Heima er bezt - 01.01.1961, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.01.1961, Blaðsíða 26
VESTUR-ÍSLENZKAR ÆVISKRÁR 317 byggingarvinnu. Hann er ókvæntur. — Hann er hálfbróðir Elíasar Stefánssonar, útgerðarmanns í Reykjavík, er dó 17. des. 1920. Steinberg, Helgi Pétursson, 16909 Zero Ave., R.R.2, White Rock, B.C., Canada. — F. að Mjóadal, S.-Þing., 21. jan. 1876. For.: Pétur Pétursson, f. 1. nóv. 1841, bóndi á Narfastöðum í Reykjadal, og Aðal- björg Sigríður Jósefsdóttir, f. 31. des. 1849, d. 1936. Hún var dóttir Jósefs Jósafatssonar, b. í Fossseli, og Signýjar Einarsdóttur frá Hjalla í Reykjadal. Foreldrar Péturs voru Pétur, b. á Stóru-Laugum, Jónsson- ar á Hólmavaði Magnússonar og Kristín Hrólfsdóttir. Helgi var á ýms- um stöðum í uppvexti sínum. Réðst vinnumaður til séra Jónasar Jón- assonar á Hrafnagili 1906 og var síðast bóndi þar til 1910. Fluttist þá með fjölskyldu sína vestur um haf til Foam Lake, Sask. Var bóndi þar 1910—42, en fluttist þá til White Rock og hefur átt þar heima síðan. Var umsjónarmaaður lystigarðs á landamær- um B.C. og Washingtonríkis 1942—47. Hef- ur starfað í deildum Þjóðræknisfélagsins síð- an það var stofnað og í stjórn lestrarfélagsins Trausta í Blaine. — K. 21. des. 1908: Kristín Kristjánsdóttir, f. í Ytra-Krossanesi við Eyja- fjörð 25. júlí 1889. For.: Kristján Gíslason, b. þar, drukknaði af árabát á Eyjafirði um 1890, og Margrét Hálfdanardóttir. Hún var dóttir Hálfdanar Hálfdanarsonar, b. í Krossa- nesi, og k. h. Kristínar Snorradóttur frá Böggvisstöðum. Foreldrar Kristjáns voru Gísli Bjarnason, b. á Pétursborg, og k. h. Sof- ía Þorláksdóttir. Kristín lærði sauma á Akur- eyri og var tvö ár í Fnjóskadal áður en hún fluttist í Hrafnagil. — Börn þeirra: 1. Ingi- mar, f. 19. júlí 1909, býr með foreldrum sín- um, en vinnur við leikvöll. 2. Þórunn Krist- rún, f. 15. ágúst 1911. M.: Friðrik Borgfjörð, bóndi, Cloverdale, B.C. 3. Aðalbjörg Sigríð- ur, f. 21. sept. 1912. M.: Guðmundur Ólafs- son, vinnur við sjúkrahús, Saskatoon, Sask. 4. Anna Dóra, f. 4. maí 1915, d. 1919. 5. Jón- as, f. 28. nóv. 1918, rafmagnsmaður, Leaven- worth, Wash. K.: Olavia Hall. 6. Kristján Gestur, f. 3. marz 1920, vann einkum við Sýnishorn af einni blaðsíðu i „Vestur-islenzkar œviskrár“. Öll góð bókasöfn þurfa nauðsynlega að eiga eintak af Yestur-íslenzkum æviskrám

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.