Heima er bezt - 01.09.1964, Síða 34
köld og róleg hið ytra, og þannig ætlar hún að sigra
þessa eldraun án þess að láta sér í nokkxu bregða.
Séra Jón bendir nú brúðhjónunum að rísa úr sætum,
eftir venju, og síðan ber hann fram, fyrst við brúðgum-
ann, hinar formföstu hjónavígsluspurningar og fær þeg-
ar skýrt jákvætt svar við þeim. En þvínæst beinir hann
þeim sömu spurningum til brúðurinnar ungu og bíður
eftir svari hennar.
Hjartað í barmi Svanhildar hrópar nei, en heilinn
skipar tungunni að svara játandi. Það er algerð uppreisn
innra með henni, en hún ætlar að hlýða skipun heilans
og segja já, því var hún búin að heita foreldrum sínum,
varir hennar bærast og mynda orðið já, en það nær ekki
að hljóma í eyru prestsins. Svanhildur heyrir skyndi-
lega þungan nið fyrir eyrum sér, presturinn verður
eins og óljós sýn í fjarska, og svo hverfur henni allt.
Séra Jón áttar sig fyrstur á því, sem er að gerast.
Hann grípur snöggt um Svanhildi og ver hana falh.
Handbókin fellur úr hendi hans niður á gólfið, en brúð-
urin hallast meðvitundarlaus að barmi hans. Slíka stund
hefir séra Jón aldrei lifað áður.
Þorgrímur áttar sig í fyrstu ekki á því, sem komið
hefir fyrir Svanhildi. Þetta gerist svo snöggt og óvænt.
Hann lítur hvasst á prestinn og spyr: — Hvað er að?
— Brúðurin er fallin í öngvit, svarar séra Jón rólega.
Þorgrímur stendur eins og steinrunninn, á meðan
hann er að átta sig á kringumstæðunum, og hreyfir
hvorki legg né lið. En Steinvör er þegar komin Svan-
hiidi til hjálpar.
— Við skulum fyrst leggja hana hérna upp í rúmið,
segir hún við séra Jón, það er hægast.
Þau lyfta henni sameiginlega og leggja hana í rúm
Trausta, og Svanhildur hvílir nú sem lífvana á hvítum,
mjúkum beði verkfræðingsins.
í stofunni ríkir næstu andartökin óhugnanleg þögn.
Öllum viðstöddum er það ljóst, að hjónavígslunni verð-
ur ekki haldið áfram að sinni. Þorgrímur snarast fyrst-
ur fram úr stofunni án þess að mæla orð. Hann verður
að fá að vera einn um stund og átta sig betur. Slíkt reið-
arslag hefir hann aldrei hlotið fyrr á ævinni. Hann reik-
ar inn í svefnherbergi sitt og aflæsir því.
Hjónin á Ytra-Núpi færa sig nær rúminu til Svan-
hildar og staðnæmast þar, miður sín og ráðþrota í fyrstu.
En Steinvör er fullkomlega róleg, og nú er það hún, sem
tekur hér stjórnina í sínar hendur. Hún gengur fram
úr stofunni og sækir kalt vatn og bakstur, sem hún legg-
ur mjúklega við enni Svanhildar, en henni hefir verið
kennd sú lífgunartilraun við yfirliði.
Séra Jón tekur sér sæti í stofunni og fylgist nákvæm-
lega með tilraunum Steinvarar. Hann vonar, að hér sé
bara um venjulegt yfirlið að ræða, sem ekki vari lengi,
og bíður þess vongóður og rólegur, að brúðurin unga
vakni til lífsins að nýju.
Vinnumenn Þorgríms sjá, að hér inni geta þeir ekkert
aðhafst til hjálpar og hverfa því hljóðlega fram úr stof-
unni.
Stundin líður. Við beð Svanhildar ríkir djúp þögn,
og ekkert rýfur kyrrð stofunnar nema þungt regnið,
sem enn drýpur jafnt og þétt á gluggann. Biðin eftir
því, að Svanhildur rakni við aftur, er orðin all löng,
er loks sjást fyrstu merki þess, að hún sé að vakna til
meðvitundar á ný. Hálflukt augu hennar opnast, fjar-
ræn og þokukennd, og varirnar bærast.
— Nei, nei, nei, — segir hún lágt, en þó heyra alhr
viðstaddir orð hennar, sem hún þó gerir sér auðsjáan-
lega ekld grein fyrir sjálf.
Séra Jón lýtur höfði. Honum finnst hann nú hafa
fengið svar brúðarinnar við hjónavígslu-spumingunum.
Þessi orð hafa verið henni ríkust í huga, er hún féll í ó-
megin, og nú liggur við að hann fagni því, að þessum
harmleik skyldi ljúka þannig í kvöld, hvað svo sem
framtíðin kann að bera í skauti sér um framhald hans.
Hin fyrstu orð Svanhildar vom henni með öllu ó-
sjálfráð og án eigin skynjunar, en svo smáskýrist vitund
hennar, og hún nær valdi yfir hugsunum sínum. — Hvar
er hún stödd? Hún rennir til augum. Steinvör stendur
næst henni og horfir blíðlega á hana. Foreldrar hennar
standa einnig við rúmið, og séra Jón situr skammt frá
þeim. Aðrir era ekki í stofunni.
Já, hún er frammi í stofu, í rúminu hans Trausta!
Hversvegna er hún þar? Og hversvegna er séra Jón
hérna? Og hann er hempuldæddur! Ó, nú man hún það!
— Guð minn góður! Skyldi giftingunni þá vera Lokið?
— Nei, hún var víst ekki búin að svara spurningum
prestsins, þegar allt hvarf henni í myrkvað algleymi.
Hún lyftir höndinni og réttir hana til Steinvarar, en
segir ekkert.
Steinvör tekur mjúklega um hönd Svanhildar og spyr
með móðurlegri blíðu: — Hvernig líður þér, góða mín?
— Ég er þreytt. Má ég sofa hér áfram?
— Já, þú skalt bara sofa hér róleg og hvíla þig að vild,
en get ég ekki gert eitthvað fyrir þig?
— Nei, Steinvör mín, ég þarf einskis nema fá að sofa.
— Svanhildur mín, segir Guðrún móðir hennar og
lýtur yfir hana og ætlar að fá hana til þess að tala við
sig, en Svanhildur andvarpar þreytulega og lokar aug-
unum án þess að sinna móður sinni nokkuð. Hún þráir
aðeins hvíld.
Einkennilegt, hugsar séra Jón, sem fylgist vel með
öllu, sem fram fer, hún tekur Steinvöru fram yfir móð-
ur sína.
Steinvör heldur enn um hönd Svanhildar og horfir
með klökkvaþrungnum blíðusvip á ungu stúlkuna, með-
an þreytt vitund hennar hlýtur frið svefnsins, og sá
svefn er auðsjáanlega eðlilegur svefn. Steinvöru er ljóst,
að Svanhildur er sofnuð. Hún dregur hægt að sér hönd-
ina og snýr sér hljóðlega að hjónunum á Ytra-Núpi og
séra Jóni.
— Ég tel réttast að lofa Svanhildi að sofa hér í næði
eftir vild, segir hún lágt og alvarlega.
— Já, Það er alveg sjálfsagt, svarar séra Jón, og hjón-
in samþykkja það.
(Framhald)
346 Heima er bezt