Heima er bezt - 01.05.1959, Blaðsíða 8

Heima er bezt - 01.05.1959, Blaðsíða 8
Vestur-íslenzkur sö Draumur landnemans rætist. að er síðasti sumardagur, 22. október 1875. A mjóu skógivöxnu sandrifi, sem teygist eins og fingur út í óendanlega stórt vatn í óbyggðum Canada, stendur hópur af fólki. Alls er það á þriðja hundrað manns, karlar, konur og börn. í flæðar- málinu standa flatbotnaðir, kassalaga bátar, og alls kon- ar búshlutir, verkfæri, ílát, húsmunir og fatnaður hefur verið borið upp á ströndina, þar sem því er óhætt fyrir öldugangi, ef veður tæki að versna. Fólkið er hrakið og þreytulegt eftir langt ferðavolk. Umhverfið er: vatn á aðra hönd en óbyggðin á hina, fen og skógar. Tanginn, sem fólkið er nú á, er sýnilega óhæfur bústaður, mjór, sendinn og vaxinn þéttu víðikjarri. Enda má segja að hendingin ein hafi ráðið, að þarna var lagt að landi. Stormur og öldurót tálmaði því, að hinum lélegu fleyt- um yrði róið inn að meginströnd víkurinnar fyrir norð- an tangann. Tangi þessi hefur hlotið nafnið Víðines (Willow Point). Tjöld úr vísundahúðum eru reist. Þau skýla fyrir sárasta kuldanum, en frostnætur Manitoba- sléttunnar eru þegar teknar að segja til sín. Skammt frá lendingarstaðnum er stór, ljósleitur steinn, sennilega gamalt grettistak, sem ísaldarjökullinn hefur flutt endur fyrir löngu og skilið eftir á þessari steinlausu strönd. Upp við hann er eitt tjaldið reist. — í því tjaldi fæðist sveinbarn fyrstu nóttina, sem þarna er gist, fyrsti inn- borni borgarinn í íslandi hinu nýja. Steinninn heitir nú Hvítisteinn (White Rock) en hefði átt að heita Sængur- konusteinn á íslenzka örnefnavísu. Að morgni taka karlar að kanna landið, og brátt verð- ur að ráði að hefja byggð inni við víkurbotninn norð- vestan við tangann. Og smám saman rís þar upp þvrp- ing af bjálkakofum, og um leið hverfa tjöldin og fólkið af tanganum. Síðan hefur þar ekki byggð verið. Með þessum atburðum hófst landnám íslendinga á vestur- strönd Winnipeg-vatns, þar sem síðar nefndist Nýja- ísland, en þorpið, sem brátt reis upp norðan við Víðines, fékk heitið Gimli og er höfuðstaður íslenzku byggðanna á þessum slóðum. Þótt byggð væri aldrei fest á Víðinesi, er tanginn samt sem áður einn merkasti sögustaðurinn í byggðum ís< lendinga þar vestra. Hann er í rauninni Ingólfshöfði íslenzka landnámsins í Manitoba. Árin liðu. Ötular hendur ruddu mörkina og ræstu flóana og breyttu þeim í akurlendi, engjar og tún. Bæir og þorp risu upp þar, sem áður var óbyggð. íslenzka nýlendan dafnaði, þótt við marga örðugleika væri að etja. Frumbýlingserfiðleikarnir gleymdust smám saman í önn dagsins, og ný viðfangsefni fylltu hugann. Nýtt fólk fluttist í nýlenduna, og aðrir hurfu þaðan á brott, eins og gengur. Atburðirnir frá landnámsárunum urðu smám saman saga, reifuð blámóðu fjarlægðarinnar. Víði- nesið beið, kjarrið óx og haustlaufið skipti litum og féll ár eftir ár, og steinninn mikli stóð óhreyfður í flæðar- málinu, en alltaf lifði minningin urn, að þarna stigu ís- lenzku landnemarnir fyrst fæti sínum í landinu nýja. Maður er nefndur Baldvin Arnason. Meðal Vestur- íslendinga og innborinna manna breyttist nafn hans í Baldi Anderson, og verður hann nefndur svo hér. Hann fluttist á barnsaldri vestur um haf með foreldrum sínum af Látraströnd. Var faðir hans Þingeyingur en móðir ey- firzkrar ættar. Námu þau land eigi langt frá Víðinesi, og nefndist byggðin þar í kring Víðinesbyggð. Baldi var um margt ólíkur öðrum löndum sínum. Hann var ekki við eina fjöl felldur. Um hríð stundaði hann bú- skap, en miklu meira fékkst hann við fiskveiðar og sigl- ingar, átti skip og var alllengi skipstjóri og síðan oft kallaður kapteinn Anderson. Hann reisti hótel á Gimli og nágrenni og rak þau um nokkurt skeið, hann fékkst við verzlun, lóðasölu, vann hjá kvikmyndafélagi suður í Bandaríkjum og margt fleira, sem ég kann ekki að telja. Stundum var hann efnaður maður en snauður þess á milli. Enn í dag, löngu eftir lát hans, fara margar sögur þar vestra af áræði hans og athafnasemi, ráðsnilld og orð- heppni. Hann var hverjum manni hugkvæmari og eygði leiðir, þar sem aðrir sáu engar. Lét aldrei bugast, þótt erfiðlega gengi, og var glaður og reifur, hverju sem blés í mót. Um hann var alltaf hressandi gustur, sem rótaði upp í lognmollu hversdagslífsins. Um skeið bjó Baldi Anderson á föðurleifð sinni í ná- grenni Víðiness. Eignaðist hann þá land á tanganum og sótti þangað heyskap í flóana fyrir ofan hann. En hann eygði þar fleiri möguleika en útheysöflun og kúabeit. Um þessar mundir var Winnipeg að vaxa úr sléttu- þorpi í stórborg. Borgarbúar fóru að leita.fyrir sér um staði til sumardvalar, skemmtunar og hressingar um helgar eða lengri tíma. Balda Anderson flaug þá í hug að gera Víðinesið að skemmtigarði fyrir sumargesti ög hafa þannig af því tekjur nokkrar. Ruddi hann þangað veg og lagaði eitthvað til. Nokkrir dvalargestir komu þar, en öll þægindi skorti, meðal annars varð hann að flytja þangað neyzluvatn um langan veg frá heimili sínu. Fyrirtækið varð að engu en hafði kostað hann mikið erfiði. Sennilega hafa landar hans brosað í kamp- inn, er þeir sáu hvernig fór, eins og þeir reyndar gerðu að ýmsum uppátækjum Balda Andersons. En sá hlær bezt, er síðast hlær. Nokkru síðar en þetta gerðist, hækk- 156 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.