið barn. Frú Hildur þrýstir Ástu enn fastar að sér og hvíslar ástúðlega við eyra hennar: — Vertu kyrr hjá mér, Ásta, ég get ekki misst þig, mér finnst ég hafi endurheimt dóttur mína að nýju. Ástúðleg orð frú Hildar leika eins og hlýr blær um hjarta Ástu, en hún getur ekki uppfyllt ósk sýslumanns- frúarinnar að vera kyrr í Ártúni. Þar liggja sár og þung rök miskunnarlausra örlaga að baki. Hún hefir glatað vináttu Vals. Ásta losar sig hægt úr faðmi frú Hildar og segir lágt og ákveðið: — Ég verð að fara héðan, frú Hildur. — Er engin leið til að breyta því? — Nei, engin. Sársaukinn í rödd Ástu er svo djúpur, og svar henn- ar svo ákveðið, að frú Hildi er það full-ljóst, að hún sjálf megnar ekki að aftra för hennar, það verður annar að gera, — sonur hennar! Hún efast heldur ekki um, að hann getur það. Ásta má ekki fara. Frú Hildur segir blíðlega: — Jæja, vina mín. Ég ætla ekki að ræða þetta frekar við þig núna, en mundu að þú átt heimili hér í Ártúni, hvenær sem þú vilt. — Ég þakka yður fyrir, frú Hildur, en nú má ég ekki eyða tímanum hér lengur, því áætlunarbifreiðin getur komið á hverri stundu. — Þá skaltu koma með mér upp í skrifstofu og taka á móti sumarkaupinu þínu. Ásta fylgist með frú Hildi inn í húsið og upp í skrif- stofuna. En Þórður sýslumaður er enn ókominn þangað, svo frú Hildur greiðir Ástu sjálf sumarkaupið hennar. Að því loknu ganga þær strax fram úr skrifstofunni aftur, og Ásta ætlar út, en í forstofunni nemur frú Hildur skyndilega staðar og segir: 174 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.