Heima er bezt - 01.01.1961, Blaðsíða 42
Hér birtist 2. hluti hinnar spennandi verðlaunagetraunar H. E. B.
Þá er að halda áfram að spreyta sig á
verðlaunagetrauninni, sem hófst í jóla-
heftinu. Eins og lesendum
„Heima er bezt“ er nú þegar kunnugt,
þá er til mikils að vinna nú eins og
oft áður. ELNA Supermatic saumavélin
er ein fullkomnasta saumavél, sem fram-
leidd er í heiminum og þess vegna óska-
draumur allra kvenna. Og aukaverð-
launin eru íslendingasögurnar í 13 bind-
um, gefnar út af íslendingasagnaútgáf-
unni, Sambandshúsinu, Reykjavík.
Þessi handhæga útgáfa af íslendingasög-
unum ætti að vera til á hverju einasta
íslenzku heimili.
Eins og skýrt var frá í jólaheftinu verður getraunin í fjór-
um þáttum, og þrjár spurningar úr íslendingasögunum í
hverju hefti. Skrifið niður svörin og geymið þau þar til allar
spurningarnar hafa verið birtar. Þá sendið þið blaðið með
svörunum til „Heima er bezt“, pósthólf 45, Akureyri.
Hér koma svo næstu þrjár spurningar: Hverjir sögðu eft-
irfarandi og úr hvaða sögum eru setningarnar:
4. „Þá skal eg nú muna þér kinnhestinn, og hirði eg aldrei,
hvort þú verð þig skemur eða lengur.“
5. „Eigi skal haltur ganga meðan báðir fætur eru jafn-
langir.“
Takið þátt í þessari skemmtilegu get-
raun. Það getur borgað sig vel. Framhald var eS verst» er eS unni mest.
getraunarinnar birtist í næsta blaði.
ÚRSLIT í VERÐLAUNAGETRAUN FYRIR BÓKASAFNARA
Bækitrnar hjá manninum voru 131. Eng
inn þátttakandi í getrauninni hafði rétta
tölu, en sá sem komst næst þvi að gefa rétt
svar var UNA Þ. ÁRNADÓTTIR, Kálfs-
stöðum, Hjaltadal, Skagafjarðarsýslu. Hún
gizkaði á 136 bækur og fær þess vegna allar
bækumar f verðlaun. — Fimm aukaverðlaun verða veitt þeim,
sem komust þar næst, en það voru: Óli Ragnar Jóhannsson, Hvols-
velli, Rangárvaltasýslu (gizkaði á 137 bækur), Þorgils Þorgilsson,
Efri Húsum, pr. Ólafsvík (gizkaði á 123 bækur), og þessi þrjú, setn
öll gizkuðu á 139 bækur: Hafdís Baldvinsdóttir, Svarfhóli, Mið-
dölum, Dalasýslu, Sigmar Bjömsson, Krossavík, Vopnafirði, Amór
Kristjánsson, Eiði, Eyrarsveit, Snæf., pr. Grafames.
Aukaverðlaunin eru 10 bækur af bókaskránni eftir eigin vali,
og eru þau Óli, Þorgils, Hafdís, Sigmar og Arnór beðin að senda
blaðinu lista yfir þær bækur, sem þau kjósa sér. Svo óskum við
sigurvegurunum til hamingju með bækurnar.
54 Heima er bezt