Heima er bezt - 01.01.1963, Page 11

Heima er bezt - 01.01.1963, Page 11
hann krappan í þeim rekstrum, en fátt mun þó þykja í frásögur færandi af rekstrum Vigfúsar, og mun valda, ekki hvað sízt, hyggindi hans og rekstrarþrek. Aldraður og merkur bóndi, er var vinnumaður Vig- fúsar á unglingsárum, vék að því aftur og aftur, í við- tali við mig, hversu vel hefði gengið undan honum. Til dæmis sagði hann mér, að þeir hefðu einhverju sinni orðið að reka um hundrað fráfærulömb, einir saman, sem annars voru vanalega fimm um, — því að fyrri hluti leiðarinnar var hættulegur, ef lömb skutust til hægri úr rekstrinum — að ekki sé um talað að missa lömbin öll þangað, sem vel gat komið fyrir, ef rekstrarmenn misstu vald á rekstrinum á annað borð. Reksturinn gekk aldrei eins vel og í þetta sinn, sagði heimildarmaður, og þakk- aði því, að Vigfús setti þau undir eins á svo hraða ferð, Flögu-hjón með börnum sínum.Fremri röð frá vinstri: Agústa, Sveinn Gunn- arsson (nuv. bóndi á Flögu), Sveinbjörg, Guðríður. Aftari röð: Sigriður (uppeld- isdóttir), Vigfús, Gunnar (skrifst.stjóri Iíaupfélags Arnesinga), Sigríður hús- freyja, Gisli (bóndi nu, á nýbýlinu), Sigríður. að þau höfðu ekki ráðrúm til annars en að halda beint áfram, og hélt henni unz hættan lá að baki. Vigfús var meðal hinna miklu „vatnamanna" Skaft- fellinga, meðan sú tíðin var. Hólmsá var hans sérgrein, og stóð honum varla neinn á sporði við þá tröllauknu á, sem var verst ferjulausra vatna í Vestur-Skaftafells- sýslu (þegar ekki var hlaup í Jökulsá á Sólheimasandi). Hann átti og jafnan góða, og stundum frábæra, hesta, en til þess tekið hve tígulegur hann var á hestsbaki. Fróður vel er Vigfús í íslenzkum fornsögum, og var jafnan lesið upphátt á kvöldvökum á Flögu, en hús- lestrar hversdagslega alla Föstuna og á helgum þegar ekki var farið til kirkju. Gestrisni var svo mikil á Flögu, í tíð þeirra Sigríðar, að vafasamt má telja hvort á nokkru öðru sveitabýli á Gestkvœmt að Flögu (húsmóðirin hefur sjaldan látið mynd- ast). Meðal gestanna eru Jón Sigurðsson, skrifstofustjóri Al- þingis; Haraldur bróðir hans, prófessor við Tónlistarskólann i Kaupmannahöfn; Dóra, söngkona, kona Haralds; Eggert Briem frá Viðey og Halla kona hans, systir brœðranna; Ása Bri$m (kona Jóns Kjartanssonar — er tók myndina), Ágústa (dóttir Flögu-hjóna) og maður hennar, Olafur heitinn Hall- dórsson í Suður-Vík; Guðríður (dóttir Flögu-hjóna); B. O. B. maður hennar og tvö börn þeirra; Vigfús sjálfur o. fl. íslandi hafi önnur eins gestnauð verið, meðan ferðast var á hestum. Það mátti heita undantekning, ef nokkur fór svo fram hjá Flögu, að hann kæmi þar ekki við. All- ir langferðamenn, að kalla, gistu þar eða þágu máltíð eða kaffi. Meðan Síðumenn, Fljótshverfingar, Bruna- sandsmenn, Landbrytlingar og Meðallendingar ráku til Reykjavíkur (fyrst) og Víkur (síðar), var það lang- oftast að þeir gistu flestir eða allir að Flögu. Sama er að segja um lestaferðir, með rekstrum sem utan. Það var alls ekki sjaldgæft, að tugir manna gistu þar sömu Hólmsárbrú. n / Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.