Heima er bezt - 01.01.1961, Blaðsíða 40
HEIMA _____ _____
BEZT BÓKAHILLAN
Kristlcifur Þorsteinsson: Úr byggðum Borgarfjarðar III.
Reykjavík 1961. Isafoldarprentsmiðja h f.
Hér birtist þriðja og síðasta bindið af þáttum hins mikilvirka
fræðimanns, Kristleifs á Stóra-Kroppi, og hefur Þórður sonur
hans búið það til prentunar. Fjalla þættir þessir um þjóðhætti og
menningu í efri byggðum Borgarfjarðar á síðustu tugum 19. ald-
ar, en þó mest um fólkið sjálft, sem bar þessa menningu uppi.
Frásögn Kristleifs er þróttmikil, stundum dálítið stirðleg, en ein-
kennd af hófsemi og góðvild. Hann dáir þann tíma, sem hann
lýsir, án þess þó að draga fjöður yfir það, sém honum þykir miður
fara, og hann dregur upp myndir af fólkinu svo skýrar, að svip-
mót þess og skaphöfn geymist. Náumast er unnt að taka einn þátt
fram yfir annan, en ljóst er þó, að Kristleifi lætur bezt að lýsa
þeim atburðum, sem í var nokkur karlmennskuraun, og þeirn
mönnum, sem ekki bundu bagga sína sömu hnútum og aðrir.
Með ritstörfum sínum hefur Kristleifur unnið héraði sínu ómet-
anlegt gagn og um leið skráð þátt úr menningarsögu og mann-
fræði þjóðarinnar, sem oft mun verða til vitnað og margir munu
sækja efnivið í. Og mjög mega önnur héruð öfunda Borgfirðinga
af því, að hafa átt þann mann, sem vildi, kunni og gat borgið svo
héraðssögu þeirra. Einn ljóður er þó á útgáfu þessarar bókar, og
það er, að ekki skuli fylgja nafnaskrá, sem væri lykill að öllum
þeim mikla fróðleik um menn og menntir, sem þarna er saman
kominn.
Sigfús Blöndal: Endurminningar. Reykjavík 1960.
Hlaðbúð.
Þær erti býsna margar íslenzku minningabækurnar og ævisög-
urnar, sem komið hafa á prent síðustu árin. Vitanlega eru þær
misjafnað að gæðum, þótt flestar hafi til síns ágætis nokkuð. En
illa er ég svikinn, ef minningabók Sigfúsar Blöndals verður ekki i
framtíðinni talin ein hinna sígildu íslenzku minningabóka, og ber
margt til þess. Fyrst má þó telja, að höfundurinn var óvenjulega
hugþekkur maður, gáfaður, fjöllærður, víðsýnn og umfram allt
góðviljaður öllum og öllu. Og má sjá alls þessa minjar í bókinni.
Hér segir hann frá æskuárum sínum allt til þess, er hann 18 ára
að aldri siglir til Kaupmannahafnar að loknu stúdentsprófi. Af
óvenjulegri hreinskilni lýsir hann bernskuárum sínum við fátækt
og basl. Er þar að finna merka menningarsögulega heimild, bæði
norðan úr Húnaþingi og úr Reykjavík. Enn merkilegri heimild er
þó frásögnin af skólalífinu í Reykjavík í kringum 1890 og lýsingar
þeirra ágætu manna, rektoranna Jóns Þorkelssonar og Björns M.
Ólsens. Er vafasamt, hvort þeim hafa nokkurs staðar verið gerð
svo góð skil. Og ekki má gleyma lýsingunni á heimilinu í Stafholts-
ey. Getið er hér fjöldamargra þjóðkunnra manna, og lesandinn sér
þá fyrir sér, eins og þeir voru í daglegu lífi, því að höfundur hefur
enga tilhneigingu til að gera glansmyndir, en allar hans lýsingar
eru einkenndar af skilningi og góðleika, Þótt hann dragi ekki
fjöður yfir bresti manna. Lesandinn finnur ósjálfrátt, að höfund-
urinn segir aldrei annað en það, sem hann veit réttast og sannast.
Hann er hvergi að sýnast. Og fyrir þessa sök hafa minningar dr.
