Heima er bezt - 01.01.1961, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.01.1961, Blaðsíða 15
sendi hann Sesar að leita að þessu. Þetta heppnaðist honum jafnan vel og var þá nrjög kampakátur, þegar hann skilaði Jóni hinu týnda og afturfundna. Þegar Sesar var á slíku ferðalagi, kom það stundum fyrir að kvöldi eða nóttu til, að bær var lokaður, en hann þurfti að komast í bæinn til þess að leita að ein- hverju plaggi. Þó þannig stæði á, varð honum ekki ráðafátt, þá fór hann jafnan á glugga og gerði vart við sig, var hann þá stundum svo frekur og aðsópsmikill, að vissara þótti að vera ekki lengi að opna. Eftir að Þorvaldur Ásgeirsson prestur fluttist frá Hofteigi á Jökuldal vestur í Húnaþing um 1880 var hann um skeið þjónandi prestur á Þingeyrum, en hafði þó búsetur í Steinnesi og Hnausum í Þingi. Þeir Þor- valdur prestur og Jón Ásgeirsson voru góðir vinir, og kom Jón oft að Elnausum, á meðan prestur bjó þar. Séra Þorvaldur hafði mikið dálæti á Sesari og hafði mjög gaman af að láta hann leika listir sínar, þegar hann har að garði. Það var að kveldi dags, að haustlagi, að Jón Ásgeirs- son reið heimleiðis frá Hnausum. Þegar hann er að fara af stað, þá stingur séra Þorvaldur upp á því við Jón, ihvort hann vilji ekki skilja vettlingana sína eftir undir sófanum í stofunni og senda svo Sesar eftir þeim, þegar hann komi hiem. Jón féllst á þetta. Þegar Jón fór af baki á hlaðinu á Þingeyrum, þá sýndi hann Sesari á sér berar hendurnar, neri saman lófunum og bar sig kulda- lega, og segir við Sesar: „Vettlingarnir hafa víst orðið eftir í Hnausum. Sæktu þá.“ Sesar var fljótur að lyfta ferðum fram á leið. Þegar hann kom að Hnausum, hafði séra Þorvaldur lokað bænum, en þá var Sesar fljótur á stofuglugga hjá presti og krafðist inngöngu. Áður en prestur opnaði fyrir Sesari, greip hann annan vettling- inn undan sófanum og stakk honum í jakkavasa sinn, en lét þó nokkuð af honum standa upp úr vasanum. Þegar Sesar kom inn og hóf rannsókn í stofunni, var hann fljótur að finna vettlinginn undir sófanum. Hann virtist í fyrstu gera sig ánægðan með hann og snýr til dyra, þá kemur hik á hann, 'hann lætur vettlinginn nið- ur og leitar og nasar um alla stofuna að nýju. Þegar sú leit bar engan árangur, snýr hann sér að séra Þorvaldi og leggur báða framfæturna upp á axlir hans og horfir biðjandi augum framan í hann. Þannig horfðust þeir í augu stundarkorn. Þegar Sesar kemur niður á gólfið aftur, þá sér hann og uppgötvar vettlinginn, sem að nokkru stóð upp úr jakkavasa prests og ætlar nú með leifturhraða að grípa hann. En þá treður prestur vettlingnum alveg niður í vasann. En Sesar lét sér ekki bilt við verða og réðist nú að presti, stakk trýninu nið- ur í vasann og sótti vettlinginn, en þá var farið að síga í hann, og var hann þá svo aðsópsmikill og frekur, að presti lá við áföllum. Eftir þennan leik bauð séra Þorvaldur Sesari ketbita, sem hann hafði hjá sér í stof- unni, en slíku góðgæti var hann ekki vanur að neita, en nú leit hann ekki við því, Þegar hann hafði samein- að vettlingana í munninum rauk hann að stofuhurðinni sló með framfæti á hurðarhúninn, svo stofan