Heima er bezt - 01.01.1961, Blaðsíða 36

Heima er bezt - 01.01.1961, Blaðsíða 36
„Ég er vön því síðan ég hætti að ganga að útivinnu,“ var svarið. „Ég get nú ímyndað mér að það þurfi eitthvað meira að gera hérna næstu daga. Það þarf að fara að bera saman mó og tað og hreinsa túnið. Ég get hugsað mér, að Kristján líti ekki sérlega hýru auga til prjónanna þinna, enda á hann áreiðanlega nóga sokka,“ sagði Ás- dís með merkissvip. „Ég hef heldur ekki ætlað að fara að prjóna á fæt- urna á honum,“ sagði Valborg. „Þú skalt drífa í því í dag að þvo allt, sem óhreint er, það er heljarmikil kássa. Þá geturðu gengið að því að hreinsa túnið á morgun," bætti Ásdís við. „Ég er sjálfs míns húsbóndi og læt engan segja ’mér fyrir verkum,“ svaraði Valborg og kvað fast að orð- unum. „Ef ég væri fær um að hreinsa og þvo stór- þvotta gæti ég ráðið mig í heyvinnu og þyrfti engan að biðja um húsmennsku yfir sumarið.“ „Það er ekki eðlilegt að þetta duglega fólk geti ímyndað sér hvað við erum orðnar Iélegar,“ kveinaði Arndís. „Ég tala sjálfsagt við Kristján,“ sagði Ásdís og rauk á dyr. Skömmu seinna var hún farin að leggja undir þvotta- pott og þvoði allan daginn. En skapsmunirnir voru slæmir. Eívorug gamla konan þorði að kalla til hennar þegar miðdegiskaffið var drukkið. Þá gerði Hartmann það. Hún anzaði honum engu. Hann fór þá fram í eld- húsið til hennar. „Nú þú ert í þvotti, tetrið mitt,“ sagði hann. „Þá er ekki von að skapið sé gott. Þú sérð nú hvað Geirlaug veslingurinn hafði að gera i fyrra vetur, en gazt þó látið hana þvo af þér og þakkaðir henni víst heldur lítið fyrir þjónustuna. Ég þóttist nú alltaf vita að þú færir ekki í fötin hennar.“ „Það má segja að lengi geti vont versnað,“ hvæsti Ásdís. „Geirlaug nennti þó að þvo, en það gerir hún ekki, þessi dræsa, sem hingað er komin í hennar stað. En það lítur út fyrir að það eigi að hafa sama dálætið á henni.“ „Já, það var nú Ián að fá hana á heimilið, annars hefðir þú orðið að vera inni og úti líka. Komdu svo inn og drekktu kaffið. Það vinnst ekkert með geð- vonzkunni, þó ég bregði henni einstaka sinnum fyrir mig.“ Hún kom inn nokkru seinna og settist við borðið, ógreidd, og nuddaði sveitt andlitið með blautri svunt- unni. „Hún stendur nú við þvottabalann, aumingja stúlk- an,“ sagði Arndís við son sinn, eins og til að skýra það hvers vegna hún liti svona óviðkunnanlega út. Hún hafði tekið eftir því, að hann gaf henni hornauga. Það átti nú ekki við hann svona lagað útlit. „Þú ferð svo að hreinsa túnið í fyrramálið. Við höf- um saman móinn, karlarnir,“ sagði Kristján. „Ætlarðu mér að gera það einni?“ spurði Ásdís. „Ef þú verður ekki búin að því fyrir sláttinn, verð ég að reyna að útvega þér einhverja hjálp,“ sagði hann háðslega. „Hún verður varla Iengi að hrista það af,“ sagði Hartmann. Litli bóndasonurinn sat í kjöltu ömmu sinnar og nag- aði kringlubita. Afi hans var að rétta honum litlafingur- inn og hafði gaman að hvað hann gat togað fast í hann. „Hann er svei mér orðinn sterkur hann nafni litli,“ sagði hann kátur, „og ekki eru hendurnar á dreng mjög blakkar, hreinar höfðingjahendur. Kannske faðir hans setji hann í skóla og geri úr honum prest. Þá máttu nú reyna að líta vel út, Ásdís Steinsdóttir, svo ungi presturinn skammist sín ekki fyrir að vera sonur þinn.“ Þá rauk Kristján á fætur. „Það er líklega betra að taka saman það sem eftir er af taðinu, en sitja inni og rugla og þvaðra eintóma vitleysu,“ sagði hann. „Ég hefði nú vel þegið að leggja mig, það sem eftir er dagsins, því ekki var farið að sofa svo snemma í nótt, en hér kemst ekkert að nema þrældómur,“ sagði Hartmann ergilegur. „Ekki býst ég við að fara að leggja mig og sofnaði ég ekki fyrr en þú,“ sagði Ásdís. „Það er nú kannske annað, hann gamall og lúinn, eða þú á bezta aldri,“ sagði Arndís gamla. „Varla vinnur þú meira þegar þú ert komin á hans aldur.“ „Hann gefur nú ekki eftir vinnuna, enda vinnur hann mikið sjálfur. Ef hann á að vera einn í taðinu fer ég frá þvottabalanum og hjálpa honum,“ sagði Ásdís. „Þér veitir víst ekki af að róa við balann,“ sagði Val- borg. „Ég skal hugsa um að mjólka og skilja svo þú þurfir ekki að tefja þig við það.“ Morguninn eftir tók Ásdís til við hreinsunina. Val- borg kom út og hreinsaði með henni, en það var lítill friður. Gamla konan var sífellt að kalla til hennar. Alltaf þurfti eitthvað að gera í bænum. „Ekkert skil ég í því að nokkur manneskja skuli vera svona bráðónýt eins og þessi kerlingargarmur er,“ sagði Ásdís einu sinni, þegar Valborg var búin að hreinsa fáeinar hrúgur, þegar var kallað til hennar. „Hún er ekki orðin nokkur manneskja til að hugsa um drenginn. Mér finnst sjálfsagt fyrir þig að koma honum í dvöl yfir sumarmánuðina. Þú getur ekki hugs- að um hann á nóttunni og þrælað úti á daginn,“ sagði Valborg. „Það er nú líklega eitthvað, sem mér dettur ekki í íhug að láta bamið til bráðókunnugra. Hann gleymir þá alveg foreldrum sínum og afa og ömmu,“ sagði Ásdís. „Ég get nú ekki meint að hann þekki föður sinn mikið, anginn litli, því að hann forðast að líta í þá átt sem hann er. Hún tekur oft börn á sumrin hún Sigríð- ur í Koti. Það fer ágætlega um þau hjá henni,“ sagði Valborg. „Ég hef það sjálfsagt einhvern veginn af, þó ég sofi ekki öll augu úr höfði mér. Ég er vön við þrældóm- inn,“ sagði Ásdís. „Það hefur þó varla verið svona bágt. Ég hef ekki séð þig greiða þér í tvo daga,“ sagði Valborg. „Ég kvíði líka fyrir að ná ofan úr því,“ sagði Ásdís. 28 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.