Heima er bezt - 01.01.1961, Blaðsíða 11
F R
Ð
furðuverk sköpunarinnar, sem sigrabi heiminn
róðurbreiðan græna, sem þekur mikið af þurr-
lendi jarðar vorrar, er ofin úr samfellu ótal
lf tegunda, sem allar rekja þó ættir sínar til
þörunga, sem endur fyrir löngu uxu í heims-
hafinu mikla. Vatnið, sem nú er í útsænum, var eitt sinn
voldugt skýjaþykkni, sem hjúpaði jörðina svo rækilega,
að enginn sólargeisli náði að gægjast niður á yfirborð
hennar. Þá var engri grænni plöntu lífvænt á jörðunni.
En jörðin kólnaði. Vatnsgufan í skýjaþykkninu þéttist
og regnið streymdi niður. Úthöfin urðu til, en vatnið í
þeim var ósalt í fyrstu. En regnfossarnir dundu á jörð-
unni án afláts. Auðleyst sölt skoluðust úr berginu og
bárust til sjávar. Sjórinn gerðist saltur.
Eftir því sem iengur rigndi, greiddist skýjaþykknið
sundur. „Sól skein sunnan á salarsteina, þá vas grund
gróin grænum lauki“ eins og höfundur Völuspár orðar
það skáldlega og raunsætt í senn. Ný öld var risin í
sögu jarðarinnar, öld lífsins.
Og er fram liðu stundir gerðist mesta og stórfelldasta
byltingin í sögu gróðurríkis jarðarinnar. Plönturnar,
sem fæðzt höfðu og dafnað í sjónum, tóku að leggja
undir sig þurrlendið. Slík vistferli höfðu enga smáræðis-
breytingu í för með sér. Fram að þessum tíma höfðu
plönturnar lifað umluktar vatni. Úr vatninu fengu þær
fæðu sína, og það sá fyrir dreifingu og gróðursetningu
hinna fíngerðu æxlifruma, gróanna, og í vatninu mætt-
ust egg og frjó, svo að af þeim mætti vaxa ný kynslóð.
Með flutningnum upp á þurrlendið var þessu öllu
kollvarpað. Vatnið var hér af skornum skammti hjá
því sem áður var. Kynfrumumar gátu ekki lengur
mætzt á sundi. Hin veikbyggðu plöntufóstur áttu nú á
hættu að deyja úr þurrki, ef ekkert yrði að gert. Leita
varð nýrra ráða, til að vernda fjölgunarfæri plantnanna
og líf nýrra kynslóða.
En náttúran var fundvís á ný úrræði. Þróun lífsins
hélt áfram. Ný viðhorf sköpuðu ný tæki. Og þá verður
til eitt af dásamlegustu furðuverkum sköpunarinnar,
fræið. En fræ plantnanna er búið fjöldamörgum mikil-
vægum eiginleikum, sem fjölgunarfrumur þörunganna
skortir með öllu. En hér skulum vér minnast þess, að
fræið er bæði plöntufóstrið sjálft, kímið, og umbúnað-
ur um það, sem hefur það hlutverk, að vernda kímið,
þangað til það er þess umkomið að sjá fyrir sér sjálft.
Einn af mörgum eiginleikum fræsins er, að það þolir
þurrk um langan tíma. Kímið heldur lífi, þótt fræjð ber-
ist langar leiðir í þurru lofti. Naumast nokkur gró þör-
unga þyldu slíka meðferð, og enn síður frjóvguð egg
þeirra. Auk þessa geyma fræin forðanæringu, eins konar
nesti, sem kíminu er nauðsynlegt, þegar það fer að
gróa.
Síðast en ekki sízt er yzti hluti fræsins sterkar umbúð-
ir uin kímið. Þær eru gerðar úr mörgum lögum af
grjóthörðum frumum, ýmist eru umbúðir þessar fræ-
skurnin sjálf, eða frælegið leggur til nokkurn hluta
þeirra, en stundum eru þær gerðar úr hvortveggja.
Auk vatnsins er sólarljósið alger lífsnauðsyn öllum
grænum plöntum. Ef til dæmis að taka, allar þær þús-
undir fræja, sem verða til á gömlu tré, féllu til jarðar í
sltugga limkrónu þess og spíruðu þar, myndu þau inn-
an skamms farast af ljósskorti — deyja úr myrkri. Lauf-
grænan gæti ekki orðið til í blöðum þeirra, og þeim því
ókleift að afla sér fæðu úr loftinu. En um leið og fræj-
unum er gefinn möguleikinn, til að dreifast brott frá
móðurplöntu sinni, er þeim gefið færi á að vaxa og
dafna.
Það er þannig frumskilyrðið fyrir lífi allra grænna
plantna, að fræ þeirra, eða þó öllu heldur kímplöntur
þeirra, fái rúm sólarmegin. Heppnist það ekki, ferst
kímplantan, og í raun réttri er því svo farið að náttúr-
an er svo eyðslusöm, að langfæst fræ falla í svo góða
jörð, að af þeim vaxi fullþroska einstaklingar. Engu að
síður er það ljóst, að flestum plöntum er gert fært að
dreifa fræjum sínum á einhvern hátt, og með því trygg-
ir móðir náttúra, að einhver þeirra fyrir hitti það rúm,
sem henni hentar til vaxtar, svo að framtíð tegundar-
innar sé tryggð. Nokkrar plöntur geta slöngvað fræjum
sínum spölkorn frá sér, önnur fræ svífa langar leiðir á
vængjum vindanna, þá flytur vatnið fjöldamörg fræ til
hins fyrirheitna staðar, og loks bera dýrin fræin til um
leið og þau eta af þeim, eða aldininu, sem þau eru
geymd í.
Mörg eru þau spendýr og fuglar, sem dreifa fræjum
og aldinum. Ef fræið eða aldinið er svo stórt, að það
verður ekki gleypt í einu lagi, bera dýrin það oft brott
frá fundarstaðnum, til þess að gera sér gott af því í ró
og næði. En á þessum flutningum tapast fræin oft og
finnast ekki aftur. Það er kunnugt um marga fugla, að
ef þeir tapa fræi á flugi, setjast þeir ekki til að leita að
því, heldur fljúga þeir þangað, sem þeir sóttu það frá.
Mörg nagdýr, einkum þó mýs og íkornar, safna
kynstrum af hörðum fræjum til vetrarforða á hverju
hausti. Forða þennan geyma þau í holum í jörðunni,
oft spölkorn frá híbýlum sínum. En dýr þessi eru
óeirðagjörn, og oft verða áflog um fenginn, og þá tap-
ast tíðum hinn dýrmæti fengur í átökunum, því að fræ-
in eru hál, og illt að festa á þeim hendur. Ef íkorni
Heima er bezt 7