Heima er bezt - 01.01.1961, Blaðsíða 31

Heima er bezt - 01.01.1961, Blaðsíða 31
inn koma út á hlaðið, og eftir nokkur andartök hvílir týndi sonurinn í faðmi hans. Síðan leiða gömlu hjónin bæði son sinn inn í bæinn, og hurðin lokast að baki þeirra. Sonurinn týndi er kom- inn heim. Hljóð bæn og lofgjörð stígur til himins frá hjörtum ungu prestshjónanna, og heit fullkomnuð sigurgleði streymir um sálir þeirra. Dæmisaga Meistarans mikla urn týnda soninn er að gerast enn í dag. Séra Astmar ræsir bifreiðina, og prestshjónin aka aft- ur til borgarinnar. VII. Ávöxtur kærleikans. Mild haustfegurð hvílir yfir hljóðri jörð. Lauf trjánna hafa skipt litum og falla sölnuð til jarðar. Söng- ur er hljóðnaður í runni. Farfuglar hafa kvatt og flog- ið til framandi landa. Sólin lækkar stöðugt göngu á himinbraut sinni, og skín ekki eins hlýtt og áður. En þó á haustið sinn unað og fögru fyrirlicit. Og aldrei eru mennirnir auðugri af ávöxtum úr skauti jarðar en einmitt á haustin. Fölir síðdegisgeislar falla inn um dagstofugluggana á heimiii prestshjónanna. Frú Eygló situr ein í dagstof- unni með handavinnu og bíður eftir manni sínum, sem fór að heiman snemma dags í embættiserindum út í borgina. A björtum svip frú Eyglóar ljómar heit gleði og eftirvænting. Hún hlakkar ákaft til þess að hitta mann sinn, þegar hann kemur heim. Að þessu sinni hef- ur hún bæði miklar og góðar fréttir að færa honum, og hún bíður hans með óvenjulegri óþreyju. Loks heyrist séra Ástmar stöðva bifreið sína heima við hús sitt. Hann hlakkar heitt til þess að koma á fund konu sinnar, því nú hefur hann mjög góðar fréttir að færa henni. Séra Ástmar hraðar sér inn í húsið og finnur konu sína í dagstofunni. Hann heilsar henni með hlýjum kossi og sezt niður við hlið hennar. Þau horfast fyrst í augu í hljóðri ástúð og brosa. En bæði búa þau yfir ríkri gleði, sem þau þurfa að veita hvort öðru hlutdeild í. Frú Eygló er fyrri til að rjúfa þögnina og segir inni- legri röddu: — Nú hef ég miklar og góðar fréttir að færa þér, vinur minn. Mér finnst sem þessi mildi haustdagur hafi orðið nokkurs konar uppskeruhátíð hjá okkur. — Jæja, Eygló mín, og uppskeran mikil og góð? — Já, vissulega, ég er mjög glöð yfir henni. Hingað kom gestur í morgun, þegar þú varst nýfarinn að heim- an, og hann bað mig að bera þér innilegustu kveðju sína. — Hver var það? — Hann Grímur vinur okkar, og jólagesturinn minn frá síðustu jólum. — Guð blessi hann. Hvaða fréttir sagði hann af sjálf- um sér. Hvernig líður honum nú? — Honum líður vel, og hefur líklega aldrei liðið bet- ur á ævinni en einmitt nú. Hann sagði mér í stórum dráttum frá því, sem gerzt hefur í lífi hans, síðan við kvöddum hann á skipsfjöl í janúar síðastliðnum, og nú skal ég skýra þér frá því, vinur minn: — Hann hefur unnið á sjónum, síðan hann fór héð- an, og skip hans verið mjög fengsælt. En þrátt fyrir störf sín á hafinu og langdvalir þar hefur hann á þessu umrædda tímabili kynnzt miðaldra sjómannsekkju, góðri konu, sem á vistlega íbúð hér í borginni, og þau hafa nú heitið hvort öðru því að fylgjast að til ævi- loka. — Eg hef algerlega sigrazt á áfengisnautninni, sagði Grímur enn fremur. En þann stóra sigur á ég ykkur hjónunum að þakka. Og nú hef ég eignazt góð- an lífsförunaut og vistlegt heimili, þegar ég kem að landi. Störfin á hafinu færa mér gleði og auðsæld, og þeim hef ég alltaf kunnað bezt. Eg veit og finn, að Guð er með mér í verki, og þess vegna er ég nú hamingju- samur maður. — Þannig var yfirlýsing Gríms vinar okkar, og hún færði mér mikla og sanna gleði. — Já, vina mín, og sú gleði er vissulega sameiginleg ‘hjá okkur báðum. Guði séu þakkir fyrir þessa upp- skeru af hjálparviðleitni okkar. Frú Eygló brosir ástúðlega til manns síns, og ný gleði færist yfir svip hennar. Síðan segir hún fagnandi röddu: — Ég hef nú fleiri fréttir að færa þér, vinur minn, heldur en þær, sem þegar eru sagðar. — Jæja, ástin mín. Og kannske álíka góðar og frétt- irnar af Grími? — Já, þær eru ekki ósvipaðar. Þegar Grímur var ný- farinn í dag, kom póstur hingað, og þar með bréf til mín, já, reyndar voru þau tvö, en bæði í sama umslag- inu. Annað var frá Fjólu okkar, en hitt frá húsmóður hennar. — Og hvað sögðu þær þér í fréttum? — Þú skalt lesa bréfin, þau liggja inni á náttborðinu mínu, ég skal sækja þau. — Frú Eygló ætlar þegar að rísa á fætur, en maður hennar tekur utan um hana og segir blíðlega: — Sittu kyrr hjá mér, Eygló, og segðu mér sjálf fréttirnar úr bréfunum, ég nýt þeirra svo vel af þínum vörum, bréfin les ég einhverntíma seinna. — Jæja, vinur minn, eins og þú vilt. Ég segi þér þá fyrst úr bréfi Fjólu. Það er fullt af þakklæti og bless- unaróskum til okkar. Hún telur sig eiga okkur að þakka þá lífshamingju, sem henni hefur nú fallið í skaut. Hún segir að sveitin sé dásamlegur verustaður, störfin þar skemmtileg, og allir hafi verið sér góðir, sem hún hafi kynzt, síðan hún kom þangað. — Ég ætla að vera alla mína ævi í sveit, segir Fjóla að lokum, — því þar er guðdómlegt að lifa. — En húsmóðir Fjólu þakkar okkur hjónunum í sínu bréfi fyrir að hafa ráðið til sín svo ágæta stúlku, og hún trúir okkur enn fremur fyrir leyndarmáli í sínu bréfi, sem Fjóla sjálf hefur ekki lcomið sér til að nefna að svo stöddu. Hún segir að yngsti bróðir sinn, er stundað hafi búfræðinám tvö undanfarin ár og lokið Heima er bezt 23

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.