Heima er bezt - 01.01.1961, Blaðsíða 27

Heima er bezt - 01.01.1961, Blaðsíða 27
TÍUNDI HLUTI Ingibjörg Sigurðardóttir: I Þjónustu Meistarans SKÁLDSAGA (Niðurlag) — Þá býð ég þér að koma beina leið heim til mín og dvelja á heimili okkar hjónanna, þar til þú hefur tekið nýja ákvörðun um framtíð þína. Þú ert velkominn þangað sem bróðir minn. — Ég þakka þér fyrir, Eygló, þú hefur áreiðanlega verið hingað send af guði. Annars hélt ég, að hann væri alveg búinn að yfirgefa mig. — Guð yfirgefur ekkert sinna barna, Bjössi minn. Hann er alltaf sami trúfasti leiðtoginn, þó að við vill- umst frá honum um stundarsakir, bíður hann þess, að við snúum til hans aftur og þiggjum náð hans, fyrir- gefningu og blessun. — Heldur þú að ég geti öðlazt það. — Já, vinur minn, þess er ég fullviss, þú engu síður en aðrir. Fanginn andvarpar dapurlega, en frú Egló spyr létt- um rómi: — Um hvaða leyti ferðu héðan á morgun. — Ég veit það ekki, ég hef ekki hirt um að spyrja fangavörðinn um það. — Þá spyr ég hann að því, um leið og ég fer héðan. Ég skal svo vera hér stödd með bifreið fyrir utan, þeg- ar þú kemur héðan út á morgun, og ég skyldi láta aka með þig strax heim til foreldra þinna, ef þú óskaðir þess. — Ég get ekki farið heim til þeirra, ég er svo vond- ur sonur. — Við skulum þá ekki ræða það frekar núna, en ég er þess fullviss, að þú ert foreldrum þínum kær sem áður. — Þú veizt ekki, Eygló, hvernig ég hef komið fram gagnvart þeim. — Nei, að vísu er mér ókunnugt um hagi þína, síðan ég fór að heiman úr sveitinni okkar. Ég hafði ekkert af þér frétt frá því við kvöddumst þar, og þangað til í dag, að mér var sagt, að þú værir hér. — Það er ljót saga, sem gerzt hefur í lífi mínu, síðan við sáumst síðast, ég get naumast borið slíkt á borð fyrir þig. En þó myndi það draga úr sárustu kvölum samvizku minnar, ef ég mætti trúa einhverjum sönnum vini fyrir henni. — Ég er fús að hlusta á söguna þína, góði æskufélagi, og þú mátt segja mér, hvað sem þér sýnist til að létta af hjarta þínu, ég vil reynast þér sannur vinur í raun. — Guð blessi þig, Eygló. Hann lýtur höfði og starir niður fyrir sig um stund, en hefur síðan sögu sína á þessa leið: — Ég var kominn yfir tvítugt og undi mér sannar- lega vel heima á æskustöðvunum. Við pabbi jukum bú- stofn okkar ár frá ári og ræktuðum jörðina, svo litla kotið okkar var orðið að blómlegu býli. Foreldrar mín- ir elskuðu mig og treystu mér í öllu, og víst ætlaði ég ekki að bregðast þeim. En svo var það í fyrra sumar, að ungur maður héð- an úr borginni réðst kaupamaður á næsta bæ við heimili mitt. Hann hét Jón og var á líkum aldri og ég. Við urðum brátt mestu mátar. Ég leit upp til Jóns, fannst hann, sem kominn var úr menningu borgarinnar, standa mér fáfróðum sveitapiltinum langtum framar, og ég lét að vilja hans í öllum samskiptum okkar. Þessi nýi kunn- ingi minn sótti hverja skemmtisamkomu, sem hann hafði tök á, og ég fór að fylgja honum á þeim vett- vangi. Ég hafði sjaldan áður sótt skemmtisamkomur, því ég var fremur feiminn og hlédrægur. Ég hafði aldrei komið mér að því að reyna að læra að dansa, fannst ég vera eitthvað svo klaufalegur, að ég þorði ekki að biðja neina stúlku að dansa við mig. En nú fór Jón að eggja mig á að taka virkan þátt í gleðinni. Ann- að væri ekki nokkur meining, sagði hann. Sjálfur var hann lista dansmaður og mikið eftirsóttur af kvenfólk- inu. — Ég sagði Jóni að ég hefði aldrei stigið dansspor, og ég kæmi mér ekki að því að byrja á slíku innan um fullt hús af fólki. Vinur minn hló innilega að mér, hon- um þótti ég heldur óframfærinn, en hann sagðist skyldi gefa mér gott meðal við því. Síðan tók hann skrautlega flösku upp úr vasa sínum og rétti mér. — Fáðu þér vænan sopa úr henni þessari og vittu svo, hvort feimnin hverfur ekki fljótt, sagði hann. Ég vissi ‘hvað í flöskunni var, en ég hafði aldrei bragðað áfengi, því það var ekki haft um hönd á heimili mínu, og ég hikaði við að snerta flöskuna, en Jón hló enn meir að aumingjaskap mínum. — Blessaður, vertu ekki svona barnalegur, sagði hann. — Þetta gerir þér ekkert mein, það gerir þig einmitt að manni. — Ég þóttist nú reyndar vera maður, en feininin mátti gjarnan hætta að kvelja mig, og ég lét til leiðast. Ég tók við flöskunni, og fyrsta áfengið fór inn fyrir varir mínar í vænum teyg, síðan tók ég brátt annan til viðbótar. En viti menn, eftir skamma stund var ég eins Heima er bezt 19

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.