Heima er bezt - 01.01.1961, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.01.1961, Blaðsíða 30
Gamli maðurinn lítur til konu sinnar og síðan á prestshjónin og segir: — Það er eins hjá okkur báðum, en við komumst ekki bæði að heiman í einu. Ég vil að móðir hans fari með ykkur til borgarinnar og taki þar á móti drengnum okkar á morgun, en ég bíð hér heima og fagna komu hans, þegar hann kemur aftur til föðurhúsanna. Hjörtu gömlu hjónanna brenna af þrá eftir því að endurheimta týnda soninn og bjóða hann velkominn heim að nýju. Málið er þegar útrætt. Gamla konan býr sig ferða- fötum í skyndi eftir að hafa borið fram góðgerðir handa gestum sínum og búið mann sinn undir einver- una, og síðan ekur hún með prestshjónunum áleiðis til borgarinnar. Prestshjónunum og móður Björns kemur saman um, að hún skuli bíða hans heima í húsi þeirra hjónanna og taka þar á móti drengnum sínum, honum algerlega óvænt á kyrrlátum stað. Það telja þau öll að honum muni koma bezt. Hin þunga hurð fangaklefans opnast hægt. Yfir- fangavörðurinn nemur staðar í dyrunum og býður Birni að ganga út. Refsidómi hans er fullnægt. Fanginn rís seinlega á fætur og gengur þungum skrefum fram úr klefanum. Hann er frjáls að nýju. En hvers virði er 'honum frelsið nú? Er hann maður til að notfæra sér það á réttan hátt? Björn stígur út úr fangelsinu, en nemur staðar fyrir utan dyrnar. Hreint og svalt haustloftið streymir á móti honum, og hann teygar það að sér með djúpu andvarpi. Síðan htast hann um. Fyrir utan hliðið á steingarði fangahússins stendur bifreið og bíður hans. Þar eru ungu prestshjónin komin til þess að taka á móti Birni út í frjálsa veröld. Þau sjá nú til ferða Björns. Frú Eygló stígur þegar út úr bifreiðinn og gengur til móts við Björn. Hún heilsar honum með hlýju handabandi og segir svo: — Til hamingju með frelsið, vinur. Guð blessi þig. — Nú býð ég þér að koma fyrst heim til okkar hjónanna, og hér bíður bifreið eftir þér. — Ég þakka þér fyrir, Egyló, 'hvíslar hann klökkri röddu. Svo fylgjast þau að út að bifreiðinni, og þar fagnar séra Ástmar innilega unga manninum frjálsa. Síðan sezt Björn inn í bifreiðina, og prestshjónin aka með hann heim að 'húsi sínu. í hlýrri og vistlegri stofu á heimili prestshjónanna situr gömul móðir og bíður sonar síns. Yfir björtu enni hennar bylgjast hvítar hærur, og djúpur rauna- og fagnaðarblær sameinast nú í svip hinnar þreytulegu konu. Drengurinn minn kemur aftur frjáls! Guði sé lof! Hún andvarpar. Enginn nema Guð einn veit allar henn- ar andvökunætur, síðan sonurinn kæri tyndist. Enginn nema Guð hefur séð hin mörgu og heitu tár þreyttrar móður, sem fallið hafa á hljóðum andvökustundum fyr- ir drenginn hennar, er fór villur vegar og hafnaði að lokum í fangelsi. Nei, enginn nema Guð einn þekkir kvöl hennar. Hún strýkur hrukkóttri hönd sinni yfir augun og þerrar burt nokkur tár, sem leitað hafa fram í hvarma hennar. En skyndilega heyrir hún að bifreið er stöðvuð heima við húsið, og brátt opnast stofudyrnar hjá henni. — Gerðu svo vel, Björn minn, og gakktu hérna inn, segir frú Eygló glaðlega og vísar Birni inn í stofuna, en sjálf snýr frú Eygló þegar frá dyrum og lokar þeim á eftir Birni. Hér er heilög stund, endurfundir móður og sonar, sem enginn má trufla. Björn gengur inn í stofuna, en nemur staðar á miðju gólfi. — Mamma, mamma mín! — Þú hér! líður af titrandi vörum hans, en meira getur hann ekki sagt í bili fyrir undrun og heitum klökkva, sem gagntekur hann. Gamla konan rís hljóðlega á fætur, gengur til sonar síns og breiðir faðminn móti honum: — Drengurinn minn, hvíslar hún, elsku drengurinn minn! — Mamma! — Tárin blinda Björn, en þrátt fyrir það ratar hann í móðurfaðminn, sem þegar umlykur hann heitur af kærleika, fyrirgefningu og friði. Stundin er vissulega heilög. Frú Eygló hefur nóg að starfa. Hún framreiðir ríku- legt veizluborð og skreytir það, því í dag er hátíð á heimili ungu prestshjónanna. Þau hafa unnið stóran sigur í þjónustu Meistara síns. Brátt sezt Björn ásamt móður sinni að veizluborði frú Eyglóar og nýtur glaður veitinga hennar, en í hjarta sínu á hann nú þá heitustu gleði, sem hann hefur nokkru sinni fundið. Hann er velkominn heim að nýju, heim til mömmu og pabba á æskuheimilið kæra. Og þaðan mun hann aldrei villast aftur, því hér eftir á harin nóg af biturri reynslu til að forðast freistingarnar. Dagurinn líður. Björn og móðir hans eru ferðbúin að leggja af stað heim. Prestshjónin fylgja þeim út í bif- reið sína og aka með þau heim á leið. Björn hallar sér að glugga bifreiðarinnar og horfir hljóður út um hann. Borgin hverfur óðfluga sjónum hans, og hann varpar öndinni létt. Myrk voðabraut villunnar, sem hann gekk í þessari borg, er nú á enda runnin, og framundan bíða bjartar leiðir, þess er hann fullviss, og á þeim nvju leiðum sem framundan eru nú, byrjar hann nýtt líf í Drottins nafni. Ferðin sækist greitt. Bifreið prestshjónanna þýtur áfram í haustkyrrðinni og nemur að lokum staðar á veginum fyrir neðan vinalegan sveitabæ á stóru, söln- uðu túni undir hárri fjallshlíð. Björn og móðir hans eru þegar komin á leiðarenda og stíga út úr bifreiðinni. En prestshjónin ætla enga viðdvöl að hafa að þessu sinni og afþakka því boð gömlu konunnar að koma heim með henni. Þau hafa lokið erindi sínu hingað nú að sinni. Ný verkefni kalla þau. Kveðjustundin er klökk og innileg, og orðin verða aðeins dauft endurskin af þakklæti hjartnanna tveggja, sonar og móður, sem prestshjónunum ungu hefur tek- izt að sameina á ný. Prestshjónin sitja kyrr um stund í bifreið sinni og horfa með djúpum fögnuði á eftir riiæðginunum, sem leiðast heim að bænum. Svo sjá þau brátt gamla föður- 22 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.