Heima er bezt - 01.01.1961, Blaðsíða 38

Heima er bezt - 01.01.1961, Blaðsíða 38
borg. Ekki yrðir þú nú lengi að ná í hest ef þú brygð- ir undir þig betri fótunum.“ Asdís gerði það þó henni fyndist ekki laust við skip- unartón í orðum Valborgar. Hún vildi allt til vinna að drengnum gæti batnað. Hún tók Rauð gamla, reið- hestinn húsbóndans. Hann var orðinn stirður í smala- mennsku, en gang-þýður á greiðfærum vegi. Valborg stóð ferðbúin á hlaðinu þegar hún kom heim á reið- fötum með stráhatt, anzi fyrirkonuleg. Hún átti sjálf söðul og beizli. „Ég öfunda kerlinguna af því að ríða út á svona góðum hesti. Hann er líka ánægður yfir að fara út að Hofi. Hefði líklega þegið að vera þar lengur eins og fleiri,“ sagði Asdís þegar hún kom inn til Arndísar gömlu, sem sat fyrir framan drenginn og raulaði sálma- lag. , „Já, aumingja Valborg. Hún var ekki lengi að bjóð- ast til að fara. Það má nú segja, að hún er almennileg kona,“ sagði Arndís. „Ég get nú svo sem ekki þakkað henni það þó hún færi þetta skeiðríðandi. Það var svo sem ekki eins og hún ætti að ganga,“ sagði Ásdís. „Ykkur þykir líka allt gott sem hún gerir, þykist ég heyra. Einhver hefur samt unnið heimilinu hérna meira í vor en hún og ekki verið þakkað það eins mikið. Svo tala ég ekki meira um það,“ bætti hún við. „Það er ekki ráðlegt að vanþakka hjúunum verkin. Þeir verða sjaldan fésælir, sem það gera,“ sagði Arndís. „Svo skalt þú nú bera þig til eins og hver önnur mann- eskja og greiða þér og fara í hreinleg föt.“ „Ég er nú ekki að hugsa mikið um það, þegar svona stendur á.“ „Ef þú ert að hugsa um að meira yrði úr þessu milli ykkar Kristjáns, þá skaltu reyna að líta hreinlega út, það á við hann,“ sagði gamla konan. Þegar yfirsetukonan reið í hlaðið með Valborgu, var búið að hita kaffi og baka lummur og Ásdis gekk um beina, greidd og þvegin. Drengurinn svaf rólegur, hafði aldrei vaknað síðan Valborg reið úr hlaði. „Ég hélt nú bara að þú ætlaðir að fara að fæða ann- an son, Ásdís mín,“ sagði yfirsetukonan kankvíslega, þegar hún hafði heilsað Ásdísi. „Hefði það nú bara verið svo ánægjulegt,“ flissaði Ásdís. „Mér leið nú mikið verr í dag, en þegar strák- anginn var að fæðast í fyrra. Það gekk svo rösklega hjá mér, eins og allt sem ég geri. Ég held bara að hon- um sé að batna. Það hefur ekkert heyrzt í honum lengi, svo þetta verður bara bezti túr fyrir þig. Hér bíður kaffi og lummur handa ykkur. Betra getur það ekki verið. Sýnist þér ég ekki vera nógu myndarleg hús- móðir?“ „Ég hef nú aldrei efazt um að þú yrðir það,“ svaraði yfirsetukonan og virti allt fyrir sér á þessu nýja heimili Ásdísar. „En mikið hefur ykkur mátt bregða við húsa- kynnin. Þvílíkt uppátæki í maddömu Karen, að vilja heldur láta jörðina standa í eyði en Kristján byggi þar. Það gengur langt óvildin milli fólks.“ „Er enginn fluttur á jörðina enn þá?“ spurði Arndís. „Nei, Geirlaug er þar alein, nótt og dag. Dálítið ein- manalegt finnst manni.“ „Það er ágætt handa henni,“ sagði Ásdís og flissaði. „Mér er nú ekki sérlega vel við hana enn þá.“ „En það er mér,“ sagði gamla konan. „Hún var mér svo notaleg. Þvílík viðbrigði eða vera í þessu basli, sem hér ætlar að verða.“ „Veitu ekki að þessu kveini. Það verður ekkert basl, skaltu vita. Ég líklega hressi við heimilið hérna svo það verður blómabúskapur en ekki basl,“ sagði Ásdís, alltaf jafn hugrökk og lífsglöð. En gamla konan hristi bara höfuðið og þagði. Þegar búið var að drekka kaffið var farið að líta á litla sjúklinginn, sem svaf kófsveittur undir vfirsæng- inni. Yfirsetukonan, sem ekki hafði séð hann síðan hann var skírður, dáðist að hvað hann var orðinn stór. Hann vaknaði og brosti til ömmu sinnar. Þá sáust tvær blá- hvítar tennur gægjast upp úr tannholdinu. „Sjáðu nú bara, Ásdís mín,“ sagði gamla konan. „Þetta er búið fyrir honum. Ég er nú ekki aldeilis óvön að umgangast börn. En hún var svo óróleg af því þetta er nú í fyrsta sinn sem hún þarf að basla með börn.“ „Ég hef nú hugsða mér að hafa mitt áfram í lífinu,“ sagði Ásdís hreykin. „Mér finnst hann alltof fallegur til þess að deyja, enda efast ég um að ég hefði afborið það, að fylgja honum til grafarinnar.“ „Þú ert nú svoddan hetja, að það hefði ekki bugað þig,“ sagði Arndís. Yfirsetukonan átti von á að sín yrði vitjað utan úr kaupstað og mátti því ekki tefja lengur. Ásdís settist upp á Rauð, sem beið reiðtygjalaus við hestasteininn og reið með henni út undir Hofstorfu. Hana sárlangaði alla leið út að Hofsstekknum, en hún hélt að Kristjáni líkaði það ekki, að hún væri að þvæla hestinum fram og aftur og sneri því heim aftur, ólíkt hressari en hún hafði verið í marga daga. Feðgarnir komu heim um fótaferðartíma. Valborg hafði til heitt kaffi eins og vanalega. Ásdís hafði verið búin að hugsa sér að vaka eftir þeim en svefninn hafði sigrað hana, en hún varð vör við þegar Valborg fór fram og beið þangað til hún heyrði mannamál frammi í búrinu. Þá stakk hún berum fótunum í skóna og fór fram í göngin til að vita hvað það væri að skrafa um. Það var Hartmann gamli, sem var að skjalla kerlinguna fyrir kaffið. „Hefðirðu verið nokkrum árum yngri hefðirðu feng- ið ráðsmennskustöðuna hérna.“ „Já, það hefðirðu áreiðanlega fengið,“ sagði Kristján. „Það er talsvert ábyrgðarminna að vera bara hús- kona,“ sagði Valborg. Þá kom Ásdís inn í búrið og bauð góðan daginn. Hún leit óneitanlega vel út nýgreidd og í hreinni nátt- treyju. „Ert þú enn á fótum, Ásdís?“ spurði Kristján, óvana- lega hlýr í máli. „Er það vegna drengsins?“ „Já, það er vegna drengsins,“ sagði hún og færði sig til hans og lagði lófann á öxl hans og sagði brosandi: 30 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.