Heima er bezt - 01.01.1961, Blaðsíða 13
EINAR BJORNSSON:
Páskadagsnótt á MöéruvöIIum 1902
Ifrásögn sinni af síðustu döguni AIöðruvalIask(Sla og
brunanum þar, í „Heima er bezt“ 7. tbl. 1960, segir
Gísli Helgason í Skógargerði frá ferð minni og
Magnúsar frá Hjartarstöðum til Akureyrar. Ég
ætla að auka hér ögn við frásögn Gísla vinar míns um
þetta ferðalag, því að ég held, að nokkuð megi af því
læra.
A Föstudaginn langa bað Magnús Sigurðsson frá
Hjartarstöðum okkur Helga Hallgrímsson frá Birnu-
felli að fylgja sér inn á Akureyri daginn eftir. Hann var
þá ráðinn í að yfirgefa skólann og fara heirn með land-
póstinum, sem þá gekk milli Akureyrar og Seyðisfjarð-
ar. Morguninn eftir, þegar Magnús ætlaði að kveðja,
hóf Stefán kennari tilraun sína til að kyrrsetja Magnús
og aðra þá pilta, sem höfðu í hyggju að fara heim.
Gekk það allt eins og Gísli segir frá. En þó að Magnús
hætti við heimferðina, vildi hann engu að síður fara til
Akureyrar, og að við félagar færum með, eins og um-
talað hafði verið.
Það var nokkuð liðið fram á dag, þegar við fórum.
Mikill snjór var en bjart veður og hörkufrost. Við hlut-
um að kafa hnédjúpan snjó alla leiðina, en undir var
harðfenni og slétt af öllum hæðum.
Á Akureyri þurftum við að koma í nokkrar búðir og
hús, því að þá eins og endranær voru það mörg erindi,
sem reka þurfti í bænum fyrir pilta þá, er 'heima sátu.
En við þetta vöknuðum við í fætur af snjó, sem
bráðnaði ofan í skó okkar.
Langt var liðið á kvöld, er við lögðum af stað heim-
leiðis. Allir höfðum við smáskjatta að bera með ýmsum
varningi. Meðal annars hafði ég meðferðis smádunk af
brennivíni. Hafði ég keypt á hann hjá Árna Péturssyni
fyrir nokkra pilta, sem ætluðu að hafa það sér til hress-
ingar um páskana. Þegar við vorum komnir spottakorn
út fyrir Glerá, veittum við því athygli, að skór okkar,
sem voru verptir leðurskór, tóku að herða óþægilega að
fótunum, og að sokkaplögg, sem vöknað höfðu, voru
orðin harðfrosin. Ég stakk upp á því við félaga mína,
að við skyldum dreypa á brúsanum við og við, til þess
að verjast kali á fótum. Alagnús tók þeirri tillögu illa,
enda var hann skráður bindindismaður, og skapgerð
hans þannig, að hann veik trauðlega frá settu marki. Ég
skeytti því ekki, en tók til brúsans og fékk mér vænan
sopa, og sama gerði Helgi. Magnús þverneitaði að
fylgja dæmi okkar. Ferðin gekk seint, og var nú Bakkus
orðinn félagi okkar Helga, og var félagsskapur hans vel
þeginn af okkur, en því grimmilegar réðist Magnús að
honum, og urðu um þetta hvassar umræður. Þannig
héldum við áfram, og dreyptum við Helgi öðru hvoru
á brúsanum. En þegar kom út á Moldhaugaháls taldi
Magnús okkur Helga ekki félagshæfa fyrir fyllirí.
Þangað til höfðum við alltaf gengið í sporaslóð og troð-
ið slóðina til skiptis. En þegar kom út á Hálsinn, tók
Magnús sig út úr slóðinni og gekk til hliðar við okkur
um stund, hætti því þó aftur og kom í slóðina og fór
ýmist á undan eða eftir eins og áður hafði verið.
Heim að Möðruvöllum komum við klukkan eitt urn
nóttina. Fórum við rakleitt upp á kirkjuloft, þar sem
piltar lágu á flatsængum. Voru þeir nú allir í fasta-
svefni.
Helgi og Magnús fóru strax að hátta, en ég lét mér
hægt, og þar eð sumir piltanna vöknuðu við komu okk-
ar, fór ég að sýna þeim, sem hlut áttu að, brúsann og
biðja afsökunar á því, að við hefðum ráðizt á hann.
Þegar Magnús ætlar að klæða sig úr sokkum og skóm
verður hann þess var, að allt er samanfrosið við fótinn
og fær hann þar engu um þokað. Ég fór þá inn í hús
til Stefáns kennara, og fann hann og Olaf Davíðsson í
skrifstofu Stefáns. Tjáði ég þeim ástæður Magnúsar, en
þeir vísuðu mér niður í eldhús. Þar skyldi ég taka
skjólu með vatni í og fara með hana út í kirkju. Skyldi
Magnús þíða plögg sín og fætur í henni. Ég gerði
þetta, og tók Magnús því með þökkum. Stundarkorni
síðar kornu þeir Stefán og Ólafur út á kirkjuloft. Var
Ólafur með hitamæli í hendinni, og kvað hann sig
gruna, að Magnús yrði ekki þíddur þar úti í kirkjunni.
En meðan hann beið þess, að mælirinn tæki við sér var
ihann að beygja sögnina að „kala“, eins og Gísli minn-
ist á.
Þegar Ólafur leit á mælinn, sagði hann, að frostið
væri 17 stig, og yrði því að flytja Magnús tafarlaust inn
í hús Stefáns. Skipaði hann mér að taka Magnús á bakið
og bera hann inn. En ég kvaðst einungis bera hann á
háhesti. Það taldi Magnús óráð, ég væri ekki ábyrgur
fyrir sér, allra sízt niður stigann af loftinu, þar sem vit-
að væri, að ég hefði haft vín unt hönd frá því við fór-
um frá Akureyri. Ólafur sagði, að ekki væri sjáanlegt,
að ég hefði smakkað vín, og bjóst ég þá til að taka
Magnús. En þegar ég ætlaði að lyfta fótum hans úr
skjólunni, fylgdi hún með. Var þá komin svo þykk ís-
hella á skjóluna utan um fætur Magnúsar, að nokkurt
högg þurfti til að brjóta hana. Rann mér þá öll stríðni
úr ihuga, tók Magnús á bakið og bar hann þannig inn í
hús Stefáns kennara. Þar tók Ólafur við honum og ann-
aðist hann, eins og Gísli segir frá.
Ekki skal ég fullyrða að Ólafur hafi litið rétt á mæl-
inn, og að frostið hafi raunverulega verið 17 stig í kirkj-
Framhald á bls. 18.
Heima er bezt 9