Sigfúsar Blöndals óvenjumikið sögulcgt gildi. Sigfús Blöndal dvald-
ist í Höfn alla ævi frá stúdentsárum sínum. Enginn maður þekkti
betur sögu íslenzku nýlendunnar þar um hálfrar aldar skeið. Það
er lítt bætanlegt tjón, að honum skyldi ekki endast aldur til að
segja þá sögu, svo vel sem hann segir æskusögu sína. Ekki verður
því neitað, að málblær bókarinnar ber nokkur merki hinnar löngu
dvalar höfundar erlendis. Lárus H. Blöndal bókavörður hefur séð
um útgáfuna. Allur frágangur bókarinnar er snyrtilegur, eins og
Hlaðbúðarbækur ætíð eru.
Theodóra Thoroddsen: Ritsafn, Reykjavík 1960.
Menningarsjóður.
Við, sem vorum á unglingsaldri, þegar þulurnar hennar Theo-
dóru voru að birtast í Iðunni og Skírni, munum hvílíka hrifningu
þær vöktu. Þar var saman fléttað dulúð þjóðsagnanna og reynsia
lifandi kynslóðar. Brotasilfur þjóðvísna og viðlaga var skírt að
nýju með óvenjulegu listahandbragði. Þulurnar voru lesnar og
lærðar samstundis og geymdar meðal kjörgripanna í íslenzkum
kveðskap. Og ekki varð hrifningin minni, er þær voru sérprent-
aðar með listateikningum Guðmundar Thorsteinssonar. Síðar
komu svo smásögur frú Theodóru og ýmsar greinar á mörkum
þjóðfræði og skáldskapar í blöðum og tímaritum. Með öllum þess-
um ritverkum, þótt ekki væru þau mikil fyrirferðar, eignaðist frú
Theodóra í hugum lesenda sæti meðal vinsælustu höfunda þjóð-
arinnar. Og ekki spillti til, að um hana voru sagðar sögur, hvílík
stoð og stytta hún hefði verið manni sínum í þjóðmálabaráttti
hans, En þeim, sem voru svo heppnir að kynnast henni, fannst þó
miklu mest til um persónuna sjálfa. Hún varð þeim enn minns-
stæðari en öll ritin. Menningarsjóður hefur nú unnið það þarfa-
verk að gefa út í myndarlegu bindi öll ritverk frú Theodóru. Þar
er að vísu margt smátt tínt til, en þó er ekki að efa, að hér er
ein af sígildu bókunum í íslenzkum bókmenntum, fyrir því sjá
þulurnar og smásögurnar. Má þó ekki gleyma því, að margar eru
greinarnar merkilegt tillag til íslenzkrar menningarsögu. Sigurður
Nordal prófessor hefur annazt útgáfuna. Skrifar hann langa inn-
gangsritgerð um höfundinn með þeim ágætum, að vafasamt er,
hvort honum hefur tekizt betur í annan tíma. Er eigi síður fengur
í þessari ritgerð Nordals en ritverkunum sjálfum.
Jónas Þorbergsson: Sigurður Sigurðsson frá Drafla-
stöðum. Ævisaga. Reykjavík 1960. Menningarsjóður.
Það er ekki vonum fyrr, að rituð er og út gefin saga Sigurðar
búnaðarmálastjóra. Um nær fjóra tugi ára var hann forystumaður
í íslenzkum ræktunarmálum. Og ekki er á nokkurs hlut gengið,
þótt sagt sé, að hann væri allt í senn um aðra menn fram, sjáand-
inn, fræðandinn og framkvæmdamaðurinn í öllu því, sem bezt
var gert í ræktunarmálum landsins á fyrra helmingi þessarar
aldar, og mun lengi búa að þeirri gerð.
Jónas Þorbergsson hefur tekið sér fyrir hendur að segja ævisögu
Sigurðar. Hefur honum vel tekizt að sýna eldmóð Sigurðar og
framsýni í búnaðarmálum og hver afrek hann fékk þar unnið, og
hvaða spor hann markaði í atvinnusögu þjóðarinnar. Er vafasamt
hvort því efni verða gerð betri skil, og styðst höfundur hvarvetna
við frumheimildir. Eins er saga Sigurðar rakin af raunsæi og ná-
kvæmni frá vöggu til grafar. Hins vegar þykir mér persónulýsingin
sjálf naumast jafngóð, og mun þar til koma, að höfundur var ekki
kunnugur Sigurði. Miklu rúmi er varið til að rekja hið svonefnda
áburðarmál, og er hlutur Sigurðar þar að fullu réttur, og er það
vel farið, enda þótt bændur landsins sakfelldu Sigurð aldrei í því
32 Heima er bezt