Heima er bezt - 01.01.1961, Blaðsíða 9
Odclur Valentínusson 83 ára, ásamt tveimur tengdasonum sinum.
tók við skipstjórn á hét „Svend“ og var gert út frá
ísafirði.
Þegar Breiðafjarðarbáturinn Svanur var bvggður í
Danmörku, fór Oddur Valentínusson utan, til að taka
við bátnum og sigla honum heim til Islands. Skipshöfn-
in var öll frá Stykkishólmi. Næstu tvö árin var Oddur
svo skipstjóri á bátnum á ferðum hans milli Breiða-
fjarðarhafna og Reykjavíkur. Svanur var 70 smálesta
skip og þótti glæsilegur bátur á þeirri tíð.
Oddur Valentínusson lætur jafnan lítið yfir sér og
segir ógjarnan sjóferðasögur. Hann telur sig hafa verið
lánsmann á sjónum og yfirleitt í öllu sínu lífi. Þegar
ég innti hann eftir, hvort hann hefði ekki oft lent í
lífsháska á sjónurn og hvort það væri ekki einhver ein-
stök sjóferð, sem honum væri minnisstæð, þar sem hann
hefði séð mesta tvísýni á lífi sínu, þá var svarið þetta:
„Það er alltaf áhætta á sjónum, og vitanlega er oft tví-
sýnt, hvernig sjóferðinni lýkur, en þetta er hvað líkt
öðru. Ég hef aldrei tamið mér að segja frá sjóferðum
mínum.“
Um fjóra áratugi hef ég þekkt Odd Valentínusson
og ég er honum alveg sammála um það, að hann hefur
alla tíð verið iánsmaður á sjó, eins og í öllu sínu lífi.
Aldrei hefur skip „tekið niðriu undir hans stjórn, hvort
sem hann hefur verið skipstjóri eða hafnsögumaður, en
líklega hefur þó enginn hafnsögumaður á íslandi leið-
beint skipum um jafn hættulegar slóðir. Þeir sem þekkja
leiðirnar inn á Hvammsfjörð og Gilsfjörð, munu ekki
rengja þetta, — en á þessa báða firði hefur Oddur leið-
beint skipum af öllurn stærðum, oft í haustmyrkri og
vondum veðrum.
í minningargrein, sem birtist í tímaritinu Breiðfirð-
ingi, árið sem Oddur lét af hafnsögumannsstarfi og
fluttist til Reykjavíkur segir svo:
„Það tel ég víst, að í byggðum Breiðafjarðar sé eng-
inn maður þekktari eða kunnari héraðsmönnum, en
Oddur Valentínusson. Hann hefur alið allan sinn aldur
í Stykkishólmi og um nær þrjátíu ára skeið hefur hann
leiðbeint skipum af mismunandi stærðum á allar hafnir,
víkur og voga, sem skip sigla á við Breiðafjörð, en þar
eru leiðir vandrataðar; — víða þröngar og háðar sjávar-
föllum. Hefur farið saman hjá Oddi óvenjulega glögg
þekking á leiðunt, leikni í sjómennsku og lán í störf-
um.“
Eina sjóferðasögu kann ég um Odd, sem sýnir hve
traustur hann var og mikill snillingur í handtökum á
sjó, þegar mest lá við, og hver gifta fylgdi honum jafn-
an í sjóferðum. Þessa sögu hef ég að litlu leyti eftir
frásögn Odds sjálfs. Hún gerðist eftir að ég kom í
Stykkishólm, og eru mér því öll atvik kunn af frásögn
annarra manna.
Hinn 28. janúar árið 1924, gerði aftaka veður af suð-
vestri við Breiðafjörð. Veðrið skall á að liðnu hádegi.
Tveir bátar voru þá á sjó frá Stykkishólmi. Voru það
6 og 7 tönna vélbátar, er hétu Baldur og Bliki. Var
veður gott, er bátarnir fóru í róðurinn, snemma morg-
uns, en veðrið skall snögglega á. Báðir bátarnir urðu
að sleppa lóðum og leggja til lands. Veðurofsinn varð
Heima er bezt 5