Heima er bezt - 01.01.1961, Blaðsíða 43

Heima er bezt - 01.01.1961, Blaðsíða 43
495. Másandi og hvæsandi sezt skip- stjórinn upp á gólfinu fyrir neðan stig- ann. Og nú reynir hann með báðum höndum að ná af sér þrælþröngri, bann- settri dollunni. En það tekst ekki. 496. En kopardollan hefur hert svo að hálsinum á honum, að hann getur ó- mögulega losað hana. Og nú notar Láki tækifærið og læðist ofan stigann, og ég á hælana á honum. 497. En skipstjórinn hefur eyrun hjá sér. Hann heyrir fótatak okkar og fálm- ar höndunum út í loftið, og svo slysa- lega vill til, að hann nær heljartaki um annan fótinn á mér. 498. „Bíddu nú bara við, lagsmaður góður!“ rymur í honum innan úr kopar- dollunni. En í sama vetfangi kemur Mikki á harða stökki inn um dyrnar. „Hjálpaðu mér nú, Mikki,“ hrópa ég. 499. Mikki bíður ekki boðanna. Hann áttar sig á augabragði. Og án þess að biðja um leyfi, ræðst hann á skipstjór- ann, sem óðar sleppir takinu um fótinn á mér. 500. í sama vetfangi erum við Mikki báðir komnir út um dyrnar, og þar fyrir utan bíður Láki eftir okkur. „Nú hlaup- um við ofan að ánni. Þar er smákæna bundin við bakkann, segi ég. 501. Við vorum aðeins komnir spöl- korn ofan eftir, þegar skipstjórinn hafði loksins náð af sér kopardollunni. Og nú hrópar hann með drynjandi röddu og skipar okkur að nema staðar alveg tafarlaust. 502. En við erum nú hreint ekki sér- lega fúsir til að hlýða skipunum hans. Finnum við nú fljótt kænuna og róum síðan út á ána. Og nú heyrum við öskr- in í skipstjétranum langar leiðir. Hann bölsótast þó árangurslaust. 503. Við komumst nú heilir á húfi yfir ána. En um leið og við höfum tyllt þar kænunni, spretta þar upp úr fylgsni sínu tveir skuggavaldar og grípa okkur höndum og teyma okkur síðan aftur ofan í fleytuna. Heima er bezt 35

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.