Heima er bezt - 01.01.1961, Blaðsíða 32
mjög góðu prófi í vor sem leið, hafi komið til dvalar á
heimili sitt að loknu námi, mesti myndar- og efnis-
piltur, og hafi mikinn áhuga á sveitabúskap. Hann sé
búinn að taka sér land til ræktunar og hyggist reisa
þar nýbýli í framtíðinni. — En svo ætla ég að segja
ykkur hjónunum það í trúnaði, skrifar frúin að lokum,
— að Fjóla okkar er tilvonandi húsmóðir á nýbýli bróð-
ur míns, því þau eru trúlofuð, þó að það sé enn ekki
opinbert. Og ég lít framtíð þeirra björtum augum, því
Fjóla er fyrirmyndar stúlka.
— Og þar með er helztu fréttunum lokið úr þessurn
ágætu bréfum!
— Þær eru líka góðar, Eygló mín. Enn hefur Guð
gefið mikinn ávöxt af okkar fátæklegu þjónustu. Og
Fjólu okkar er borgið um alla framtíð.
— Já, vissulega.
Prestshjónin sitja þögul nokur andartök, en svo lít-
ur séra Astmar brosandi á konu sína og segir:
— Þú ert nú búin að færa mér miklar og góðar frétt-
ir, Eygló mín. Og nú ætla ég að endurgjalda það með
einni góðri frétt til viðbótar.
— Jæja, vinur minn. Hvernig er hún?
— í dag þegar ég hafði lokið embættisstörfum mín-
um úti í borginni og var kominn á heimleið, mætti ég
Halli vini okkar á götu. Ég stöðvaði bifreiðina og tók
hann tali. Hann varð glaður við að sjá mig og sagðist
• •VILLl • • . • •
einmitt hafa ætlað að heimsækja mig í kvöld út af
mikilsvarðandi málefni.
— Get ég eitthvað gert fyrir þig, vinur minn? spurði
ég hann.
— Já, svaraði hann. — Nú dreymir mig stóra drauma
unt bjarta framtíð. Ég er nýbúinn að fá útmælda lóð
undir íbúðarhús, sem mig langar til að byrja að vinna
að nú þegar. En mig vantar ýms gögn og sömuleiðis
tryggingu fyrir láni til þess að geta hafizt handa að
nokkru ráði. Ég ætla að biðja þig að vera með mér í
ráðum, séra Ástmar, því ég treysti engum manni betur
en þér.
— Jæja, vinur minn, svaraði ég. — Mín aðstoð skal
heldur ekki bregðast þér, það sem hún nær. Síðan bauð
ég Halli inn í bifreiðina, og svo ókum við saman á ýmsa
staði og hittum menn að máli með góðum árangri, og
ég held mér sé óhætt að segja, að Hallur hafi nú í hönd-
um öll nauðsynleg gögn og sömuleiðis lánstryggingu,
sem með þarf til þess að geta þegar byrjað á húsbygg-
ingu sinni.
— Áhuginn gneistaði af Halli, og hann ætlar að
byrja að grafa fyrir húsgrunninum strax á morgun. Ég
lofaði að veita honum allan þann stuðning, sem ég get,
svo að framtíðarheimili hans megi rísa sem fyrst af
grunni. Og ég mun reyna að standa við þau loforð mín.
— Þegar erindum okkar var lokið, ók ég Halli heim
til hans, og að skilnaði bað hann mig að bera þér beztu
kveðju sína, sem ég færi þér hér með, Eygló mín.
— Ég þakka þér fyrir. Þetta var góð frétt, einn bless-
aður ávöxturinn enn. Það má með sanni segja, að þessi
dagur sé heilög uppskeruhátíð í lífi okkar og starfi,
eins og ég komst að orði áðan.
Séra Ástmar brosir. — Hefur þú nokkuð athugað,
hvaða mánaðardagur er í dag, Eygló mín?
— Nei, það hef ég sannarlega ekki gert. Hvað er um
hann?
— Þennan sama mánaðardag fyrir einu ári síðan flutti
ég mína fyrstu guðsþjónustu sem starfandi prestur í
þessari borg. Þessi dagur er því í tvennum skilningi
hátíð í lífi okkar.
— Já, sannarlega. Svo það er þá ár, síðan það gerðist!
— Já, dásamlegt ár.
Séra Ástmar leggur arminn um herðar konu sinnar og
hallar henni ástúðlega að barmi sínum. Þannig sitja þau
hljóð um stund og líta yfir hið liðna starfsár í ljósi
endurminninganna. Þetta ár hefur fært þeim mikla
blessun, og þau hafa ríkulega fundið sannleik þeirra
orða, að allt verður þeim til góðs, sem Guð elska.
Séra Ástmar þrýstir konu sinni enn fastara að sér og
segir í djúpri lotningu:
— Ég þakka þér fyrir samfylgd þína á þessu fyrsta
starfsári mínu í þjónustu kristinnar kirkju, áskæra kon-
an mín. Hún -hefur verið mér ein bezta guðsgjöfin!
Frú Eygló vefur mann sinn örmum í þögulli blíðu.
Hjörtu þeirra slá saman í heitri sigurgleði. Allt sitt líf
og framtíðarstarf ætla prestshjónin ungu að helga
Meistara lífsins í trú og kærleiksþjónustu.
í því er fólgin hin eina og sanna hamingja lífsins.
24 Heima er bezt