Heima er bezt - 01.09.1964, Qupperneq 27
eigi er á landi hér, en hafi þar aðeins í seli. En það hef-
ur Drangur aldrei getað gert mér skiljanlegt, að það sé
í nokkru betra, að aðrir ráði manni en hann sjálfur. En
þess ber og að gæta, að ég hef nú verið steinn um svo
langan aldur, og get því eigi hugsað með öðrum hætti
en títt var, meðan ég enn var ung og lifði fullu lífi.
Drangur kennir allt þetta hinum nýja sið, og víst er um
það, að öðruvísi var í heiðni. Mjög segir hann og, að
hamratröll séu nú hnípin og þyki sem þau í ánauð séu,
en geti þó eigi að gert. Það segir hann enn, að því hafi
verið spáð fyrir mér og öllum þeim tröllum, sem í álög-
um eru, að þá munu þau fyrst losna, er íslendingar
verða aftur frjálsir menn. Þá munu og öll hamratröll og
bjargvættir fá nýtt líf og fjör.-------
Það eru nú rúmir fimm tugir ára, síðan Drangur kom
hér síðast, og var hann þá með meiri gleðisvip en hann
var vanur. Hann kvað allt vera vænlegra nú en fyrr, og
eitthvað myndi í skerast þangað til hann kæmi næst, og
vona ég að það verði bráðum. Svo hefur mér líka fund-
izt, sem meiri hreyfing hafi nú á verið en nokkurn tíma
áður, og ræð ég það einkum af viðræðum ferðamanna,
sem ríða hér um skarðið. En nú vildi ég vita nokkuð
gerr um þetta efni, og fyrir því sá ég svo um, að þið
félagar skylduð hér náttstað hafa, að ég vildi spyrja þig,
hverju liðsafnaður sá gegnir, er bændur hafa nú fyrir
sunnan fjall, því að ég hef í dag séð menn, ekki allfáa,
ríða suður yfir skarðið með alvæpni. Höfðu þeir allir
spjót langskeft og blikaði á skildina, og hélt ég þar fara
höfðingja nokkurra og fjölmenna til Alþingis.“
Þama lýkur söku Kerlingarinnar, en skáldið bætir
þessum hugleiðingum við frá eigin brjósti:
„Saga steinkerlingarinnar hafði fengið mjög á mig og
svaraði ég henni því með hæverskri lotningu:
Þess get ég, að þér hafi missýnzt, gamla kona. Munu
þetta hafa verið kaupamenn þeir hinir sömu, er við fé-
lagar mættum í dag. Reiddu þeir orf sín um axlir og
munu þér spjót sýnzt hafa, er langt var til að sjá. En
þar sem þú sást blika á skildina, þá vom það súrmjólk-
urleglar einir og sneru botnarnir við sólu. Ei er það
heldur siður nú, að höfðingjar fjölmenni til Alþingis,
því að þar koma ei nema fáir menn og þinga fyrir lukt-
um dyrum.“
Þá stundi steinkerlingin svo þungt, að stunan fór með
steinkulda í gegnum mig og ég mátti ekki mæla lengur.
í því bili gekk svartur skýjaflóld fyrir tunglið og loftið
þykknaði, svo að ég gat ei séð meira til steinkerlingar-
innar, hversu, sem ég starði út í dimmuna. Þó heyrði ég
hljóð, eins og maður í brynju léti handleggina falla
máttlausa niður með hlið sér, og í því bili heyrði ég
aðra hægari, en þunga stunu — og svo varð allt kyrrt.
Mér þótti þetta undarlegt, og vissi ei, hvort það var
draumur eða vaka. En af þessum dvala vaknaði ég, þeg-
ar nokkrir þungir regndropar féllu í andlit mér. Sveip-
aði ég þá að mér yfirhöfninni, hallaði höfðinu upp að
steininum og sofnaði brátt við súginn í vindinum og
niðinn í fossunum og ánum.“
Lóndrangur sá stœrri.
Þannig segir skáldið sögu Keriingarinnar á fjallinu í
þættinum: Dálítil ferðasaga.
En aðra sögu kann ég um þessa einmana tröllamey á
fjallinu. Ekki man ég nú í hvaða þjóðsagnasafni hún er,
en ég hef kunnað hana um marga áratugi. Sagan er
þannig sögð eftir minni:
„Ljósufjöll heita hæstu tindar á Snæfellsnessfjallgarði
fyrir utan Snæfellsjökul. í þessum fjöllum bjó á fyrstu
árum íslandsbyggðar tröllkona ein, mikil á velli og stór-
skorin. Eina koldimma síðsumarnótt brá hún sér vestur
í Hraunsfjarðarvatn, sem er mikið veiðivatn allmiklu
vestar á fjallgarðinum og ætlaði hún að fá sér þar í
soðið. En mikill silungur var í vatninu, og veiði-æsingin
gagntók svo tröllkonuna, að hún gleymdi sér alveg og
gætti sín ekki fyrr en farið var að daga. Þá þreif hún
silungskippuna, lagði hana á bak sér og stikaði nú stór-
um austur yfir fjallgarðinn til Ljósufjalla. En þegar hún
kom á eystri skarðsbrúnina, þar sem nú heitir Kerling-
arfjall, skein morgunsóhn beint framan í hana og varð
Heima er bezt 339