Heima er bezt - 01.01.1961, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.01.1961, Blaðsíða 21
í janúarniánuði rísa öldurnar oft hátt á miðunum við Island. Sjómennskan er enginn barnaleikur um kol- dimmar vetrarnætur, og reynir þá mjög á þrek og hreysti sjómanna. Allur sólarhringurinn er starfstími, þannig að oftast sefur einhver hópur skipsmanna á með- an aðrir vinna. Er vinnutíma, hvíldartíma og svefntíma skipt niður í vaktir, sem svo er nefnt. Á sjómannamáli hefur hver vakt sitt sérheiti. Hér kemur Ijóð, sem heitir „Baujuvaktinu. Höfund- ur ljóðsins er hinn þjóðkunni ljóðasmiður, Kristján frá Djúpalæk. Lagið er eftir Svavar Benediktsson, en Smára-kvartettinn í Reykjavík hefur sungið lag og Ijóð á hljómplötu. Á baujuvakt ég held í haf og himinn er kólgu grár. Það hvín í rám, það hvæsir brim, til hlés flýgur þögull már. Hægt iíður nóttin og hugur minn leitar svo heim til þín, vina. Nú sefur þú rótt. Og bylgjurnar rísa og bylgjurnar hníga, en brjóst mitt er dapurt og hljótt. Mér baujan hvarf í bylgjudal og brim yfir dekkið þvær. Svo birtist ljós á báruhrygg og bátnum ég stýri nær. Skyldi sá guli’ ekki gráðugur núna? Já, girnileg beitan er þorskinum tál. Því freisting í djúpi og freisting í landi, já, fallegar konur og skál. Þar baksar már á leið til lands um langveg með storma hlið. Það birtir senn og ball í kvöld, og brátt tekur „karlinn" við. Og við skulum dansa, þú drottning míns hjarta er dunar um salinn þitt uppáhaldslag. Og lífið er fagurt og framtíðin okkar. Ég fylgi þér heim undir dag. Kristín í Straumfjarðartungu og Hafsteinn í Hauka- dal, hafa beðið um ljóðið, „Ut á sjóíl. Höfundur ljóðs- ins er Jón Sigurðsson, en Guðbergur Auðuns hefur sungið Ijóðið á hljómplötu. Hann átti Heima í kofa hérna út með sjó, og úr djúpi bláu margan þorskinn dró (a-ha-ha), svo er það (o-ho-ho). Hann þekkti’ ei frið né ró, var alltaf út á sjó. Hann sagðist hafa verið á sjónum fjölmörg ár, og seltugrátt og úfið var hans síða hár (a-Ha-ha), svo er það (o-ho-ho). Hann þekkti’ ei frið né ró, var alltaf út á sjó. Oft sagði hann sögur sjóferðum af og svaðilförum, þegar skipið fór á bólakaf, en alltaf var það hann, sem hafði öllu bjargað við, og ef einhver brosir, karlinn spýtir út á hlið. Þið sjáið oft á kvöldin, hann sjóinn horfir á, því sjórinn hefur verið allt hans líf og þrá (a-'ha-ha), svo er það (o-ho-ho). Hann þekkti’ ei frið né ró, var alltaf út á sjó. Að lokum kemur hér lítið ljóð, sem heitir „Óli prakk- ariu. Höfundur er Númi. Lagið er eftir Árna ísleifs. Soffía og Anna Sigga hafa sungið þetta ljóð á hljóm- plötu. Að vera í skóla skylda er en þangað Óli aldrei fer af því hann er alveg upptekinn úti að Ieika sér. Hann fer á hjóli út um allt aldrei finnst honum vera kalt. Krakkarnir, sem að sjá hann fara út syngja hátt og snjallt: Hann ÓIi alltaf er á hjóli. Óli! er það skóli eða er það skróp? Og þegar allir eiga frí og ærslast mörgurn leikjum í. Þá aldrei fær hann Óli að fylgjast með flestir neita því, af því að Óli ekkert kann og forðast alveg kennarann. Krakkarnir hafa samið lítinn söng sem að er um hann. Hann Óli alltaf er á hjóli. Óli! er það skóli eða er það skróp? Dægurlagaþátturinn þakkar öllum lesendum liðið ár, og óskar þeim allra heilla á nýja árinu. Stefán Jónsson. Heima er bezt 17

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.