Heima er bezt - 01.01.1961, Blaðsíða 17
ÞATTUR ÆSKUNNAR
NAMSTJ
RITSTJORI
HVAÐ UNGUR NEMUR
Menn, sem ég man
II. TRYGGVI GUNNARSSON
r.M miðjan október 1916, lagði ég upp frá æsku-
heimili mínu, Snorrastöðum í Hnappadals-
sýslu. Leið mín lá til Reykjavíkur og þar ætl-
aði ég að setjast í þriðja bekk Kennaraskólans,
en veturinn áður hafði ég verið í öðrum bekk. Aður
en ég fór að heiman hafði Kristján Ágúst Kristjánsson,
frændi minn, sem síðar varð skjalavörður á Alþingi,
beðið mig fyrir 10 krónur í peningum. Var það árs-
tillag í Þjóðvinafélagið, og átti ég að afhenda árgjald-
ið Tryggva Gunnarssyni, sem þá var gjaldkeri Þjóð-
vinafélagsins. Ég lét þessar 10 krónur í sérstakt hólf
í peningaveski mínu, en ruglaði þeim ekki saman við
mína ferðapeninga. Vafalaust munu unglingar, sem
þennan þátt lesa, brosa góðlátlega að þessari varfærni
minni, að rugla ekki þessum 10 krónum saman við mína
eigin aura. Þeir telja að líkindum, að 10 krónur sé smá
upphæð, sem lítill vandi sé að geyma, en þá er rétt að
minnast þess, að verðgildi peninga var allt annað þá en
m'i. Væri víst óhætt að fimmtánfalda gildi krónunnar,
ef slíkt væri borið saman. Jafngiltu þá þessar 10 krónur
1916 eitt hundrað og fimmtíu krónum nú. Verðgildið
yrði þó enn þá meira, ef miðað væri við kaupmátt pen-
inga þá og mi. Haustið 1916 hugsa ég að meðal dilkur
hafi kostað eftir vænleik 10—15 krónur, en sams konar
dilkur myndi nú kosta 300—350 krónur. Var því verð-
gildi þessa litla 10 króna seðils miklu meira, en virtist
í fljótu bragði.
Það var ekki siður á þeim árum að geyma þau erindi
til morguns, sem hægt var að útkljá í dag. Ég kom til
Reykjavíkur síðla dags með skipi frá Borgarnesi, en
strax daginn eftir fór ég að reyna að koma þessum
krónum til skila.
Klukkan 5—6 síðdegis lagði ég leið mína niður í Mið-
bæinn, að leita uppi bústað Tryggva Gunnarssonar.
Veður var hlýtt og kyrrt og margt fólk á götunum.
Ég spurðist fyrir um heimilisfang Tryggva og fékk þær
upplýsingar, að hann byggi í gömlu timburhúsi við
Kolasund, en ekki man ég nú hvaða númer var á hús-
inu. Nokkur tími fór í þetta fyrir mér og var aðeins
farið að bregða birtu, er ég kom að húsinu. Ég fann
réttar dyr og þreifaði mig upp slitinn og brakandi stiga,
sem lá upp á mjóan og skuggalegan gang. Þegar upp á
ganginn kom, kvaddi ég dyra og beið þess að einhver
anzaði. Eftir nokkra bið heyrði ég að sagt var með
dimmri karlmannsrödd: „Kom inrí1. Ég opnaði hurð-
ina hægt og hikandi. Skuggsýnt var inni í herberginu,
og sá ég fyrst engan mann. Legubekkur var út við
vegginn beint á móti dyrunum. í legubekknum lá mað-
ur, sem reis upp við dogg, þegar ég kom inn. „Hvað er
þér á höndum, ungi maður?“ sagði sá, sem í legubekkn-
um lá. Ég sagðist vera að leita að Tryggva Gunnars-
syni og ætti að afhenda honum 10 krónur, sem væri ár-
gjald Þjóðvinafélagsins. „Hann er nú hér,“ sagði
Tryggvi Gunnarsson, og reis hægt og stirðlega upp úr
legubekknum. Ég stóð úti við dyrnar, en mynd hans
bar við gluggann. Ekki vissi ég hvort Tryggvi Gunn-
arsson var talinn mikill að vallarsýn, en af öllu því sem
ég hafði um hann heyrt, áleit ég að hann hlyti að vera
kempulegur á vöxt. Hann rétti úr sér hægt og tígulega
og jafnframt fannst mér hann breytast úr syfjuðum og