Heima er bezt - 01.01.1961, Blaðsíða 34
Víkjum að efninu aftur: Nú segi ég við sjálfa mig
þarna á loftskörinni: Ekki er allur félagsandi upp guf-
aður í sveitum landsins. Húsbóndinn er farinn að smíða
skólanum borð. Látum svo vera, að hreppurinn borgi
viðinn. Vinnu sína veit ég, að hann gefur. Viðtalsgóður
hefur hann jafnan verið og látið sér annt um nám barna
sinna. En slíka höfðingslund vissi ég ekki, að hann ætti.
Nú fór mér sem oftar, að sjálfsánægjan greip mig.
Var ég ekki nýlega áð skýra það með Ijúfum orðum,
hversu nauðsynlegt það væri heilsu og vinnugleði barn-
anna, að hafa þægileg borð? Þetta hefur bóndi heyrt,
eða frétt, og tekið til greina.
Nú rifjaðist það upp fyrir mér, hvernig ég kom því
til leiðar víða um land, að smíðaðar voru skólatöflur,
þar sem engar voru. Asgeir bjó til töflu úr brúnum
gólfdúk. Sigurður átti krossvið frá því gert var við
húsið og hafði þakmálningu á töfluna. Bezt þótti mér
þó tafla Steingríms í Miðhlíð. Hún var himinblá. Ég
átti mislitar krítar, og börnunum þótti þetta líkast leik-
fangi. Þannig gerði margur ágæta hluti úr því, sem
handbært var, hreppnum að kostnaðarlausu.
Námsstjóra ritaði ég einu sinni skörulegt bréf um
skólahúsgögn, hverju hann svaraði og lét í Ijós áhuga.
En hóf er í hverju bezt. Líka í húsgagnamenning-
unni! Þeir áttu mikil og góð skóla'húsgögn í Austfirð-
ingadal (sem ég nefni svo), og fluttu þau um þvera og
endilanga sveitina, með ærnum kostnaði, oft í vondri
færð. Þar af leiddi, að þeir létu kenna tvo mánuði í
stað. En það er eitur í mínum beinum.
Helzt vil ég kenna hverjum hóp aðeins hálfan mánuð
í senn. Skólanefndarformaður á Vestfjörðum, sem ég
veit vitrastan í sinni stöðu, sagði mér, að það gæfi bezt-
an árangur. Þetta hef ég sannreynt síðan. Lengur en
mánuð er mér illa við að kenna í senn. Ahugi barna
dvínar fljótt og endist ekki margar vikur í afskiptaleysi.
Þess vegna sagði ég við þá í Austfirðingadal: „Mín
vegna þurfið þið ekki að dansa með húsgögnin um
sveitina í hverjum mánuði. Við skulum skipta þeim á
skólaheimilin strax í haust. Sjálf fer ég labbandi — og
útsvörin standa í stað.“ Og til þess að þeir væru ekki
of mikillátir út af húsgögnunum, bætti ég við: „Þar,
sem ég var síðast, rifu þeir hurð af hjörum og lögðu
milli tveggja laupa, Og börnin fengu tíu í íslenzku samt
— þau skástu.“
Svo flutti ég á mánaðarfresti milli skólabæjanna. Og
fræðslunefndina reyndi ég að öllu góðu.
— Þannig rifja ég upp þarna á loftskörinni afrek mín
í þágu bændamenningarinnar. Finnist einhverjum hér
ekki af miklu að láta, ættu þeir að vita, hve farsæl gáfa
það er að geta glaðzt af litlu.
Daginn eftir segi ég við eitt barnið, til þess að gleðja
það eftir reikningstímann: „Það verður gaman, þegar
við fáum nýju skólaborðin. Hver sitt smáborð!“
„Ha, skólaborð?“
„Já, sem þeir eru að smíða.“
„Smíða! Þau eiga að vera á Þorrablótinu.“
„ÞorrabIótinu?“
„Já, spilaborð.“
„Spilaborð?"
„Já, þeir spila bridge.“
----Æ, æ, æ! Er þá rýrnun í sveitamenningunni þrátt
fyrir allt? Aumingja, vesalings farskólinn minn! Mér
þykir vænt um hann, hvað sem hver segir. Erekki sagt,
að hirðinginn telji eyðimörkina heimili sitt og þyki hún
fögur?
Þegar neyðin er stærst, er hjálpin næst: Það flýgur
gegnum huga minn með þúsund kílómetra hraða, hvað
ég eigi að gera.
Næsta haust, í nýju fræðsluhéraði, efni ég til haust-
blóts og allsherjar bridgekeppni. Þá fæ ég skólaborð
undir eins um veturnætur.
Og traust mitt á vilja mannanna til allra góðra hluta
vaknaði aftur. Og sjálfsálit mitt hreiðraði um sig á sín-
um stað, eins og ekkert hefði í skorizt.
Og tilveran, sem fáein augnablik leit út eins og tor-
trygginn, lymskulegur prófdómari, ljómaði eins og
tuttugu línu Ijósdreifari undir dökkri baðstofusúð.
Þ R A
Stend ég á ströndu
stari út í bláinn.
Ber mig á brautu
brennandi þráin,
yfir haf og hauður
heim í fagra dalinn.
Þar undir bergsins brekku
bær í velli stendur,
vafið ungu vori
við mér blasir allt.
Hún, sem ann ég einni
á hér ríki sitt.
Tún með grænu grasi
í gróður skúrum angar,
engið, fjallið, eyrin
er sem breiddur faðmur.
Allt grjót í gili og skriðu
er gulli fegra og dýrra.
Sólin silfrar daggir,
syngur blær í grasi,
er drottning minna drauma
dyrnar heima opnar.
Hún sem ljær öllu liti
og Ijóma í dalsins faðmi.
Már Snædctl.
26 Heima er bezt