Heima er bezt - 01.01.1961, Blaðsíða 14
ASGEIR JONSSON FRA GOTTORP:
Sesar Jóns Asgeirssonar á Pingeyrum
Maður er nefndur Bjarni Björnsson. Hann bjó
á Hvoli í Vesturhópi og Neðra-Vatnshorni
í Línakradal uni alllangt skeið fyrir og eftir
síðustu aldamót. Bjarni var greindur maður,
skemmtinn og glaðlyndur, ölkær og skáldmæltur, hesta-
maður og mikill dýravinur.
Bjarni var greiðvikinn, óspar á fé, og höfðingi heim
að sækja og þá skemmtinn og glaðvær við gesti sína.
Hann var oft á ferðalagi. Hann lagði sérstaka rækt við
góðhesta og vitra hunda. Oftast var hann vel ríðandi á
ferð og hafði vel vaninn og vitran hund til fylgdar.
Þeir Bjarni og Jón Asgeirsson á Þingeyrum voru góð-
ir vinir og voru oft saman á ferðalagi, enda gerðu þeir
margar hliðstæðar kröfur til lífsins.
Að vori til, laust fyrir 1880 kom Bjarni sunnan af
Vatnsleysuströnd. Slcammt sunnan við Hafnarfjörð
mætir hann manni, og voru tveir hundar í fylgd með
honum. Annar þeirra var svört tík, alútlend að kyni.
Hún var svo stór og falleg, viturleg og mikil atgjörvis-
skepna, að Bjarna varð mjög starsýnt á hana. Með
henni var hálfvaxinn sonur hennar með sama lit og ein-
kennum. Bjarni varð mjög hrifinn af þessum mæðgin-
um. Við samtal Bjarna og manns þess vitnaðist, að
svarta tíkin hefði orðið eftir af útlenzku skipi í Hafnar-
firði haustið áður, og kvaðst maðurinn hafa tekið tík-
ina heim með sér. Skömmu síðar eignaðist hún fjóra
hvolpa, svarta að lit. Þeir voru þrír hundar og ein tík.
Þeir voru snemma þroskamiklir og efnilegir og mjög
fallegir. Öllum hvolpunum hafði maðurinn fargað til
kunningja sinna, nema þeim svarta, sem enn fylgdi móð-
ur sinni.
Maðurinn kvað tíkina stórvitra. Hún væri framúr-
skarandi skothundur .og virtist skilningsskörp á orð og
bendingar og mundi talsvert farin að skilja íslenzka
tungu.
Við þessar upplýsingar afréð Bjarni að reyna að eign-
ast svarta hvolpinn, ef þess væri kostur. Ekki mun vera
til kaupsamningur frá þessum viðskiptum, en niðurstað-
an varð sú, að Bjarni fór með þann svarta. Bjarni nefndi
hann „Sesar“. Hann varð snemma mikill vexti og glæsi-
legur og vakti fljótt á sér athygli fyrir vitsmuni. Hann
varð góður skothundur og lærði ýmsar kúnstir, fór í
smá sendiferðir, leitaði uppi týnda muni og fleira.
En þessi vitri fylginautur Bjarna varð ekki langlífur.
Snemma vetrar 1883’ dó hann af slysi. Skömmu síðar
skrifaði Bjarni manni þeim, sem Sesar var frá og óskaði
eftir öðrum hvolpi af sama kyni. En þá vildi svo gæfu-
samlega til, að hálfvaxinn, svartur hvolpur var til þar
syðra, undan systur og jafnöldru Sesars. Þennan hvolp
gat Bjarni fengið og nálgaðist hann skömmu síðar.
Þennan hvolp nefndi Bjarni einnig „Sesar“. Hann var
mjög líkur nafna sínum og frænda með vöxt, vitsmuni
og glæsileik. Hann var fæddur 1883. Þegar yngri Sesar
var rúmlega ársgamall, þá gaf Bjarni Jóni Ásgeirssyni á
Þingeyrum hann. Saga Sesars varð því stutt í eigu
Bjarna. Þess verður þó að geta, að skömmu eftir að
Bjarni fargaði honurn að þá eignaðist vitur og virðuleg
tík á Þernumýri í Vesturhópi þrjú afkvæmi, sem hún
lýsti Sesar föður að. Eitt þeirra var svartbotnóttur
hundur, sem Bjarni eignaðist og nefndur var Ganti.
Hann var stór og fallegur og spekirigur að viti. Meðal
afreka hans, s6m sýndi vitsmuni hans og lægni í skörpu
Ijósi, var að hann sótti kindur á klettasyllur hátt í
Vatnsnesfjalli, þar sem fræknustu menn voru frá
gengnir.
Eftir að Sesar komst í eigu Jóns á Þingeyrum, náði
hann við ríkulegt fóður og þjálfun miklum þroska á
skömmum tíma. Fullþroskaður var hann 78 sm. hár á
herðakamb (bandmál). Einnig var hann langvaxinn.
Honum var mjög hátt undir kvið, en bolgrannur og
rennilegur. Hann var hrafnsvartur, snögghærður og
gljáhærður. Höfuðið stórt ög fagurlega skapað. Eyrun
stór, þunn og lofandi niður að miðju. Augun stór, vitur-
leg og móbrún að lit. Með þessari miklu stærð var hann
fagur og tilkomumikill, svo að ég, sem þet'ta rita, hef
engan hund séð hans jafningja að öllu atgervi.
Snemma bar á óvenjulegum vitsmunum og námfýsi
ihjá Sesari, og lagði Jón mikla alúð við að kenna honum
ýmsar kúnstir til gagns og gamans.
Snemma varð Sesar framúrskarandi góður skothund-
ur. Hann fékk líka góða æfingu í þeirri íþrótt. Jón var
góð skytta og fór oft með byssu. En við þetta starf var
Sesar svo ákafur, að hann fékkst helzt aldrei til þess að
taka hvíld, þegar um fleiri fugla væri að ræða, fyrr en
hann hafði komið þeim öllum á land. En þetta var oft
harðsótt og vossamt og reyndi mjög á þrek hans og
lægni, þegar fuglarnir voru t. d. vængbrotnir, en með
fullu lífi og gátu bæði flögrað og stungið sér.
En ávallt bar hann sigur af hólmi, en varð þá oft
kaldur, hrakinn og illa til reika. Sesar var snemma lag-
inn á að leita uppi týnda og eftirskilda muni. í þeirri
íþrótt fékk hann Iíka góða æfingu. Oft þegar Jón var
á ferðinni, einkum innsveitis, þá skildi hann eftir plagg
s. s. vettlinga, vasaklút, svipu o. fl. Þegar heim kom,
10 Iieima er bezt