opnaðist og hvarf út í myrkrið. Löng hafa skref Sesars verið iheim á leið þetta kvöld, færandi vini sínum hinn týnda fjársjóð. Mörgum sagði séra Þorvaldur þessa sögu af viðskipt- um þeirra Sesars og hafði óblandna ánægju af. Hér verða teknar upp nokkrar sagnir af Sesari, sem áður hafa verið birtar í sagnaþættinum „Valda-Jarpur og Sesar“ í fyrra bindi „Horfnir góðhestar“ bls. 62. Það var eitt sinn, að Sesar komst í krappan dans í sendiferð. Jón Ásgeirsson kom ásamt tveimur piltum frá Þingeyrum utan af Blönduósi seint um kvöld, rétt fyrir jólin. Myrkur var og haugakafald. Þeir voru með sleðahest. I poka ofan á öðru dóti á sleðanum lá fjög- urra potta kútur fullur af brennivíni. Þegar heim að Þingeyrum kom, var pokinn með kútnum týndur. Nú voru góð ráð dýr, komin hánótt og stóð að með norð- an stórhríð. En af því þetta var brennivínskútur og ætlaður til jólanna, en ekki eitthvað ómerkilegt, sem lítil eftirsjá var í, þá ræður Jón það af að senda Sesar af stað til þess að leita að kútnum í þeirri von að hann ylti ekki úr pokanum í meðförunum. Sesar var fljótur að skilja hlutverk sitt og leggur af stað. Skömmu síðar brast á norðan stórhríð. Jón vakti í stofu sinni. Gluggar hennar sneru fram á hlaðið. Jón hélt volgri mjólk við á stofuofninum, til þess að hressa vin sinn, þegar hann kæmi heim úr þessu fágæta ferðalagi. Klukkan þrjú um nóttina var klórað í stofugluggann, og þar var Sesar kominn heilu og höldnu með kút og poka. En svo var hann þá uppgef- inn, að hann naumast stóð upp í sólarhring á eftir. Sesar brást aldrei með að rata þá leið, sem hann hafði áður farið. Jón fór eitt sinn að sumarlagi vestur í Kolla- fjörð og Steingrímsfjörð, og var Sesar í þeirri för. Vet- urinn eftir lá honum á að senda mann vestur í Stein- grímsfjörð. Tíð var vond og mikil snjóalög. Maðurinn var ókunnur leiðinni, ekki traustur að rata og kveið fyrir ferðinni. Þá tók Jón það ráð að skipa Sesari að fara með manninum, í því trausti, að hann mundi rata sömu leið og hann fór urn sumarið, þó eitthvað í skær- ist með veður. Þegar sagt var við Sesar „leiða“, þá ihljóp 'hann með hlið manns, en ef sagt var „fylgja“, þá hljóp ihann á undan og rataði rétta leið. Þetta var Jón margoft búinn að prófa til þrautar. Ferð þeirra félaga gekk að óskum. Sesar fór oftast á undan og kom við á flestum bæjunum, sem hann hafði komið sumarið áður. Sjaldan brást Sesar með að þekkja húsmóðurina, þótt hann kæmi á ókunna staði á ferðalagi. Oft var hann þá matlystugur. Rétti hann þá hægri framlöpp upp til hús- freyju og þýddi það kvaðning um matarbita. Þegar hann hafði lokið máltíð sinni, gekk hann aftur til hús- móðurinnar og rétti henni hægri framlöpp aftur, sem átti að þýða þakklæti fyrir veittan greiða. Margar spaugilegar kúnstir kunni Sesar, sem of langt væri upp að telja. Þó vil ég geta þess, að ein var sú íþrótt hans að taka höfuðföt af mönnum, ef honum var skipað það, og einnig að láta þau á höfuð manna aftur. En stundum varð hann þá að vanda sig, einkum, ef um linar derhúfur var að ræða. Lagði hann þá framfæturna Heima er bezt 11

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.