Heima er bezt - 01.05.1959, Blaðsíða 34
Islenzk mannanöfn
Framhald af bls. 160. ---------------------------
inbreytingum, sem hér hafa orðið síðan 1910. Þar er
þó ekki hægt um vik, þar eð engar skýrslur um manna-
nöfn hafa verið teknar saman í nær 50 ár. Væri slík
skýrslugerð þó ekki ófróðlegri en sumt annað, sem til
er varið ærnum tíma og fjármunum. Grunur minn er sá,
að enda þótt nokkuð hafi dregið úr ýmsum þeim ónefna-
faraldri, sem hér geysaði á 19. öld, sé í þessu efni víða
pottur brotinn og ástæða til að kanna, hvar við erum
á vegi staddir. Sakir skorts á aðgengilegum heimildum,
verður það þó ekki gert hér að sinni.
Um leið og ég lýk þessu sundurlausa spjalli, vil ég
leyfa mér að bera fram tillögu, sem ég hygg, að haft
geti veruleg áhrif til bóta á nafnaval íslendinga. Til-
lagan er þessi: Menntamálaráðuneytið ráði smekkvísan
og málsnjallan íslenzkufræðing til að taka saman bækl-
ing, sem hefði að geyma þorra þeirra mannanafna, sem
góð geta talizt eða frambærileg og í öllu hlýða lögmál-
um íslenzkrar tungu. Prestum landsins sé síðan falið
að útbýta bæklingi þessum ókeypis til allra foreldra,
sem velja þurfa barni sínu nafn. Ályndi naumast hjá því
fara, að slíkur bæklingur kæmi að góðum notum, væri
hann vel úr garði gerður. Gæti hann aukið fjölbreyti-
leik góðra nafna, en komið í veg fyrir notkun ónefna
og miður heppilegra heita. Jafnframt ættu prestar að
vera vel á verði, þá er þéir eru beðnir að skíra barn
nafni, sem ekki er í bæklingnum, þar eð í mörgum til-
fellum má ætla, að nafnið sé þá ekki í samræmi við hin
afdráttarlausu ákvæði laganna frá 27. júní 1925 um ís-
lenzk mannanöfn.
Hér verða að lokum birt gildandi lög um mannanöfn.
Hafa þau staðið óbreytt í gildí frá því er þau voru sett 1925.
Því miður mun allmikið skorta á, að lög þessi hafi verið
haldin. Getur hver skyggnzt um sína sveit.
1. gr. Hver maður skal heita einu íslenzku nafni eða
tveim og kenna sig til föður, móður eða kjörföður og
jafnan rita nafn og kenningarnafn með sama hætti alla
ævi.
2. gr. Ættarnafn má enginn taka sér hér eftir.
3. gr. Þeir íslenzkir þegnar og niðjar þeirra, sem bera
ættarnöfn, sem eldri eru en frá þeim tíma, er lög nr.
41 10. nóv. 1913 komu í gildi, mega halda þeim, enda
hafi þau ættarnöfn, sem yngri eru en frá síðastliðnum
aldamótum, verið tekin upp með löglegri heimild, sbr.
9. gr. þeirra laga. Sama er og um þá erlenda menn, er til
landsins flytjast.
Þeir íslenzkir þegnar og börn þeirra, sem nú bera
ættarnöfn, sem upp eru tekin síðan lög nr. 41 1913 komu
í gildi, mega halda þeim alla ævi.
Konur þeirra manna, sem rétt hafa til þess að bera
ættarnöfn, mega nefna sig ættarnafni manns síns.
4. gr. Ekki mega menn bera önnur nöfn en þau, sem
rétt eru að lögum íslenzkrar tungu. Prestar skulu hafa
eftirlit með, að þessum ákvæðum sé fylgt. Rísi ágrein-
ingur um nafn, sker heimspekideild háskólans úr.
5. gr. Nú hefur maður hlotið óþjóðlegt, klaufalegt
eða erlent nafn áður en lög þessi voru sett, og getur
hann þá breytt nafni með leyfi konungs.
6. gr. Stjórnarráðið gefur út skrá, eftir tillögum
heimspekideildar háskólans, yfir þau mannanöfn, er nú
eru uppi, sem bönnuð skulu samkvæmt lögum þessum.
Skrá þessi skal vera send öllum prestum landsins. Skráin
skal gefin út á hverjum 10 ára fresti, að lokinni útgáfu
hins almenna manntals.
7. gr. Brot gegn ákvæðum laga þessara varða sektum,
frá 100—500 kr., og skulu þær sektir allar renna til ríkis-
sjóðs. Með mál út af lögum þessum skal farið sem al-
menn lögreglumál.
Hvað ungur nemur
Framhald af bls. 111. ------------------------------
að rétta það. Sverðið konungsnaut hafði hann ekki í
þessari ferð, þar sem slíður þess voru glötuð.
Þeir bræður sáu þó fram á það, að þeir myndu ekki
vinna á Kjartani án stuðnings Bolla. Eggja þeir þá Bolla
á alla vegu að duga sér, og þar kom, að Bolli snýr líka
á móti Kjartani og bregður Fótbít, sem var allra sverða
bitrast.
„Víst ætlar þú nú, frændi, níðingsverk að gera, en
miklu þykir mér betra að þiggja banaorð af þér, frændi,
en að veita þér það.“ Síðan fleygði Kjartan vopnum og
vildi ekki verja sig.
Engi svör veitti Bolli máli Kjartans en hjó hann bana-
högg.
Bolli iðraðist þegar verksins og settist undir herðar
Kjartani, og andaðist Kjartan í hnjám Bolla.
Er þeir Osvífurssynir og Bolli komu heim til Lauga,
lét Guðrún vel yfir vígi Kjartans, en gat þess síðast,
að sér þætti þó mest um vert, „að Hrefna mun ekki
ganga hlæjandi að sænginni í kveld.“
Löngu síðar, er Guðrún Ósvífursdóttir var orðin
gömul kona, spurði Bolli sonur hennar, hverjum manni
hún hefði mest unnað.
„Þeim var eg verst, er eg unni mest,“ svaraði Guðrún.
Þessir söguþættir frá Hvammsfjarðarbotni, sem ég
hef rakið hér, eru allir úr Laxdæla sögu. Laxdæla er saga
um glæsileik og harmleik og verður ógleymanleg hverj-
um, sem les hana með athygli. Málið er stílhreint og
fagurt og frásögnin víða heillandi. Ég vil ráðleggja
hverju ungmenni að lesa sem mest af íslendingasögum,
og ég vil fullyrða það, að varla nær nokkur íslendingur
góðri frásögn í ræðu eða riti, hafi hann ekld kynnt sér
vel fornar bókmenntir íslendinga.
Stefán Jónsson.
182 Heima er bezt