Heima er bezt - 01.01.1961, Side 33

Heima er bezt - 01.01.1961, Side 33
ODDNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR: Ur dagbók farkennarans Smásaga Mér f.r tamt að hafa álit á flestu fólki — að sjálfri mér meðtaldri. Þeir, sem sífellt gruna aðra um græsku eða tærast af vanmáttar- kennd, ættu að vita, hvað það gerir lífið hátíðlegt að treysta sér og öðrum til góðra hluta. Dagbókin ber þess rnerki. Sumir kaflarnir ljóma af bjartsýni. Þegar verðlaunaskáldin hafa lokið við tólf mílna ævisögur sínar, ætla ég að birta dagbókina. Hún verður heimildarrit um síðustu flakkara landsins — far- kennarana. Þetta er kafli úr dagbókinni frá því veturinn nítján hundruð og eitthvað: — Eg sagði börnunum, mér og þeim til lítils fagnaðar, að opna reikingsbækurnar. Miskunnarlaust minnti ég þau á prófið, þennan gamla draug bóknámsins, sem lifir og nærist á smásálarskap og hefur aldrei feitari verið en nú. Að vísu á ég fáeinar dýrðlegar minningar um próf. Man ég, þegar hann séra Pétur staðnæmdist á göngu sinni um gólfið og sagði stundarhátt: „Ég sé gegnum vegginn.“ Ég bjóst eldd við, að hann hefði fengið vitrun eða væri að yrkja, grunaði hann yfirleitt ekki urn neina andagift, en stökk á fætur til að sjá það, sem hann sá. Og þarna stóðum við á miðju gólfi, glaðvakandi og allsgáð, og sáum gegnum vegginn. Lítinn sólargeisla milli gisinna fjala Þetta var nú skóla'húsið á nesinu því. Én nú kvað það vera endurbætt. — Víkjum að efninu aftur: Ég var rétt byrjuð að hrella börnin með prófskrafi, þegar við heyrðum, að smíðatól voru „komin á ról“ uppi á bæjardyraloftinu. Iðjuhljóð frá hamri, hefli og sög barst niður til okkar, og ilmur af viði angaði á móti mér, þegar ég opnaði hurðina. Einhver bernskuminning hlýtur að valda því, að ég verð alltaf glöð, þegar ég heyri heflað og sagað. Ég man óljóst eftir því, þegar stafnglugginn var settur á baðstofuna heima. Það gæti verið sú endurminning. Ég fæ hugboð um, að einhverjar framfarir séu í að- sigi uppi á loftinu. Ekki geta þeir verið að smíða lík- kistu. Allir voru við góða heilsu hér í sveit í morgun. Þetta hlýtur að vera eitthvað í þjónustu lífs og starfs. Ég fer að þylja kvæði eftir Örn Arnarson. Hann hrfí- ur börn allra skálda mest, þó að samþykkt sé fyrir hönd barnanna, að Jónas sé þeirra skáld. Hetjusaga Stjána bláa og þjóðlífslýsingin um frúna, með hattinn, „sem var keyptur í Kaupmannahöfn og kostaði jarðarverð“, er miklu auðskildari en „feðranna frægð“, svona al- mennt. Varla er ég byrjuð á „Sköpun mannsins“, þegar ein- hver sér slóð flugþotu úti í himinblámanum og allir þjóta á fætur. Ég lít ekki við þessu veraldarundri. Ekki fæ ég séð, að snattferðir um dreifbýlið úti í geimnum, sé tíma- bært umtalsefni, meðan vantar vegi á Vestfjörðum. Svo ég nú ekki tali um hungurmorða fólk í Asíulöndum! „ Lítil von hann lagist senn. Lengi er Guð að skapa menn.“ Blessuð verið þið ekki að góna á þetta við skulum reikna.“ Þau hafa víst ekki heyrt kvæðið. Að tímanum loknum fer ég beint upp á loftið. Hús- bóndinn er þar við annan mann. Margt hefur á dagana drifið í farskólanum mínum í níu sýslurn samtals, en aldrei hef ég undrazt meir, síðan ég sá gegnum vegg- inn forðum: Þeir eru að smíða lítil, ferhyrnd borð, lægri en borð gerast. Ég skil. Svona skólaborð hefur mig alltaf dreymt um. Borðin hafa stöðugt verið mér til mæðu, of há fyr- ir alla nema fullvaxin börn. Lakast þó, þegar þau skjálfa eins og skip í ólgusjó. Ég get tæpast talið, að ég hafi kynnzt skólahúsgögnum á flakki mínu um landið. En það hefur mér þótt hátíð líkjast, að sjá börnin við góð og mátuleg borð. Minnisstætt er mér einkum feiknastórt stofuborð, sem gjökti, ef við það var komið. Þarna hafði lengi verið skóli, og allt benti til, að hann yrði þar þrettán ár enn, því að yngsta barnið var á fyrsta ári. Bóndi var þúsund þjala smiður og gerði marga góða gripi fyrir sjálfan sig. En með því, að ég var ung þá, og næsta hógvær, þorði ég ekki að benda honum á, að smíða borð til almenningsheilla. Hver veit líka nema hann hafi gert það að lokum. Ég anza ekki þeim, sem sjá afturför í öllu. Stundum hef ég þó haldið, að sú sköpunargleði, sem fylgdi vax- andi menntun um aldamótin, sé rokin út í veður og vind. Hvað er sambærilegt við afrek Strandamanna, þegar þeir, fyrstir manna, reistu unglingaskóla í sveit? Þeir gáfu timbrið og gáfu vinnu sína. Það gerði og yfirsmiðurinn. Hann mun jafnvel hafa léð vinnumenn sína ókeypis. Heima er-bezt 25

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.