Heima er bezt - 01.01.1961, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.01.1961, Blaðsíða 12
Skýring myndar: 1 er kimplanta af heslivið, 2 spirunin hefst, 3 kimblöðin séð utan frá, forðinn i þeim er að byrja að eyð- ast. 4 kímblað séð innan frá. S stilkur kimblaðanna, V flip- arnir við blaðgrunninn (Hagerup). kemst í meiri gnótt af hnetum en hann fær torgað í einu, grefur hann afganginn í jörð. Stundum felur hann forða sinn í gömlum fuglahreiðrum. En margt getur valdið því, að hann vitjar hans aldrei aftur. Stundum heinlínis týnir hann forðabúri sínu, eða þá hann verður einhverjum óvin sínum að bráð áður en hann vitjar forða síns. Þegar vorar, snjóa leysir og jörðin grær, kemur bezt í Ijós, hversu mikilvæg dýrdreifingin er plöntunum. Hvarvetna gægjast kímplöntur upp úr moldinni, þar sem dýrin hafa glatað fræjum á flutning- um sínum haustið áður. Má oft sjá þessa merki í görð- um, t. d. sjáum vér víða kímplöntur af reynivið og ribsi, þar sein skógarþrestirnir hafa verið að verki. Fræskurnin, sem oftast er hörð, er kíminu traust hlíf, meðan það er verndar þurfi. En hinu má ekki gleyma, að þegar hvíldarskeiði kímsins lýkur, og spírunin hefst, er skurnin til tálmunar því, að kímplantan komist úr reifum sínum. En náttúran á furðu margar leiðir, til að losa fangann úr búrinu. Elin harða skurn léttir annars vegar undir það, að dýrin dreifi fræjunum, en hins vegar skapar hún kím- inu erfiði, við að Josna úr fangelsi sínu. En athugun leiðir í ljós, að kímið er gætt hæfileikum, bæði til að brjótast úr skurninu og að afla sér vatns og fæðu, og teygja fyrstu blöð sín móti ljósinu, vaxa og dafna. En til alls þessa þarf það á orku að halda, en hana fær það úr forðanæringu þeirri, sem fræið geymir. Hér skal í megindráttum lýst sprettu fræs, og er heslihnetan valin sem dæmi. En heslihnetur fáum vér venjulega keyptar í búðum a. m. k. um jólaleytið, svo að þær ættu að vera kunnar þorra lesenda. Það er al- kunnugt þeim, sem tína heslihnetur á haustdegi, að oft reynist erfitt að geyma þær óskemmdar, þótt ekki sé nema til jóla. Annað hvort þorna þær eða þeim hættir til að mygla. Öðruvísi er því farið í náttúrunni. í rakri moldinni helzt hnotskurnin tiltölulega mjúk allan vetur- inn, og geymir hún hið lifandi fræ, svo að jafnskjótt og vorsólin vermir jarðveginn, kemur græn spíra í ljós. Ef vér viljum fylgjast með spíruninni er það léttast, ef vér látum hnetuna spíra í skál með röku sagi eða sandi. Hið fyrsta, sem vér sjáum er, að skurnin opnast í mjórri enda hnetunnar, og hún fer að gliðna sundur. Það er tiltölulega létt að kljúfa hnotskurnina með því að stinga hnífsoddi í mjórri enda hennar, en þar er skurnin ætíð mýkst. Annars er það rninna átak fyrir kímið að sprengja skurnina en ætla mætti í fljótu bragði. I fyrsta lagi hefur skurnin mýkzt við að liggja í moldinni, og jafnvel er farið að styttast í henni vegna fúa. Þá er það staðreynd, að skurnin lætur miklu fyrr undan þrýstingi innan frá en að utan. Jafnskjótt og fyrsta glufan er opnuð, taka kímblöðin í fræinu, sem full eru forðanæringar, að drekka í sig vatn, við það þrútna þau og þrýsta þá meira á skurn- helftirnar, svo að mjó rifa opnast við rnjórri enda hnet- unnar. Þegar svo er komið eiga bæði vatn og loft greið- an aðgang að kíminu, en það er því nauðsynlegt, svo að það geti tekið til starfa. Hin unga planta getur nú far- ið að hagnýta sér forðanæringuna, sem geymd var í blöðum hennar. Kímrótin tekur fyrst til að vaxa og gægist út um sprunguna á hnotskurninni. Hún vex ótrú- lega hratt og er kafloðin af rótarhárum, sem samstundis taka að sjúga vatn og næringu úr moldinni umhverfis hnetuna. I tilrauninni, sem vér gerum, fær hún einungis vatn úr saginu. Enn er kímstöngullinn sjálfur luktur í fangi skurn- arinnar. Næsti þáttur í lífi kímplöntunnar er að leysa hann úr þeim læðingi, en til þess svo megi verða, þarf að spyrna skurnhelmingunum sundur. En fyrir því hef- ur náttúran einnig séð, og búið plöntuna með sérstöku tæki til þess. Við grunn kímblaðanna eru tveir ofurlitl- ir flipar merktir V á myndinni. Lögun þeirra minnir á tengur, en í raun réttri vaxa flipar þessir út á við og orka eins og fleygar, þeir vaxa með því afli, að skurnin gliðnar sundur undan átaki þeirra, og nú á kímstöngull- inn greiðan gang út í ljósið og loftið. Kímblöðin sjálf, sem geyma forða fræsins, verða kyrr inni í skurninni, en stilkar þeirra lengjast og hjálpa til að ýta kímknappnum og stönglinum út. úr henni. Ekki líður nú á löngu, þangað til fyrstu grænu blöðin breiða úr sér móti Ijósinu, aflgjafa lífsins. Hlutverki skurnar- innar er þó ekki lokið. Enn er nokkur forði geymdur í kímblöðunum, og þess vegna verður skurnin að vernda þau, unz síðasta ögnin er tæmd úr þeim til vaxtar hinni ungu plöntu. Framhald á bls. 18. 8 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.