Heima er bezt - 01.05.1959, Blaðsíða 32

Heima er bezt - 01.05.1959, Blaðsíða 32
Drengurinn kom heim, þegar hann sá til ferða hús- bónda síns. Kristján spretti söðlunum af og bar þá inn í skemmu. — Hvað skyldi verða langt þangað til þessi söðull yrði lagður á hest? flaug í hug hans, þegar hann hengdi söðul konu sinnar upp. Hann tók fallegu, útsaumuðu sessuna úr honum, lagði hana á hreinlegan kassa, meðan hann hélt undir reiðinginn með Sveinka. Þeir töluðust ekkert við. Drengurinn gaut til hans hornauga og sá, að hann var í slæmu skapi. Þegar þeir höfðu komið reiðverum og reiðtygjum inn í skemmuna, sagði Kristján: „Þú skalt flytja hross- in langt upp með Sellæknum, svo að þau fari ekki í túnið í Garði.“ Þá fékk drengurinn málið: „Gerða er nýlega hætt að hreinsa. Hún hefur víst klárað túnið,“ sacrði hann. „Það er ekki ólíklegt,“ svaraði Kristján. „Eg þekki vinnubrögð þeirrar konu. Þau eru ekkert kák.“ Svo þrammaði hann inn í maskínuhús. Ofan á aðra vanlíðan var hann sársvangur. Hafði ekki smakkað mat síðan fyrir hádegi. Það var matur á borðinu. Hræringur á diski og mjólk í könnu, brauð, viðbit og harðfiskur. Það var líka það líklegasta, að maður gæfi sér tíma til að jóðla harðfisk. Kötturinn stóð á miðri diskaþvögunni á afturfótun- um. Framfæturna hafði hann á könnubarminum o<j lapti lystarlega. „Bölvaður sóðaskapur er orðinn á þessu heimili,“ sagði Kristján og sló til kattarins. Kisi hentist ofan á gólf, og mjólkurkannan fylgdi honum. Þarna var hún í tvennu lagi, og mjólkin flæddi út um gólfið. Kisa hristi fæturna og flýtti sér fram til að þrífa sig einhvers staðar í næði. Kristján sá, að mjólkurfata stóð hjá skilvindunni; sjálfsagt væri það helblá undanrenna. Hann leit ofan í skilvinduskálina. Hún var kámus: innan. — Svona var umgengnin, skilvindan látin bíða óþvegin til næsta máls og kannske lengur, enda var oft ystur grauturinn hjá henni, þessari matselju. Það var allt í óreiðu, síðan Geir- laug hafðj hætt að hugsa um matinn. 'Kristján lét mjólkina út á hræringinn en honum of- bauð, hvað hún var blá og ógeðsleg. — Þetta var það, sem hann hafði margoft sagt konu sinni, að láta vinnu- fólkið hafa eintóma undanrennu út á, svo að hægt væri að selja smjörið. En hann bjóst við, að hún hefði ekki tekið það til greina fremur en margt annað, sem hann hafði sagt viðvíkjandi bústjóminni. Allt átti að vera eins og hún hafði vanizt. En nú varð að gleyma öllu nema því, sem gott var og Ijúft að minnast. Það hafði Kósa sagt seinast orða við hann. Þau orð voru eins og ■græðandi smyrsl á svíðandi sár. Kristján svipaðist um eftir rjómaílátinu. Einhvers staðar hlaut það að vera. Hér í þessum skáp var hann víst geymdur. Hann setti drjúgan sopa saman við undanrennuna og tók að háma í sig, en rjóminn hafði þá verið gallsúr, svo að þetta var hreint ekkert sælgæti, en sulturinn spyr ekki að því. — Nú varð hann að reyna að finna handklæði og sápu, en það var víst hvergi sjáanlegt nema inni í hjónahúsi. Þangað langaði hann ekki til að koma. Þá mundi hann eftir að hann hafði séð þvott úti á snúrunni fyrr um daginn, og þar var hann enn í rign- ingarsuddanum. — Þetta var hugsunarsemin! Hann sleit handklæði niður og fór út að læknum. Þar baðaði hann andlit sitt úr köldu vatni. Það var hressandi. En súra rjóma-sullið gerði uppreisn í maga hans og kom upp úr honum óðar en það volgnaði. — Allt var á sömu bókina lært, sem að honum vissi á þessum degi! Hann náði sér í eitthvert ílát, svo að hann gæti fengið sér kalt vatn að drekka. Síðan fór hann upp á dyraloft til að hvílast eftir þann andstyggilegasta dag, sem hann hafði lifað á ævinni. — Vonandi ætti hann ekki eftir að lifa annan eins! Þá hvíslaði einhver sagnarandi eða norn því í huga hans, að þetta væri aðeins byrjuniri. Eftir var langur tími vonar og ótta. Loks alger vonbrigði. Hann sá kistuna hennar Rósu flutta utan af Eyrinni á nýju kerrunni, sem hann hafði ætlað að kaupa þetta sumar. Næst yrði svo fyrir að fylgja henni út í garðinn, halda í litla hönd á grátandi dreng og bera hann heim á hand- leggnum, þegar moldin hefði hulið kistuna, og reyna að þurrka af honum tárin. Kannske segði hann þá eins og í dag: „Þú kannt þetta ekki, pabbi. Mamma gerir það betur.“ Þessar hræðilegu myndir sveimuðu kringum hann á meðan hann var að reyna að sofna. Aðeins ein skíma lýsti gegnum sorgarmyrkrið. Ekki var það þó Ijós trúar eða vonar, heldur bjarmi af báli haturs og hefnigirni. Það var ólíklegt, að Karen Þorsteinsdóttir yrði eins há- leit og hún var vön að vera daginn þann. Það átti að vera hans raunabót! Út frá þessum hugsunum sofnaði Kristján loksins og svaf í einum dúr langt fram yfir vanalegan fótaferðar- tíma. Þá var hann fljótur í fötin. Hann mundi eftir mónum, sem var brauðþurr uppi á melum. — Til allrar hamingju hafði orðið lítið úr þessu úrfelli í gær, svo að það yrði hægt að taka hann saman í dag, eða að minnsta kosti eitthvað af honum. Bogga var að þurrka mjólkina af gólfinu, þegar hann kom inn í maskínuhúsið. Hún rausaði út af kettinum. Hann hefði nú bara mölvað mjólkurkönnuna í nótt og svo hefði hann farið í rjómann. „Jóhanna segir, að það verði að hengja hann.“ „Það er víst nóg þarfara að gera en að hengja kattar- greyið,“ sagði Kristján. „Það væri svo sem ekki ófé- legt að fara að drepa köttinn, sem Jóni litla þykir svo vænt um,“ bætti hann við í huganum. Nú var allt orðið svo ómetanlegt og næstum því heil- agt í hans augum, sem þau mæðginin höfðu átt og þótt vænt um. Kristján fékk Boggu litlu könnu og sagði henni að fara með hana út í fjós og segja Jóhönnu að mjólka í hana en sökkva henni ekki ofan í fötuna. Bogga gerði eins og henni var sagt. Þegar hún kom 180 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.