Heima er bezt - 01.01.1961, Blaðsíða 10
Á þessari mynd eru af tilviljun fjórir ættliðir: Oddur, dóttir
hans Júliana, sonur hennar Kjartan og sonur hans Sveinn.
Ennfremur Snjólaug kona Kjartaris.
strax ægilegur. Bliki fórst með allri áhöfn, en um nótt-
ina, er veðrið lægði ofurlítið, hafði Baldur náð inn á
kyrran vog við Bíldsey, og bjargaðist þannig bátur og
áhöfn. Þótti öllum þetta ganga kraftaverki næst í slík-
um veðurofsa.
Þegar Baldur hafði skammt farið á leið til lands, var
veðurofsinn og hríðarmyrkrið svo ægilegt, að ekki sást
út fyrir borðstokkinn og ekkert var hægt að vita hvert
stefndi. Varð þeim þá það að ráði, að stöðva vélina.
Veltist þá báturinn þarna ferðlaus í stórsjóunum. Misstu
þá margir skipverjar móðinn og töldu litla lífsvon. En
þá sýndi Oddur frábært þrek og kunnáttu í sjómennsku
og tókst að koma út eins konar „drifakkeriu og lét þá
báturinn betur að stjórn. Eftir það tókst Oddi að telja
kjark í skipshöfnina og koma upp einhverjum seglum.
Var björgun báts og áhafnar almennt þökkuð Oddi og
hans ágætu sjómannshæfileikum.
A Blika var formaður Sigvaldi, bróðir Odds, annál-
aður sjómaður og víkingur að afli og þori.
Þegar ég kom til Stykkishólms haustið 1919 var Odd-
ur og systkini hans á bezta aldri, þótt þau væru öll
komin af æskuskeiði, sem svo er kallað. Málfríður var
þar búsett og átti 7 mannvænlega sonu. Sören var þá á
förum úr Breiðafjarðarbyggðum og honum kynntist ég
Oddur og Guðrún, og börn þeirra, Júliana, Anna, Svava,
Sigurbjörg, Gróa og Hallgrimur.
ekki fyrr en síðar, en þeir Sigvaldi og Oddur voru þá
í blóma lífsins. Er mér það í minni hvílík glæsimenni
þeir bræður voru, og fáa menn hef ég séð meiri á
vöxt og kempulegri en Sigvalda, enda var hann annálað
hraustmenni um Breiðafjarðarbyggðir og Vestfirði.
_ __ __ 4
Ungur að aldri giftist Oddur ágætri konu, Guðrúnu
Hallgrímsdóttur, frá Látravík í Eyrarsveit. Er hún lát-
in fyrir nokkrum árum. Þau hjón eignuðust sjö böm
og komust sex þeirra til fullorðins ára, en þau eru:
Gróa, gift Þorvaldi Böðvarssyni, bónda á Þórodds-
stöðum í Hrútafirði.
Svava, gift Sigurði Jónassyni, kaupmanni í Stykkis-
hólmi.
Júltana, gift Magnúsi Guðbrandssyni, fulltrúa hjá
Olíuverzlun Islands í Reykjavík.
Anna, gift Sigurði Steinþórssyni, fulltrúa hjá raf-
orkumálastjóra, Reykjavík.
Sigurborg, gift Ölafi Kristjánssyni, bæjargjaldkera í
Hafnarfirði.
Hallgrímur, útgerðarmaður í Reykjavík.
Auk þess átti Oddur son utan hjónabands, Geir Olaf,
húsasmið í Reykjavík.
Börn Odds og Guðrúnar.
Öll eru börn Odds fríð og mannvænleg, eins og þau
eiga kyn til. Er fjölskylda hans nú orðin mjög fjöl-
menn og afkomendur margir. A Oddur nú 27 barna-
börn og 40 barna-barnabörn. Er það myndarlegur og
traustur stofn fyrir framtíðina.
Sólbjartan, hlýjan sumardag á liðnu sumri heimsótti
ég Odd, sem nú dvelur á heimili dóttur sinnar, Júlíönu.
Hann ber aldurinn vel og er glaður og léttur í lund,
hrókur alls fagnaðar í vinahópi.
Þegar e/s Gullfoss er hér við land, vakir Oddur í
skipinu og er jafn morgunglaður eftir hverja vökunótt.
Hann hefur hvorki látið öldur hafsins eða kerlingu
Elli beygja sig. Myndi enginn trúa því, sem sér Odd
Valentínusson, að hann væri nær því hálf-níræður.
Ég þakka Oddi Valentínussyni gömul og ný kynni
og óska honum allra heilla.
6 Heima er bezt