Heima er bezt - 01.09.1964, Page 2
Er stóriðja æskileg?
Eitt þeirra mála, sem mjög hefur verið á dagskrá í
blöðum og manna á meðal nú undanfarið, er væntan-
leg stóriðja í landinu. Er það sízt að undra, því hér er
um mikilvægt mál að ræða, og eðlilegt að skoðanir
manna séu skiptar. En eins og á svo mörgum sviðum
öðrum virðist afstaða manna mótast rneira af því hvaða
stjórnmálaflokk þeir fylla, en málinu sjálfu. En miklu
skiptir að slík vandamál séu rædd án haturs og hylli,
eða afstöðu til ríkisstjómar eða pólitískra flokka.
Þegar rætt er um stóriðju hér höfum vér í huga, að
reistar verði stórar verksmiðjur, sem noti mikla orku,
allmikinn mannafla, en framleiði vörur, sem ætla má að
stöðug eftirspurn sé eftir á heimsmarkaðinum. Slíkar
verksmiðjur yrðu ekki reistar fyrir innlent fé eða láns-
fé eingöngu, heldur kæmu þar til erlendir aðilar, sem
legðu fram stofnfé að verulegu leyti og önnuðust sölu
afurðanna.
Þær spurningar, sem vér hljótum að leggja fyrir oss
í þessu sambandi verða því: Er þörf á þessum fram-
kvæmdum? og ef því er svarað játandi, hverjir kostir
og gallar fylgja þeim og hvert vegur meira? Ekki ætla
ég mér þá dul að gefa fullnaðar svör við þessum spurn-
ingum, en ræða um málið ef verða mætti að það vekti
menn til umhugsunar og þess að líta á það öðruvísi en
gegnum flokksgleraugu, sem lituð væri austrænni eða
vestrænni glýju.
011 lönd keppa nú að iðnvæðingu, og varla verður
um það deilt að hún sé það sem koma skal hér sem ann-
ars staðar. Landbúnaður og sjávarútvegur hafa þegar
iðnvæðst víða um heim, og vér sjálfir stefnum óðfluga
í þá átt, til þess að verða ekki á eftir í samkeppninni.
Ljóst má oss þó vera, að framleiðsluvörur vorar eru
harðla fábreytilegar. Þær eru yfirgnæfandi mest sjávar-
afli, sem vér vitum vel, að getur orðið næsta svipull,
þrátt fyrir alla iðnvæðingu. Það virðist því fullkomin
fásinna, að treysta eingöngu á hann sem útflutnings-
atvinnuveg um alla framtíð. Margir ætla, að landbún-
aður vor eigi blómaskeið framundan og væri óskandi að
svo væri. En þegar vér lítum á náttúru lands vors og
staðhætti alla, þá má vera ljóst, að torvelt er fyrir oss
að keppa við aðrar þjóðir um framleiðslu venjulegra
landbúnaðarvara á heimsmarkaði, því að vitanlega er
allsendis óviðunandi að treysta á markaði, þar sem vér
verðum að gjalda framleiðendum uppbætur á vöruna,
svo að þeir fái mannsæmandi laun erfiðis síns. Framtíð
landbúnaðarins hlýtur því að mestu leyti að hvíla á því
að fólkinu fjölgi svo í landinu sjálfu að markaður sé
tryggður fyrir mjólk og kjöt. En sú fólksfjölgun hlýt-
ur aftur að hvíla á því, að vér getum haft meiri og fjöl-
þættari útflutningsframleiðslu. Af þessum sökum má
það vera ljóst, að oss er þörf á einhverju nýju, sem skap-
ar oss verðmæti, eða vér getum flutt út vinnu vora, ef
svo mætti segja. Vér eigum mikinn auð og afl ónotað
í fallvötnum vorum og jarðhita. En hráefni til vinnslu
fábrotin. Auður vatnsaflsins er því aðeins nokkurs virði,
að það sé virkjað og verkefni séu fyrir hendi fyrir ork-
una. En til þess svo verði þurfum vér iðnað. Og í fljótu
bragði séð virðist þar lítið fyrir hendi annað en stór-
iðja, ef hennar væri kostur. En þá er ekki um annað að
ræða en innflutning hráefnis, og hefur þar einkum ver-
ið rætt um að vinna aluminium úr erlendu málmgrýti,
sem hingað væri flutt. En þótt vér rennum hýru auga
til slíks innflutnings, megum vér ekki missa sjónar á því,
að enn flytjum vér alltof mikið út af óunnu hráefni
sjávarafurða vorra, en að því hljótum vér að stefna, að
flytja sem mest út af þeim fullunnið. En það tekur lang-
an tíma, að skapa þann iðnað og afla vörunni öruggra
markaða.
Fólkinu fjölgar ört. Þótt nú sé í bili skortur vinnu-
afls, verður það ekki til lengdar, ef ekkert nýtt kemur
til. Vér verðum að geta tryggt fólkinu lífsafkomu. Þótt
vér eigum mikið ónotað land og auðug fiskimið, er það
ekki einhlítt til að framfleyta þeim tugum og hundruð-
um þúsunda fólks, sem við þjóðina bætist á næstu ára-
tugum. Og það er of seint að gera ráðstafanir til úrbóta
þegar á hólminn er komið. Af þessum rökum held ég
vér getum hiklaust svarað því játandi, að oss sé þörf á
að skapa aukinn iðnað í landinu, til að taka móti fólks-
fjölguninni, og skapa grundvöll fyrir velgengni og eðli-
legri þróun hinna gömlu atvinnuvega vorra.
En þótt vér viðurkennum þörfina á stóriðju gætu
fylgt henni þeir gallar að leita yrði heldur annarra ráða.
En fyrst skulum vér gæta að, hvað getur unnizt. Með
stóriðju skapast tryggari atvinna í landinu en nú er. Vér
fáum markað fyrir vinnuafl og raforku á erlendum
markaði, þar sem allar afurðir slíkra iðjuvera yrðu flutt-
ar út. Það þýddi aukið fjármagn í landinu og um leið
tryggari afkomu þjóðarbúsins. Ef stóriðjuver væri stað-
sett einhvers staðar utan Faxaflóasvæðisins, t. d. við
Eyjafjörð eins og til tals hefur komið, mætti það mjög
stuðla að jafnvægi milli landshluta og væri það eitt mik-
ilvægt atriði. Með öðrum orðum: stóriðja skapar þjóð-
314 Heima er bezt