Heima er bezt - 01.01.1961, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 01.01.1961, Blaðsíða 23
ÚTGEFANDI: BÓKAFORLAG ODDS BJÖRNSSONAR RITSTJÓRI: STEINDÓR STEINDÓRSSON Heima er bezt ÞJÓÐLEGT HEIMILISI Innlagt leyfi ég mér að senda Lestrarfélaginu auka- blað „Heima er bezt“ frá síðastliðnu hausti, en í því er prentaður bókalisti „Heima er bezt“. Síðastliðið ár sendi „Heima er bezt“ einnig út bóka- lista, yfir útgáfubækur ársins 1960, sem var mikið not- aður af almenningi í sveitunum, og þá tóku einnig nokkur lestrarfélög upp þann hátt, að gerast áskrifend- ur að „Heima er bezt“, og pöntuðu allar bækur á bóka- lista síðasta árs, vegna þeirra miklu hlunninda, sem áskrifendur „Heima er bezt“ njóta við bókakaupin. „Heima er bezt“ hefur keypt hluta af öllum útgáfu- bókum Bókaforlags Odds Björnssonar, nýjum og göml- um, svo og öllum bókum Prentsmiðju Austurlands, og býður kaupendum sínum nefndar bækur með 30% af- slætti frá bókhlöðuverði bókanna. í bókalista aukablaðsins hefur láðzt að geta þess, hvaða bækur eru í bandi og hverjar óbundnar, og verða nú hér á eftir taldar upp þær bækur bókalistans, sem eru óbundnar: Nr. 1 Hlín. — 5 Líf og játning. — 10 Frægir kvennjósnarar. — 12 Guð leiðir þig. — 18 Kvennaskólinn á Laugalandi. — 33 Magnús Heinason. — 50 Þrír óboðnir gestir. — 116 Freistingin. — 117 Skt. Jósefs bar. Nr. 137 Gullhellir Inkanna. — 138 Hirðingjar í Háskadal. — 154 Jazz-stjörnur. — 155 7—8—9 Knock out. — 114A, 114B, 114D Úrvals ástarsögur. — 148 A, 148 B, Úrvals leynilögreglusögur. — 149 A, 149 B, 149 C, 149 D Úrvals njósnasögur. — N Hrekkvísi örlaganna. Allar aðrar bækur bókalistans eru í bandi. Um þessar mundir kernur á bókamarkaðinn 1. bindi af ritverkinu „Vestur-íslenzkar æviskrár“. Séra Benja- mín Kristjánsson hefur samið æviskrárnar og búið bók- ina til prentunar, en það hefur verið hið mesta vanda- verk og tekið á þriðja ár. Hér er um að ræða merkilegt ritverk, sem skýrir frá æviatriðum mörg hundruð Vestur-íslendinga, og fylgja 500 mannamyndir æviskránum. Þá er getið barna þeirra, foreldra og um afa og ömmur, þannig að þarna eru upplýsingar um mörg þúsund íslendinga bæði austan hafs og vestan. Loks er í bindinu nákvæm nafnaskrá. Þetta stórmerka ritverk verður efalaust keypt af öll- um lestrarfélögum og bókasöfnum. Bókhlöðuverð kr. 480.00. Til áskrifenda „Heima er bezt“ kr. 350.00. Ég vona að Lestrarfélagið sjái sér hag í því að gerast áskrifandi að „Heima er bezt“ til þess að njóta hinna óvenju miklu hlunninda um bókakaup. Með beztu kveðjum, „Heima er bezt“ — 131 Scotland Yard. — 135 Réttvísin gegn frú Ames. Sigurður O. Björnsson.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.