Heima er bezt - 01.01.1961, Side 37

Heima er bezt - 01.01.1961, Side 37
„Þú hefur varla lengi mikið hár, ef þú hirðir það svona andstyggilega,“ sagði Valborg. „Ég læt vinnuna sitja fyrir öllu. Þú getur náttúrlega trútt um talað, sem hefur þetta rnikla hár,“ sagði Asdís. Eftir þetta samtal fór Asdís að greiða sér á hverjum degi og vefja fléttunum utan um höfuðið eins og Val- borg og hugsa betur urn að vera hreinlega til fara. Það fyrsta, sem Ásdís heyrði þegar hún kom heirn eftir erf- iðan vinnudag var ltveinið og kvartið úr gömlu kon- unni. Hún sagðist vera alveg tilfinningalaus af þreytu. Aldrei á allri sinni þrautagöngu gegnum lífið hefði hún verið eins úttauguð og þessa daga. Það væri meiri umskiptin að fara frá Hofi og þeim rólegheitum og allsnægtum eða hingað, þar sem ekkert væri til nema erfiðleikarnir. Ásdís var kvíðandi yfir því sem fram- undan var. Ekkert var líklegra en kerlingarrolan kvein- aði framan í Kristján og hann skipaði henni að fara burtu með drenginn og hvað lægi þá fyrir henni. Hún var fátöluð og fyrirferðarlítil þessa daga, kom drengnum í værð meðan Valborg mjólkaði og skildi mjólkina. Vanalega þvoði hún gólfið eftir að allir voru sofnaðir. Kristján átti að leggja til mann í vorgöngurnar út á Ströndinni, vegna þess að hans kindur voru þar enn þá. Ásdís var búin að hlakka til að fá að fara í göng- urnar, því ekki gæti Hartmann farið, sem várla þekkti nokkra skepnu, en Kristján vildi helzt ekki þurfa að fara. En svo varð litli sonurinn fárveikur af tanntöku. Þá aftólc gamla konan að hugsa um hann. Það var þá ekki um annað að gera en Ásdís yrði heima, en hún var í slæmu skapi. Hún reifst við Kristján kvöldið fyrir smalamennskuna, en það var þó óvanalegt. „Ég hef nú aldrei vitað annan eins eymdarskap, að tvær fullorðnar manneskjur skuli ekki geta hugsað um barnið eina nótt án þess ég sé heima. Valborg hefur víst ekkert viðbundið þar sem túnið er búið,“ sagði hún. Arndís gamla var inni og svaraði henni: „Valborg snertir hann sjaldan, það er ég sem má hafa hann, ang- ann litla, en fyrst hann er lasinn á ég ekkert við það, nema hann verði hressari í nótt.“ En drengurinn varð mikið veikari um nóttina, svo Ásdís talaði ekki um að fara í göngurnar. Hún talaði um það við Hartmann að það væri víst meiri þörf á því að ná í lækni en fara í göngur. „Það væri nú skárra ef það ætti að fara að þeytast eftir lækni, þó krakkaanginn taki tennur. Hann þolir nú líklega annað eins, hann nafni litli. Láttu ekki kerl- ingarroluna gera þig móðursjúka. Við höfum öll lifað það af að taka tennur,“ sagði gamli maðurinn um leið og hann snaraðist frarn úr baðstofunni. Þetta varð langur og leiðinlegur dagur. Ásdís var alltaf yfir drengnum. Henni fannst honum versna seinnipartinn. Þá kallaði hún fram í auðan bæinn: „Það verður að sækja lækni. Drengurinn má ekki deyja.“ Það svaraði enginn. Hvar gátu kerlingarasnarnir verið. Hún kallaði aftur. Þá kom Arndís inn. „Vertu nú bara stillt, Ásdís. Þetta er ekki hættulegt. Þú ert svo dugleg kona og hlýtur að þola annað eins og þetta. Meira var mér boðið. Mátti fylgja tveimur sonunum til grafar- innar. Það er ekki von að það sé mikið eftir af mér vesalingnum." „Því sóttuð þið ekki lækni, heldur en láta börnin deyja?“ • „Það var enginn læknir nærri þá. Ég held nú ekki. Það var sannarlega sárt að sjá hann Jóhann litla tærast upp. Hann 'var svo stór og myndarlegur, ekki ólíkur þessum dreng.“ „Vertu ekki með þetta vol og væl, sem gerir mann vitlausan,“ sagði Ásdís. „Það verður að sækja lækni til drengsins eins og ég er búin að segja.“ „En þegar enginn maður er heima hvorki hér eða ann- ars staðar. Allir í smalamennsku,“ sagði gamla konan. „En kerlingin hún Valborg. Hvar er hún eiginlega? Hún getur líklega sótt lækni.“ „Hún gekk eitthvað á bæi. Þetta átti að verða svodd- an hvíldardagur fyrir alla,“ sagði Arndís. Þá fór Ásdís að gráta yfir sínum erfiðu ástæðum. Arndís bauð henni að sitja hjá dregnum svo hún gæti farið út og hresst sig svolítið. Það væri auðséð, að hún hefði ekki þurft að stríða við veikindi, dálítið annað en hún sjálf, sem hafði verið þetta heilsuleysisstrá alla ævina en Ásdís þessi dugnaðar- og kjarkmanneskja. „Ég yrði bara brjáluð ef hann dæi,“ sagði Ásdís. „Ja, hverslags fjarmæli eru þetta. Það er nú líklega það sem margur má hafa að sjá á bak sínum. En þetta verður nú varla svo bágt. En hissa er ég á því, að þér skyldi detta í hug að fara frá honuni í göngurnar.“ „Hann var ekki svona veikur þá og það er blöskran- legt, að fá ekki að sjá féð. Þetta verður nú síðasta smalamennskan á þessu vori. Þær koma mér talsvert við skepnurnar hérna, ég hef snúizt svo utan um þær,“ sagði Ásdís og grúfði sig ofan í koddann. Gamla konan læddist fram. Það gat skeð að hún sofnaði, vesalings'stúlkan, og jafnaði sig ofurlítið. Ás- dís svaf elcki lengi. Hún þóttist heyra mannamál frammi í bænum og þóttist vita að Valborg væri komin heirn, enda kom Arndís inn með kaffi handa henni. „Við héldum að það gæti kannske hresst þig að fá blessað kaffið. Valborg segist geta farið út eftir til yfirsetu- konunnar ef þú óskir eftir henni en læknirinn er ekki heima. Hún frétti það fram á bænum þarna uppi í öxl- inni. Ég man nú aldrei hvað þeir heita þessir bæir hérna í nágrenninu. Það var kona þar með fingurmein. Hún fór út eftir. Frúin bjó um fingurinn.“ „Allt þarf að vera eins erfitt,“ sagði Ásdís. „En það er víst ágætt ef Jóhanna vildi koma og líta á barnið. Hún hefur alltaf reynzt mér vel.“ Valborg var komin inn og sagðist geta farið út eftir en þá yrði Ásdís að mjólka kýrnar, þær væru hérna rétt fyrir utan. Arndís gæti víst hugsað um drenginn á meðan. Ásdís sagði að það yrði líklega svo að vera, að hún hreytti kýrnar rétt í þetta sinn, en þá væru nú hrossin einhvers staðar, og Valborg þekkti náttúrlega enga skepnu sem varla væri von. „Þau eru nú hérna rétt út með sjónum,“ sagði Val- Heima er bezt 29

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.