Heima er bezt - 01.09.1964, Síða 30
FIMMTI HLUTI
Notaleg sigurvíma fer um spenntar taugar Þorgríms.
Hann hefur hingað til komið vilja sínum fram, og eins
skal verða að þessu sinni. En þessa daga þar til Trausti
fer að heiman, ætlar hann að sjá svo um, að honum gef-
izt ekkert tækifæri til þess að vera í návist Svanhildar.
Hann þolir ekki slíkt eftir það, sem hann varð sjáandi
að frammi í stofunni í kvöld. En þegar Svanhildur er
orðin hans löglega eiginkona, þarf hann ekki að óttast
son sinn framar í þeim efnum. Hann færi aldrei að kom-
ast upp á milli hjóna, því trúir hann ekki, enda skyldi
honum aldrei takast það, þar sem hann á hlut að máli.
Þessi nýju giftingar-áform eru eitthvað það snjallasta,
sem hann hefur gert um ævina, og þeim skal hann líka
vissulega fylgja fram til sigurs. Hann ætlar að drekka
þeirra skál!
Þorgrímur gengur að skáp, sem stendur í svefnher-
bergi hans, tekur þar fram staup og skrautlega konjaks-
flösku og fær sér eitt staup úr flöskunni, en setur síðan
hvorttveggja inn í skápinn oftur og læsir honum. Síðan
gengur hann léttur í spori fram úr svefnherbergi sínu.
X.
Á milli þátta ,
Helgin líður, og starfið hefst að nýju. Verkamenn
Þorgríms hræra steypuefnið af miklu kappi, og á
skömmum tíma eru veggir nýja hússins fullsteyptir.
Trausti stjórnar verkinu með festu og forsjá og vinnur
sjálfur ötullega. Hann vill að allt standist áætlun hjá sér.
Þorgrímur fylgist vel með öllu, sem fram fer á heim-
ili hans, bæði úti og inni, en sérstaklega fylgist hann þó
vel með því, að Trausti fái engin tækifæri til þess að
ræða við Svanhildi í einrúmi, og honum tekst algerlega
að afstýra því, án þess nokkurn renni grun í þá viðleitni
hans. En hann er feginn hverjum deginum sem líður,
þar til Trausti fer að heiman. Og tíminn streymir óð-
fluga áfram.
A fimmtudagskvöld er að fullu lokið að steypa upp
veggi nýja hússins, og þar með er hlé um hríð. Trausta
er nú ekkert að vanbúnði fyrir suðurferðina, og þeir
feðgar hafa ákveðið, að hann leggi af stað frá Fremra-
Núpi klukkan átta næsta morgun, en þá fer áætlunar-
bíll um sveitina á leið til Reykjavíkur.
Trausti verkfræðingur rís snemma úr rekkju og klæð-
ist ferðafötum, sem bústýran unga hefir lagt fram hrein
og pressuð. Honum hefir enn ekki gefizt neitt tækifæri
með Svanhildi einni, frá því er fundum þeirra bar sam-
an í stofunni síðastliðið laugardagskvöld. En aldrei hef-
ir hugur hans og hjarta dvalið oftar hjá henni en ein-
mitt þessa daga síðan þá, og aldrei hefir hann þráð heit-
ar að eiga stund með henni einni. En annríki þeirra
beggja hefir að undanförnu girt fyrir, að það mætti
takast. Og nú er hann á förum að heiman, — en svo
þegar hann kemur heim aftur, þá . . . .
Trausti er ferðbúinn og gengur þegar inn í eldhúsið
til þess að neyta þar morgunverðar. Hann verður að
hafa hraðann á öllu. Svanhildur hefir þegar framreitt
Ijúffengan morgunverð, sem bíður hans á borðinu. En
hún er ekki einsömul í eldhúsinu. Þorgrímur er einnig
þar kominn. Hann ætlar ekki að gefa syni sínum tæki-
færi á neinni einka-kveðjustund með Svanhildi að þessu
sinni.
Trausti býður glaðlega góðan dag og sezt síðan að
morgunverði ásamt föður sínum. Hann má engan tíma
missa, eigi hann að ná áætlunar-bifreiðinni í tæka tíð.
Þorgrímur ræðir hressilega við son sinp, á meðan þeir
sitja að snæðingi. Hann er óvenju léttur í skapi þennan
bjarta morgun, enda mun honum finnast, að nú hafi
hann allt í hendi sinni: Trausti á förum að heiman til
að gera innkaup fyrir nýja húsið, en sjálfur ætlar hann
að ganga í löggilt hjónaband með Svanhildi í fjarveru
342 Heima er bezt