Heima er bezt - 01.01.1961, Blaðsíða 20
|)á til að byggja brúna fyrir 66 þúsund krónur. Voru
brúarlögin þá samþykkt og tilboði Tryggva tekið.
En þegar Tryggvi hóf brúarsmíðina, sá hann að
brúin yrði að vera 3 álnum lengri en áætlað var. Við
það varð brúin allmiklu dýrari, en meira fé var hvergi
að fá, en þá lagði Tryggvi fram það sem á vantaði úr
sínum vasa, til þess að brúin kæmist á. Ymisleg óhöpp
hentu við brúarsmíðina, en Trvggvi lét það lítt á sig
fá og lauk brúarsmíðinni á tilteknum tíma.
Brúin var vígð í ágústmánuði 1891 að viðstöddu fjöl-
menni. Var fólkið talið, er skrúðgangan fór yfir brúna
og töldust vígslugestir 1760. Töldu kunnugir að vígslu-
gestir myndu hafa orðið um 3000, ef veður hefði verið
gott, en á vígsludaginn var sallaringing. Olfusárbrúin
var mikið mannvirki og var bvggingu hennar mjög
fagnað á Suðurlandsundirlendi og raunar af allri þjóð-
inni. Brúin reyndist traust og stóð af sér jarðskjálfta
og allan þungaflutning, sem jókst gífurlega, er stórir
og þungir vörubílar fóru yfir brúna hlaðnir vörurn.
Nokkuð var þó brúin farin að gefa sig síðustu árin, en
féll svo að lokum niður í straumþungt fljótið að nætur-
lagi sumarið 1944 undan tveimur vörubílum, sem ekið
var yfir brúna. Fór annar niður í ána ásamt bílstjóran-
um, en svo hamingjusamlega tókst til að lítt syndur
bílstjórinn bjargaðist úr ánni, og varð lítið meint af
volkinu.
Gamla brúin á Ölfusá var hevgibrú, sem svo er kall-
að. Héldu sterkir stálvírsstrengir brúnni uppi.
Alikið var rætt um það sumarið sem brúin var vígð,
að setja þyrfti vörð við brúna, sem umsjón hefði með
umferðinni, og jafnvel var talað um að seja á brúar-
toll, t. d. 10 aura fyrir hvern hest, sem yfir brúna fór.
Þá tillögu studdi Tryggvi Gunnarsson.
Þegar brúin var gerð, var reiknað út burðarþol henn-
ar. Var reiknað út, að hún gæti borið 1000 manns, ef
þeir dreifðu sér jafnt á brúna. Titringur eða skjálfti
var talinn fara verst með brúna og því var lagt bann
við að skeiðríða hana eða reka hratt lausa hesta, og þó
sáust „bæði drukknir menn og ódrukknir flengríða
brúna sjálfan vígsludaginn,“ segir í vikublaðinu Isafold,
sem út kom í vikunni eftir vígsludaginn.
Eins og meðfylgjandi mynd sýnir slitnaði ekki nema
annar aðaluppihaldsstrengur brúarinnar og féll brúin
því ekki alveg niður. Það tókst því að lyfta henni upp
aftur og gera hana bílfæra, en varlega varð að fara
með þunga bíla. Var síðan strax tekið til við smíði
nýrrar brúar.
Nýja brúin á Ölfusá, sem lokið var við að byggja ár-
ið 1945, er mikið og stórbrotið mannvirki. Mun sú
brú standa í marga áratugi og ef til vill aldir, en þó
tel ég að bygging hinnar fyrri Ölfusárbrúar hafi verið
meira þrekvirki við þær aðstæður, er þá voru.
í minningargrein eftir K. J. um Tryggva Gunnarsson
segir svo:
„Þegar Tryggvi Gunnarsson var drengur í Laufási,
heyrði hann aldrei um það talað, að Ijótt væri að skjóta
fugla sér til matar, eða annars gagns. Hann eignaðist
byssu og fór stundum á fuglaveiðar. Eitt sinn var hann
á fuglaveiðum að haustlagi, þá er farfuglar voru að
hópa sig til suðurferðar. Vildi þá svo hörmulega til,
að eitt skot hans lenti í lóu og vængbraut hana, en hana
sakaði ekki að öðru leyti. Hún varð af þessu ófær
hlaupa um móinn, en þá dró hún á eftir sér annan væng-
inn. Tryggvi náði henni brátt og lagði hana í lófa sinn,
en þá fann hann, hve litla hjartað barðist og sá, hversu
mikið vonleysi var í augnaráðinu, er hún mændi á eftir
systrum sínum og kvakaði til þeirra. Nú voru þær á
leiðinni til sóllandanna, björtu og hlýju, en henni var
fyrirmunað að komast þangað, og það var honum að
kenna. Fannst Tryggva svo mikið til um þetta, að hann
viknaði við og hét því með sjálfum sér, að bæta fyrir
brot sitt með því að skjóta aldrei fugla framar. Það
heit efndi hann. En hann gerði meira, því að upp frá
þessu talaði hann máli dýranna til þeirra manna, sem af
hugsunarleysi og skilningsleysi fóru illa með þau á ein-
hvern hátt.“
Lokaorð Tryggva Gunnarssonar í endurminningum
sínum eru Svohljóðandi:
„Af því sem ég hef aðhafzt um dagana er tvennt,
sem mér þykir vænzt um. Annað eru afskipti mín af
högum Jóns Sigurðssonar forseta (en frá því segir í
endurminningunum), en hitt er það, sem ég hef skrifað
og unnið fyrir dýrin.“
Ef íslenzka þjóðin á eftir að eignast marga forystu-
menn á borð við Tryggva Gunnarsson, þarf enginn að
kvíða framtíð þjóðarinnar.
Stefán Jónsson.
Sesar Jóns Ásgeirssonar , . .
Framhald, af bls. 12.
hann ramma brjóstveiki, leit ekki glaðan dag og tók að
leggja af og hrörna.
Þegar svo var komið, þá gat Jón ekki horft á þennan
trygga ástvin sinn tærast upp fyrir augum sér, svo hann
afréð að flýta fyrir dauða hans. En nú í fyrsta skipti á
ævinni bilaði kjarkur hans að veita skepnu banaskotið.
Góðhesta sína skaut Jón ætíð sjálfur, en gat ekki til
þess hugsað að verða banamaður Sesars. Hann fékk því
góðan vin sinn, sem hann treysti vel og var þaulæfð
skytta, til þess að skjóta Sesar. En skotið mistókst, en
særði hundinn talsvert. Þannig til reika hentist Sesar
inn í stofu til Jóns.
Löngu síðar, þegar Jón sagði mér frá ævilokum Ses-
ars, þá komst hann svo að orði: „Þegar Sesar kom æð-
andi inn í stofuna til mín með blóðbogan úr hálsinum
og leit framan í mig, þá brá mér svo, að mér hefur
jafnvel aldrei brugðið eins við nokkurt tækifæri á ævi
minni. En ég var þá ekki lengi að átta mig og þrífa
riffilinn min ofan af stofuþilinu, hlaða hann og senda
vini mínum banaskotið.“
Jóni varð mikið um þetta fyrirbæri. Einn merkur vin-
ur hans, sem þá var heimilismaður á Þingeyrum, sagði
mér, að hann hefði lengi verið að ná gleði sinni eftir
þetta sorglega atvik.
16 Heima er bezt