Heima er bezt - 01.01.1961, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.01.1961, Blaðsíða 6
Á þessum áramótum eru 10 ár liðin síðan Heima er bezt hóf göngu sína. Það er ekki langur tími, en furðu margt hefur þó gerzt á þessum árum, bæði innan lands og utan. Heima er bezt hófst að liðnum viðburðaríkasta ára- tug aldarinnar. Allan fyrri hluta hans geisaði heims- styrjöld, ógnum þrungnari og æðisgengnari en nokkur styrjöld á undan henni. Ríki hrundu í rústir og önnur risu á legg. Aldrei hafði sjálfsákvörðunarréttur og hlut- leysi smáþjóða verið jafn fótum troðinn. Aldrei jafn ægileg morðtól notuð, og aldrei hafði gjörvallt mann- kyn verið svo flakandi í sárum. En endalok styrjaldar- innanr boðuðu nýja tíma. Tíma kjarnorkunnar, sem mannlegri snilli hafði nú fyrst tekizt að beizla. Enda þótt ísland yrði flestum þjóðurn minna fyrir barði styrjaldarinnar, sýndi hún oss þó í tvo heimana. Erlendur her tók sér hér bólfestu, og hvað eftir annað teygði hrammur styrjaldarinnar sig út í hin nyrztu höf og krafðist fórna í mannslífum og verðmætum. En jafn- framt endurheimti þjóðin frelsi sitt, og á áratug heims- styrjaldarinnar gerðist meiri bylting í atvinnuháttum, efnahagsmálum og byggð fólksins en nokkru sinni fyrr. Miklu og af minjum liðinna alda var sópað í brott. Nýjar vinnuvélar, ný samgöngutæki og vinnubrögð komu í stað hinna gömlu. Ný hús voru reist, vegir lagð- ir og bæirnir þöndust út með ótrúlegum hraða, og stofnað var til nýrra atvinnugreina. Jafnframt tæmdust sveitirnar að fólki, jafnvel svo að heil byggðarlög fóru í eyði, samtímis því að heilar borgir á íslenzkan mæli- kvarða risu upp, þar sem áður var nær óbyggt land. Verðgildi peninga og mat á verðmætum breyttist með ævintýralegum hraða. Þjóðin fékk um skeið fullar hendur fjár. Og síðast en ekki sízt, einangrun landsins var rofin, og það komið í þjóðbraut milli austurs og vesturs. Þorra þjóðarinnar varð þá ljóst, að hlutleysi smæðarinnar og einangrunarinnar var haldlaust orðið. íslenzka þjóðin gekk í varnarbandalag lýðræðisþjóða heimsins, og leyfði hersetu í landinu, svo að það væri eigi varnarlaust með öllu, ef heiminum yrði á ný hleypt í bál og brand. En í öllu þessu ytra umróti, hlaut einnig hið innra líf þjóðarinnar að taka stakkaskiptum. Hin gamla þjóð- menning hlaut að þoka um set fyrir öllu því nýja, sem yfir þjóðina dundi. Hinum öru breytingum, sem yfir þjóðina hafa dunið má líkja við gelgjuskeið unglings, sem ekki er lengur barn, en hefur ekki tileinkað sér þroska hins fullorðna manns og hleypur því ótal gönu- skeið. Öllum hugsandi mönnum var ljóst, að spyrna þurfti við fótum áður en allt hið gamla væri gleymt. Hin gamla íslenzka alþýðumenning sokkin í tímans haf og í hennar stað komin hálferlend nýtízka, sem þó væri rótlaus í þjóðareðlinu. Stefna þessa viðnáms var að halda við gamalli menningarerfð, og tengja hana við samtíðina, svo að hinir nýju straumar yrðu sveigðir eftir íslenzkum staðháttum og þjóðareðli. Og úr þessu mætti síðan skapast grundvöllur þeirrar menningar, sem hæfir öld kjarnorku og geimferða. Það er ljóst að nýrri öld hæfa ekki sömu viðhorf og hinni liðnu, en því að- eins fær hún reist sína menningu, að hún standi föstum fótum í liðnum tíma og hagnýti sér þá lærdóma, sem af reynslu hans verða dregnir. Þetta viðnám hefur birzt með mörgum hætti. Átthagafélög bæjanna og byggða- söfn héraðanna eru einn þáttur þess. Hinar fjölda- mörgu ævisögur, minningabækur og söfn þjóðlegra fræða eru greinar af sama meiði. Þau skáld, sem ekki eru blinduð af alþjóðlegum öfgastefnum hafa sótt sér efnivið í sögu og lífsbaráttu þjóðarinnar. Eins og löng- um áður þegar í móti blés, sótti þjóðin sér styrk í hið liðna. Stofnun Heima er bezt var einn lítill þáttur í þessari fjölþættu viðleitni. Frá upphafi hefur ritið haslað sér þann völl, að vera vettvangur þess efnis, sem þjóðlíf vort og lífsbarátta í liðinni tíð og samtíð vorri leggur til. Það flytur því jöfnum höndum minningar frá liðn- um tíma og frásagnir af daglegri önn þjóðarinnar nú, og það hefur sótt efni sitt beint til þeirra, sem atburð- ina hafa lifað, eða verið f nánum tengslum við þá. Þannig hefur það orðið vettvangur þeirra fjöldamörgu alþýðumanna, sem ekki gera sér það að venju að halda á penna, en gæddir eru þeirri frásagnargáfu, sem þjóð- in hlaut í vöggugjöf, og borið hefur ávöxt í fornbók- menntum vorum, þjóðsögum, ævintýrum, annálum og margvíslegum frásögnum á öllum öldum, síðan ritöld hófst. Og ef til vill er það mikilvægasta hlutverk rits- ins að hlynna að þeirri gáfu, og þakkir vil ég tjá öllum þeim, sem lagt hafa ritinu liðsinni í þeim efnum. Þá hefur það flutt myndir og stuttar greinar um ýmsa full- trúa samtíðarinnar úr sem flestum stéttum og starfs- greinum. En við viljum einnig skyggnast víðar um, það hefur ritið gert með flutningi erlendra ferðaþátta og ýmiskonar fræðigreina. En einnig hefur það flutt létt- 2 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.