Heima er bezt - 01.01.1961, Blaðsíða 41

Heima er bezt - 01.01.1961, Blaðsíða 41
máli. En annars er það mál gott dæmi þess, hvernig eiginhags- munastefna og persónuleg óvild geta níðzt á saklausum rnanni. Bókin er vel skrifuð og skemmtileg aflestrar. Hún er prýdd mörg- um myndurn og frágangur góður. Eitt er þó vítavert, og það er, að bókin er registurlaus. En annars er hér merkilcg bók um gagn- merkan mann, og slíkar bækur eru þjóðinni þarflegar. Elinborg Lárusdóttir: Sól í hádegisstað. Akureyri 1900. Bókaútgáfan Norðri h.f. Það er nú rúmur áratugur síðan Elinborg Lárusdóttir hefur sent frá scr langa skáldsögu. Hefur hún á þeim árum fengizt við ævisagnaritun og smásagnagerð. Þcss vegna er það nokkur við- burður, er nú kemur á prent löng skáldsaga, sem þó er einungis upphaf á stærra verki; enn meiri viðburður er þó hitt, að hér er um svo góða sögu að ræða, að hiklaust má telja hana beztu sögu höfundar, án þess þó að lítið sc gert úr eldri sögum hennar, sem margar eru hinar prýðilegustu. Sögusviðið er Skagafjörður um miðja 18. öld, og þótt nöfnum sé breytt, má þar þó kenna Skúla Magnússon og Eirík í Djúpadal, sem kallaður var Mera-Eiríkur, og er sagt frá skiptum þeirra á skemmtilegan hátt, því að báðir voru stórbrotnir og létu ógjarnan sinn hlut. Annars virðist sagan eiga að verða ættarsaga Djúpadalsfólksins, sem allt er stórbrotið fólk og fer sínar eigin leiðir. Persónur sögunnar eru vel gerðar, og einkum takast kvenlýsingarnar vel. Einna sízt virðist mér lýsing Skúla fógeta. Atburðarásin er hröð og sagan heilsteypt, þó að gerð sé að nokkru úr brotasilfri minninga og arfsagna. Hún er skemmti- leg aflestrar, og munu margir bíða fratnhaldsins með eftirvænt- ingu. Joan Grant: Vængjaður Faraó. Reykjavík 1960. Leiftur h.f. Saga þessi gerist í Egyptalandi hinu forna. Söguhetjan er kven- faraó, sem hlotið hefur hinar æðstu vígslur í launhelgum Egypta, Þarna er lýst lífinu við hirð Faraóanna, trúarbrögðum, helgisiðum, launhelgum og vígsluathöfnum þeirra. Einnig er skyggnzt um í fornri menningu Kríteyinga. Svo má segja, að öll frásögn bókar- innar sé eins og ævintýri, óendanlega fjarri veruleika okkar, en fullt af fegurð og dulspeki. Þegar bókin kom fyrst út í Bretlandi, vakti hún feikna athygli, og mun hún vafalaust eignast sína að- dáendur hér, einkum meðal hinna þroskaðri lesenda. Furðuleg- astur er þó uppruni hennar, þvx að allt efnið bar fyrir höfundinn í sýnum, eða hún beinlínis lifði atburðina. Kváðu lýsingar hennar hafa vakið furðu Egyptalandsfræðinga, því að sjálf er höfundur allsendis ófróð um þá hluti af öðru en dularreynslu sinni. En hvað sem því líður, er þetta forvitnileg bók. Steinunn S. Briem hefur þýtt bókina og leyst þar mikið vandaverk af hendi. St. Std. BREFASKIPTI Guðrún S. Sigurjónsdóttir, Köldukinn, Holtum, Rangárv'., óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 15 -17 ára. Lilja Ölvisdóttir, Þjórsártúni, Ásahreppi, Rang., óskar eft- ir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 15—17 ára. Valgcrður Valdimarsdóttir, Hreiðri, Holtum, Rang., óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 15—17 ára. Auður Ingólfsdóttir, Eskifirði, óskar eftir bréfaskiptum við drengi eða stúlkur á aldrinum 13—15 ára. Ingunn Ólafsdóttir, Kálfafelli, Suðursveit, A.-Skaft., óskar eftir bréfaskiptum við stúlku á aldrinum 12—13 ára. Æskilegt að mynd fylgi. Kamilla Axelsdóttir, Gjögri, Árneshreppi, Strandasýslu, óskar að komast í bréfasamband við pilt eða stúlku 17—20 ára. Daði Níelsson fróði og fermingin á Hólum í Hjaltadal Pað mun hafa verið rétt eftir 1850 að Daði fróði kom að Garði í Hegranesi í vikunni fyrir hvíta- sunnu. Tíð var mjög góð þetta vor og Héraðs- vötnin fyrir löngu íslaus. Þurfti Daði því að fá ferju í Garði yfir austurósinn, en hann var á leið heim að Hólum. Honum var boðið að vera þar og hvíla sig til morg- uns, því komið var nær miðjum aftni og langur vegur til Hóla fyrir gangandi manninn. I Garði var þá Magnús Árnason, síðar bóndi í Utan- verðunesi, faðir Jóns Osmanns, þar sem hann bjó allan sinn langa búskap. Magnús var alinn upp í Garði og þá á bezta reki, nokkrum árum áður en hann gifti sig. Eftir að Daði hafði matazt og hvílt sig um stund bauð hann fólkinu að syngja fyrir það Passíusálma nokkra. Var það vel þegið, því allir vissu að Daði var afburða söngmaður. Hann byrjaði á fyrsta sálmi og söng hvern sálminn af öðrum og alltaf með sínu lagi. Hann lá aftur á bak í rúmi og söng þannig liggjandi. Allt fólkið hlustaði og vildi enginn af missa þegar farið var í fjósið að mjólka, var hann beðinn að hætta á meðan. Eftir fjóstíma og kvöldverð byrjaði hann aftur og alla söng hann þá til enda og auðvitað án bókar. Það sagði Magnús mér, að þetta hefði verið dásamleg kvöldstund á heimilinu í Garði. Morguninn eftir ferjaði Magnús Daða fróða yfir austurósinn. Líklega hefur það borizt í tal að Daði mundi syngja við messu á Hólum á hvítasunnudag, því þá átti að ferma. Sá siður var hér í Skagafirði, að fólk reið heim að Hólum í hópum til að hlýða þar messu um sumartím- ann. Voru þessar ferðir ein af aðal skemmtiferðum Skagfirðinga, svo sterk ítök áttu Hólar í hugum þeirra. Á hvítasunnudag reið Magnús í Garði heim að Hól- um og margt fleira fólk, því reiðfæri var orðið heldur gott. Séra Benedikt Vigfússon messaði og fermdi. Hann lét Daða Níelsson fróða syngja aleinan við messugerð- ina. Séra Benedikt hélt því fram, að fögur rödd nyti sín bezt ein í Hóladómkirkju vegna bergmálsins. Daði stóð í kórdyrum og sté fram á fótinn um leið og hann söng. Það sagði Magnús að aldrei hefði hann verið við eins hrífandi guðsþjónustu eins og í þetta sinn í Hóla- kirkju. Allt það sem hér hefur verið ritað sagði Magnús í Nesi mér er ég var hjá honum einn sunnudag við ósinn og ferjaði með honum og gutlaði eitíhvað við veiði mér sjálfum til ánægju. Þá var ég á tólfta ári. Ólafur Sigurðsson, Hellulandi. Heirna er bezt 33

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.