Heima er bezt - 01.01.1961, Blaðsíða 19

Heima er bezt - 01.01.1961, Blaðsíða 19
Nfja brúin á Ölfusá, sem lokið var við að byggja árið 1945. verndar. Hann var einlægur dýravinur og barðist harðri baráttu fyrir rétti málleysingjanna. Var sú barátta löng og ströng, því að margir sýndu þessu göfuga málefni beina andúð eða þrálátt skilningsleysi. Þótti þeim kenn- ing Tryggva um rétt dýranna óþörf og blönduð barna- legri viðkvæmni, er í hlut áttu skynlausar skepnur. En Tryggvi lét ekki sinn hlut. Hann stofnaði til útgáfu „Dýravinarsins“, sem Þjóðvinafélagið kostaði. Kom hann út annað hvort ár og flutti dýrasögur og greinar um dýraverndun. Alls komu út 16 hefti. Tryggvi var ritstjóri Dýravinarins alla tíð og ritaði nokkuð í hann. í ævilokin var Tryggvi tvímælalaust sigurvegari í þessum málum, og mun hans minnzt, sem frumherja í málefnum dýranna á meðan hjarðir renna um haga og gæðingur ber höfuð hátt á mjúku tölti. Nokkrum árum eftir að Tryggvi tók við forystu Gránufélagsins, var hann eitt sinn staddur á Seyðisfirði og sat þar að morgunverði með stórbændum af Fljóts- dalshéraði. Barst þeim þá til eyrna sú fregn, að kona hefði drukknað í lítilli á þar í nágrenninu. Var mikið rætt um það, hve hörmulegt slys þetta væri. Þá segir Tryggvi: „Miklir amlóðar getið þið verið, að vera ekki búnir að brúa lækjarsprænu þessa. Ekki þarf annað en leggja 12 álna tré milli klappanna, sem þar eru.“ Bænd- ur sögðu að hann gæti talað digurmannlega, því að hann hefði nóga peninga. En þá svarar Tryggvi: „Ég veit, að áður en þið farið úr kaupstaðnum, verðið þið búnir að drekka brennivín fyrir meira fé, en brúin myndi kosta, svo að féleysi þarf ekki við að bera. En svo ekki standi á mér, þá skal ég leggja til efnið í brúna, ef þið leggið til flutninginn á efninu.“ Bændur setti hljóða og féll svo talið niður. En Tryggvi efndi orð sín. Veturinn eftir sendi hann 'heim frá Danmörku tilhöggna brú og það á miklu stærri á, sem mildu meiri nauðsyn var að brúa þá þegar. Var það Eyvindará á Héraði. En um vorið, þegar Tryggvi kom heim, lá brúarefnið óflutt á Seyðisfirði og átti Tryggvi í miklu stríði með að fá efnið flutt, og var loks svo komið að Tryggvi hótaði að taka gjöf sína aftur, en þá var loks drifið í því að flytja efnið og byggja brúna. Mesta þrekvirki Tryggva Gunnarssonar var bygg- ing brúarinnar yfir Olfusá. Aiþingi hafði samþykkt fjárveitingu til brúarinnar, en einn þriðja af kostnaði við brúargerðina áttu héraðsmenn í Arnes- og Rangár- vallasýslu að leggja fram. Verkið var boðið út, sem svo er kallað, á Norðurlöndum, en enginn vildi taka að sér að gera brúna fyrir þáð fé sem áætlað var, en upphæöin alls var um 60 þúsund krónur. Islandsráðherra, sem þá sat í Kaupmannahöfn og var danskur maður, þorði því ekki að staðfesta brúarlögin, og svo leit út sem verkið myndi stranda. Tryggvi var staddur í Reykjavík er hann frétti, hvernig málin stóðu. Hann brá sér þá austur að Ölfusá og leit á brúarstæðið og hélt svo fund með bændum eystra um brúarmálið, sem svo var nefnt. Hann bauðst Heima er bezt 15

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.