Heima er bezt - 01.09.1964, Page 22

Heima er bezt - 01.09.1964, Page 22
SVEINBJÖRN JÓHANNSSON, DALVÍK: LítiII frásöguþáttur um SJÓSÓKN SVARFDÆLINGA Frá því um síðustu aldamót og til ársins 1925, eða þar um bil, þótti tíðindum sæta ef hægt var að ná fiski úr sjó á venjulegum bátamiðum, á tíma- bilinu frá því í nóvember á haustin þar til í maí á vorin, að undanskildum fáeinum fjörukóðum að vor- inu og svo rauðmaganum, sem mátti telja nokkuð árviss- an frá miðgóu og fram í maí. Því var það, að menn fóru að taka sig upp um sumar- málin, eftir að vorsílið (loðnan) fór að aflast hér á Eyjafirði, og fara á mótorbátum með árabáta með sér út til Grímseyjar og róa þaðan. Þannig fékkst oft tölu- verður afli, en ætíð var þetta aðeins stubbfiskur, er hélt sig eingöngu á grunnu vatni. Varð alls ekki vart á meira dýpi en 10-20 föðmum, og bezt á 10-15 faðma dýpi. Menn voru einstöku sinnum að prófa á miklu dýpra vatni, allt ofan á 120 faðma, en þar varð sjaldan vart við nokkura skepnu, varla blákóð eða gaddaskötur, hvað þá meira. Virtist þetta gilda jafnt frammi við Grímsey eins og upp við land. En eftir að kom fram í júní, mátti telja nokkurn vegin öruggt að vorgangan kæmi. Þá fóru menn að prófa, og varð jafnan uppi fótur og fit, þegar til hennar fréttist. Þessar fiskgöngur héldust vanalega í 4 til 6 vikur, aflamagnið nokkuð jafnt allan tímann, en dálítið mis- jafnt frá einu ári til annars. Svo snöggtók oft fyrir afl- ann, eða hann minnkaði mikið á fáum dögum. Stundum hélzt einhver reytingur um skeið, en yfirleitt þurfti eft- ir honum á miklu dýpri mið, jafnvel 150-180 faðma. Það var á árunum 1915-26, sem við gerðum út í Grímseyjarleiðangra frá Dalvík með smábáta til að róa á í stúffiskinn. Oftast voru 4-6 menn við hvert „úthald“, eins og það var kallað. Var ekki róið með nema fáar lóðir í einu, helzt ekki fleiri en 10, eða um 1000 öngla. Veiðisvæðið var oftast nær mjög takmarkað, svo að menn marglögðu stundum hver „ofan í annan“. Gat þá stundum orðið allróstusamt við dráttinn, því hver reyndi að bjarga sér eftir beztu getu, eins og gengur og gerist. Mótorbáturinn lá við keðju uppi við ey. í honum voru 3 eða 4 af mönnum úthaldsins, en aðeins tveir í árabátnum. Stundum færðu menn mótorbátana til, svo að styttra yrði fyrir árabátana og fljótlegra að komast á milli. Róðrarmennirnir skiluðu lóðum og afla yfir í mótorbátinn, og átti helzt að vera til beitt lína handa þeim í næstu lögn, hvenær sem þeir komu. Var þetta reynt eins og mögulegt var, en oft var mikið að gera hjá þeim, sem tóku á móti og beittu, því að þeir þurftu h'ka að gera að aflanum og koma honum fyrir. Fiskurinn var allur saltaður jafnharðan, og varð það aÆgerast með mestu samvizkusemi. Var oft erfitt að athafna sig við þessi störf, því að plássið var takmarkað og fátt um þægindi. Saltið var gjarnan í pokum, sem færa þurfti til í bátunum eftir því sem fiskurinn kom í lestina, og að sjálfsögðu var saltað beint úr pokunum, svo þægilegt sem það nú var. Tíminn, sem fór í hvern túr gat orðið upp undir viku, en það fór auðvitað eftir veðurfari og aflabrögð- um í hvert skipti. Oft var svo alvarlegt fiskleysið og gæftaleysið, að farið var með beituna á blikkpönnum upp á Ey og þær grafnar niður í snjóskafla, svo að sílið héldist lengur óskemmt, eða nothæft. Var venjulega nægur snjór til þessara hluta vestan til á eynni fram eftir vorinu. Svo kom stundum fyrir, að veiðin var bara mikil, veðrin stillt og skemmtileg. Gekk þá allt náttúrlega vel. Akaflega var þröngt um mannskapinn í þessum úti- legum á litlu mótorbátunum. Þeir voru þægindasnauðir og ætlaðir færri mönnum. Var því óhætt að segja, að oft reyndi mjög á þolinmæði og stillingu, svo að komizt yrði hjá árekstrum. Margir þessir túrar voru skemmtilegir. Einu sinni kom til dæmis svo mikill fiskur upp vestur af Básavík, að segja mátti að stæði á hverjum lcróki, svo að í venju- legt fjögurra manna far var ekki hægt að taka af fleiri en fjórum lóðum (c. a. 400 önglum), því að þá var drekkhlaðið. Allt var þetta 14-18 tommu fiskur, og mátti heita óslitin og jöfn veiði í tvo sólarhringa. f það skiptið voru úthöldin ekki nema þrjú, en eftir þessa hrotu hafði einn báturinn fengið 10 skpd. á eina hálf- tunnu af sílisbeitu. Að liðnum þessum tveim dögum spiltist veður, en eftir að hægði aftur varð ekki nema reytingsafli. Þá voru líka bátarnir orðnir margir. 334 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.