Heima er bezt - 01.09.1964, Qupperneq 4
SIGURLAUG ARNADOTTIR:
Stefán Jónsson, Hltó í Lóni
„Og þá blessar vor ölcl, sitt hið síðasta kvöld,
ef hún sendir þér smáperlur, móðir, i krónuna þína.“
Af hverju varð gæfa Islands slík á þessari öld að
/\ landið öðlaðist sjálfstæði og þjóðin býr nú við
l velmegun og góð lífsskilyrði, góða möguleika
til andlegs og líkamlegs þroska? — Það er vegna
þess meðal annars og ef til vill fyrst og fremst, að efni-
viðurinn í aldamótakynslóðinni var slíkur að hún var
móttækileg fyrir góða Guðs blessun og unga fólkið þá
samtaka og samhuga í, að nýta möguleika sína til hins
ítrasta, leggja ólgandi lífsorku, glampandi bjartsýni,
óbilandi trúartraust og þrotlausan dugnað sem sitt lóð
á vogarskál síns tímabils í sögu landsins.
Sá maður, sem ég ætla að gera hér að umtalsefni er
einn úr þeirra hópi.
Stefán á Hlíð er fæddur að Bæ í Lóni þann 16. sept.
1884. Foreldrar hans voru þau hjónin Jón Bergsson og
Rannveig Sigurðardóttir, sem þar bjuggu þá, en flutt-
ust skömmu seinna eða árið 1886 að Krossalandi í sömu
sveit. Jón faðir Stefáns var sonur Bergs bónda í Krossa-
landi sonar séra Jóns prests í Einholti Bergssonar sýslu-
manns í Arnanesi Benediktssonar lögréttumanns í Arna-
nesi sonar séra Bergs Guðmundssonar prests í Bjarna-
nesi. Frá séra Bergi í Bjarnanesi, er þar var prestur og
prófastur frá árinu 1744 til 1762, er kominn stór og
mannmargur ættbogi og er margt gáfu- og glæsimenna
í þeirra hópi. Voru afkomendur séra Bergs nefndir
Bergsætt hér um slóðir, — en það nafn hefur nú yfir-
færzt á aðra ætt og annan stofn og óskyldan úr Árnes-
þingi, svo sem kunnugt er. — Móðir Stefáns var frá
Borgarhöfn í Suðursveit og var ættstofn hennar héðan
úr sýslu sem rekja má allt til ársins 1703. Var hún hin
vænsta kona.
Stefán ólst upp með foreldrum sínum að Krossalandi.
Á uppvaxtarárum hans var mikil og almenn fátækt hjá
alþýðufólki á Islandi og svo var og á bernskuheimili
hans. Segir hann sjálfur svo frá að aldrei hafi hann
smakkað ljúffengari mat en sílið og loðnuna, sem hann
fann rekna á Krossalandsfjörur, er líða tók á vetur og
matarbirgðir voru að þrotum komnar á heimilinu. En
þrátt fyrir þröngan kost svo við sulti lá, — og stöðugt
strit, var töggur í drengnum, sem var að vaxa úr grasi
í Krossalandi. Það að vera svangur, klæðlítill og kaldur
var allt hverfandi og hlaut að breytast með árunum, —
en það að þurfa að horfa upp á ástkæra móður líða skort
og hafa ekki nógu gott atlæti né aðbúð, það hygg ég
Stefáni hafi verið hin þyngsta raun og það eina sem hon-
um þykir reglulega sárt að minnast frá uppvaxtarárun-
um.
Stefán á Hlíð með dótturson sinn árið 1956.
Horft heim að Hlið i Lóni sumarið 1963.
316 Heima er bezt