Heima er bezt - 01.01.1961, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.01.1961, Blaðsíða 18
 ", V f ' ' ■ •: ■■■ : ' - ' :: ■ ■■■:■ ■ ■ ■■■í'ly::; ■:■■ ■:, Gamla brúin á Féll niður sumarið 1944 þreytulegum, gömlum manni í kempulegan, fyrirmann- legan öldung. Mynd hans er mér ógleymanleg, þar sem hann rétti úr sér út við gluggann, og enn gáfulegri og göfugmannlegri, en myndir, sem ég hafði áður af hon- um séð. Hann rétti mér höndina og tók hlýlega og þétt í hönd mér. Síðan seildist hann upp á hillu á veggnum, tók þar fram kvittanahefti, kveikti ekki ljós, en fór út að glugganum og skrifaði kvittunina, að mig minnir, í gluggakistunni. Eg fékk honum hinar margnefndu 10 krónur, kvaddi með handabandi og fór mína leið niður hrörlegan stigann og út á fjölfarnar göturnar. A leið- inni niður stigann var ég alltaf að tauta: „Og þetta er Tryggvi Gunnarsson.“ Um hann hafði ég margt heyrt og lesið. Þetta var þjóðhetjan mikla og afreksmaður- inn Tryggvi Gunnarsson. Réttu ári síðar var hann lát- inn. Hetjan, — hinn mikli athafnamaður, var fallinn í valinn. Hann lézt 21. okt. 1917, áttatíu og tveggja ára. Þessi kvöldstund, er ég hitti Tryggva Gunnarsson að máli, hún er mér ógleymanleg. Mynd hans, er hann reis upp úr legubekknum, er mér ljóslifandi í huga. Hann bar á sér þreytumörk ellinnar, en yfirbragðið, svipurinn, minnti á glæsimennið þrekmikla, sem aldrei lét bugast. í mínum augum var hann íturvaxið hraust- menni og þjóðhetja, þótt hann væri aldinn að árum. I þessum stutta þætti vil ég rekja nokkur atriði úr ævi þessa merka manns, og verður þar stuðzt við End- urminningar Tryggva Gunnarssonar, ritaðar eftir sjálfs hans frásögn. Er þetta lítil bók og fátækleg í sniðum, en á þessum fáu blaðsíðum er mikinn fróðleik að finna um ævistörf hins mikla athafnamanns. Tryggvi Gunnarsson er fæddur að Laufási við Eyja- fjörð hinn 18. október 1835. Faðir hans sr. Gunnar var merkur prestur og sat að Laufási í Höfðahverfi við Eyjafjörð. Honum þótti sveinninn Tryggvi giftusam- legur, er hann komst á þroskaaldur og ásetti sér að styðja þennan son sinn til frama og menningar, ef hon- um auðnaðist líf og heilsa. Tvennt var það, sem prestur lagði mikla áherzlu á í uppeldi sonar síns, var það vinnan og fræðslan. Tryggvi fékk því að læra meira og fleira, en jafnaldrar hans á þeim tímum, en hann átti þó ekki að skila minni vinnu en aðrir drengir fyrir því. Um 10 ára aldur var Tryggva sett fvrir að prjóna hálfsokk á hverjum degi, og auk þess að kemba á kvöldin fyrir vinnukonu, sem sat við spuna. Alltaf gafst þó einhver tími til útiveru og leikja, en mest þótti Tryggva gaman að smíða og teikna. > Eftir ferminguna fór hann að heiman til smíðanáms og fékk sveinsbréf í þeirri iðn eftir þrjú og hálft ár. , Enginn íslendingur mun hafa fengizt við fjölbreytt- ari störf um sína daga en Tryggvi Gunnarsson. Hann var trésmiður að iðn, framtakssamur bóndi, forstjóri fyrir stærsta verzlunarfélagi þeirra tíma, Gránufélag- inu, alþingismaður, bankastjóri, brúarsmiður, og frum- herji í jarðrækt, garðrækt og skógrækt. En ef til vill verður hans lengst minnzt fyrir störf sín í þágu dýra- 14 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.