Heima er bezt - 01.01.1961, Blaðsíða 29

Heima er bezt - 01.01.1961, Blaðsíða 29
hinu sanna leiðarljósi og hlaut því að villast af réttri braut. En sökum þess að hún hefur alltaf átt Drottin sinn að leiðtoga og þjónað honum, getur hún nú komið örugg til fangans í niðurlægingu hans og bent honum aftur á veg lífsins. Samtal þeirra verður ekki lengra. Þau heyra umgang fyrir framan dyr fangaklefans, og frú Eygló er það ljóst að hún hefur dvalizt miklu lengur inni hjá fang- anum, heldur en reglur þessarar stofnunar leyfa. Hún réttir honum því höndina í flýti og segir innilega: — Ég kem aftur á morgun. — Guð geymi þig, vinur. Síðan hraðar hún sér fram úr klefanum. Fanginn hlust- ar á fótatak hennar fjarlægjast og deyja út í þögnina, en orð hennar hljóma skýrt í vitund hans: — Þú veizt að Guð er kærleikur, og Jesús sagði: — Ég er kominn til að leita hins týnda og frelsa hann. — Einnig hann, innbrotsþjófinn. Fyrir mátt þessara orða verður hinn grái, skuggalegi fangaklefi allt í einu bjartur. Hinn seki maður beygir kné sín og krýpur við harða trébekkinn, sem hefur verið hvíla hans, síðan hann kom á þennan stað, og heitt, iðrandi hjarta ungs manns stígur á vængjum hljóðrar bænar upp til hins góða hirðis, sem leitar að hinu týnda og frelsar það. Frú Eygló hefur haft tal af fangaverðinum um leið og hún gekk út, og hefur fengið hjá honum upplýsing- ar um væntanlegan brottfarartíma Björns úr fangelsinu næsta dag. En síðan flýtir hún sér hcim. Séra Astmar er nýkominn heim að loknu embættisstarfi úti í borg- inni og bíður konu sinnar í dagstofunni. Frú Eygló kemur inn til manns'síns og heilsar honum blíðlega. Síðan tekuir hún sér sæti við hlið hans og segir: — Er langt síðan þú komst heim, vinur minn. — Nei, aðeins stundarkorn. Hvar varst þú, elskan mín? Frú Eygló brosir dauflega. — Ég var í fangahúsinu. — f fangahúsinu? Þú gerir mig forvitinn. — Já, vinur minn, ég var þar, og nú skal ég skýra þér frá för minni þangað. Frú Eygló hallar sér að manni sínum, og hann leggur arminn yfir hana, og síðan segir hún honum ýtarlega frá ferðalagi sínu í fangelsið, og kjörum hins gamla æskuvinar síns, sem verið hefur þar fangi að undanförnu, en er nú aftur að endurheimta frelsi sitt að nýju. Séra Ástmar hlýðir á frásögn konu sinnar af djúp- um skilningi og með heitri samúð, og segir síðan, er hún hefur lokið frásögn sinni: — Á hvaða hátt telur þú að við getum hjálpað þess- um unga vini bezt til að komast aftur á rétta leið, Eygló mín? — Ég tel að það bezta, sem við getum nú fyrir hann gert, sé að hjálpa honurn til að komast sem fyrst heim til foreldra sinna. Því fyrr en hann hefur fengið fyrir- gefningu þeirra, öðlast hann ekki frið. — En nú hefur hann sagt þér, að hann geti ekki kom- ið til þeirra að fyrra bragði. — Já, hann sagði mér það, og þess vegna væri það bezta úrlausnin að fara heim til foreldra hans, skýra málið fyrir þeim og fá þau annað eða bæði til þess að koma hingað til borgarinnar, — og helzt að vera við- stödd hér, þegar hann losnar úr fangelsinu á morgun, því ég veit að þau þrá ekkert heitar en að fá hann heim aftur til sín. Og það myndi verða áhrifarík stund honum til blessunar að mæta þeim hér strax og hann er orðinn frjáls. — Þú finnur alltaf bezta ráðið, Eygló mín, en til þess að þetta nái fram að ganga, þurfum við að hafa sam- band við foreldra hans strax í kvöld. — Já, vinur minn, og heim til þeirra er ekki nema nokkurra klukkustunda akstur í bifreið. — Þá förum við bæði núna strax í kvöld í bifreið okkar og náum fundi þeirra, því allt vil ég gera til þess að hjálpa þessum unga manni aftur á rétta leið. — Ég þakka þér fyrir, vinur minn. Frú Eygló leggur báðar hendur um háls manni sínum og kyssir hann innilega. Síðan rísa þau bæði á fætur og búast til ferðar. Hljóðlátt haustkvöldið skráir rúnir sínar á hrímgaða jörð. I stóru sölnuðu túni undir hárri fjallshlíð stendur vinalegur sveitabær og snýr reislulegum burstum gegn suðri. En það er sem dapurleiki haustsins hvíli með ömurlegum þunga yfir þessum náttúrufagra stað. Prestshjónin stöðva bifreið sína við túnhliðið og leið- ast síðan heim að bænum. Frú Eygló drepur á dyr, og brátt opnast bæjarhurð- in. Gömul kona, hvít fyrir hærum, björt á svip, en raunaleg, nemur staðar í dyrunum og horfir undrandi á gestina. Frú Eygló heilsar gömlu konunni hlýtt og kunnuglega og kynnir mann sinn fyrir henni. Gamla konan fagnar þeim alúðlega og býður þeim að ganga í bæinn, en hún getur varla leynt undrun sinni yfir heimsókn þeirra svo síðla kvölds. Prestshjónin ganga í bæinn og fylgjast með gömlu konunni inn í baðstofu. Þar inni situr húsbóndinn, gamall, lotinn og þreytulegur maður, sem ber skýr ein- kenni erfiðrar lífsbaráttu. Prestshjónin heilsa gamla manninum hlýlega, og hann tekur vel kveðju þeirra, en hann er ekki síður undrandi en kona hans yfir þess- ari óvæntu heimsókn. Gömlu hjónin þekkja frú Eygló vel, og hún er þeim einkar kær frá liðnum árum, en séra Ástmar hafa þau ekki séð fyrr. Gamla konan býður gestunum sæti, og þau setjast, en síðan hefur frú Eygló orð fyrir þeim. Hún segir gömlu hjónunum í stórum dráttum frá heimsókn sinni í fangelsið til Björns sonar þeirra, og urn afstöðu hans gagnvart sínum kæru foreldrum. En síðan skýrir hún þeim frá erindi sínu og manns síns til þeirra nú. Gömlu hjónin hlusta þögul og raunaleg á mál frú Eyglóar, en að því loknu rýfur gamla konan þögnina og segir klökkum rómi: — Guð blessi þig, Eygló mín, fyrir heimsókn þína til drengsins míns, og komuna hingað í kvöld. Ekkert væri mér kærara en að taka á móti drengnum mínum við dyr fangelsisins á morgun og fara með hann hingað heim. Heima er bezt 21

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.