Heima er bezt - 01.09.1964, Qupperneq 26

Heima er bezt - 01.09.1964, Qupperneq 26
Kerlingin við Drangey. enda styðjast þær allar að einhverju leyti við örnefni á fjallgarðinum. Ég mun rekja hér og segja þrjár sögur, sem eru tengdar Kerlingunni á fjallinu, og kemur hér sú fyrsta. Hún birtist í þessum búningi í ferðaþætti eft- ir Jón Thoroddsen skáld, en þáttinn nefnir hann Dálítil ferðasaga. í þessum ferðaþætti segir skáldið frá ferð sinni norður yfir Kerlingarskarð. En í þættinum segir frá því, að er þeir félagar, fylgdarmaðurinn og slcáldið, eru komnir að kvöldi dags á nyrðri skarðsbrúnina, þá lagðist hestur fylgdarmannsins niður og hreyfði sig ekki, hvernig, sem að honum var farið. Þeir urðu því að taka sér náttból þarna við þjóðveginn á koldimmu en hlýju ágústkvöldi. Um miðnætti þótti skáldinu sem líf færðist í Kerlinguna á fjallsbrúninni. Fannst honum sem hún teygði sig til hans og beygði sig niður að honum í mörgum hlykkjum og jafnframt hóf hún að segja hon- um sögu sína. Tók hún svo til orða: „Ekki þarftu mig að hræðast piltkind. Ég er af góð- um ættum komin. Var faðir minn nefndarþurs og bjó í Ljósufjöllum. Ég var ein barna, og þótti ekki óvæn- leg á yngri árum mínum, en nú er ég farin að gaml- ast og hnigin mjög á efra aldur, og er því lítt eftir fornrar fegurðar. En því sagði ég þetta, að ég vil segja þér tilefni álaga minna, og vildi ég þú síðan segðir öðr- um frá. Maður hét Gnúpur. Hann var nefndur þurs eins og faðir minn og tröll mikið. Hann bjó í Lóni. Son átti hann mikinn og vænan, er Drangur hét. Svo var hann stórfenglegur og voðalegur sýnum, að mennskir menn stukku allir undan, ef svo bar til, að þeir sæju hann um nótt. Þeir urðu felmtraðir mjög og kváðu hann vera genginn úr sjávarhömrum. Það var líka satt. Og þótt mennskum mönnum þyld slíkt útlit ófrýnilegt, þá þykir oss tröllum svo sem ekkert sé fegurra. Og sú varð líka reyndin á fyrir mér. Ég sá Drang einu sinni á trölla- þingi, og þótti mér þá, sem ég hefði aldrei litið gervi- legra mannsefni. Hann var þá átján vetra, en ég sextán. Og með því ég þótti þá væn mær og virðuleg, þá festi Drangur á mér ástarhug, og urðu þau endalok, að mikl- ar ástir tókust með okkur, og hétum við þar á þingi hvort öðru trú og hollustu. Því hreinlynd erum við tröll og segjum strax og án umsvifa það, sem oss býr í brjósti. Við hittumst oftlega í Yztugróf á Fróðárheiði, og skemmtum okkur sem bezt við gátum. Nú hafði ég eitt sinn heitið því Drang, að við skyldum hittast á téð- um stað um óttu. Þetta var að áliðnu sumri, og sólar- gangur farinn að lækka, svo við hugðum, að nógur væri tími til að talast við frá því um óttu og til sólar-upp- komu, — því að það skaltu vita, að ég er nátttröll, og •eru þau með því eðli, að þau þola ekki sól að sjá. Ég fór því af stað meðan faðir minn svaf, og skálmaði stór- um. En sem ég kom hérna á brúnina, stóð Þangbrand- ur prestur hinum megin við skarðið með róðukross í hendi og bandaði móti mér. Hann var þá að boða hinn nýja sið á íslandi, og var oss tröllum eigi mjög vel við hann. En svo mikill máttur fylgdi krossmarkinu, að mér var ekki unnt að komast neitt, þar sem það var fyr- ir. En með því að ég hafði heitið Drang að hitta hann, og það ei er siður vor trölla að ganga á heit vor, þá vildi ég heldur láta lífið en bregðast honum. Og reyndi ég því alltaf til að komast áfram, en alls staðar var kross- inn fyrir, sem ég leitaði á. Gekk svo þóf þetta þangað til að ljómaði fyrir degi, og hirti ég þó eigi um það. En þegar fyrsta rönd sólar kom upp undan fjallsöxl- inni, fannst mér sem steindofi færðist um mig alla, og gat ég hvorki hreyft lið né legg. Þá glotti Þangbrandur og fór á braut, og hef ég engar fréttir haft af honum síðan. En ég hef nú staðið hér um margar aldir, og hef- ur bæði sól skinið á mig og óveður bulið á mér, en lítt gef ég mig að slíku, því að hvorki fær nú sólarhiti né harðviðri grandað mér. Er það nú einasta huggun í raunum mínum, að Drangur vitjar mín á stundum, því að enn heldur hann tryggð við mig, þótt svona sé kom- ið. Hefur hann sagt mér, að hinn nýi siður hafi verið teldnn um land allt, og hafi síðan mjög farið hnignandi ríki trölla og annarra bjargvætta. Það segir hann og, að íslendingar séu nú eigi lengur frjálsir menn, þori hvorki vopn að bera, né skeri sjálfir úr málum sínum á Al- þingi, og hafi þeir tekið mann nokkurn yfir sig, sem 338 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.