Heima er bezt - 01.09.1964, Page 9
rekkjuvoðir, og tvinnaðan í buxur og annan ytri fatnað,
auk þess saumaði hún að miklu leyti hversdags fatnað
á pilta sína. Við þetta starfaði móðir mín oftast ein, eft-
ir að gömlu konurnar létust, en stundum fékk hún þó
stúlkur seinni árin til að spinna þráð með sér.
Móðir mín var óvenju hagvirk og hraðvirk við hvaða
vinnu sem var, og töluvert kröfuhörð, bæði við sjálfa
sig og aðra. Það var ánægjulegt og hrífandi að sjá hana
sitja við spuna og teygja kembuna langa leið frá rokk-
pípunni, og bláþræði og hóla á bandi gat hún ekki liðið.
Þá var ekki síður gaman að sjá hana við rakstur. Það
var ekki dregið af hrífufarinu og hraðvirknin og skerp-
an var sérstök og seiglan framúrskarandi, en það sér-
stæðasta var, að hún var líka þrifin og velvirk. Ullar-
band vann hún af sinni kunnu snilld fram á sitt síðasta
æviár, og það var eftirsótt í nærföt á smábörn, einnig
hafði hún lengi samband við fyrirtækið „íslenzk ull“ í
Reykjavík, sem seldi fyrir hana bæði band og unninn
tóskap. Hún hafði sérstaka ánægju af að vera vel byrg
af bandi, og hafði það í röð og reglu. Af því tilefni
kvað faðir minn eitt sinn til hennar:
Hundrað áttu hespubrot af hreinu bandi,
hnýti og vinnsli í heilu standi
og hnykilpaufa óteljandi.
Sem ég hefi áður sagt um föður minn, var hann hag-
virkur, notinvirkur og vannst vel, samvizkusamur og
deildi ógjarnan á aðra. Honum var trúað fyrir opinber-
um málum sveitar sinnar, var meðal annars oddviti
hreppsnefndar Skarðshrepps frá 1913—21 og barnakenn-
ari var hann tvo vetur. Tel ég að segja megi, að störf
þessi hafi farið honum vel úr hendi, þótt lengi megi eitt-
hvað að öllum finna. Það er eitt, sem ég vil geta hér
sérstaklega, og var sterkur þáttur í lífi föður míns og
setti nokkuð sérstakan brag á heimilislífið, það var vísna-
gerð hans og kveðskapur. Hann gerði vísur um allt og
við öll möguleg tækifæri, og var oft svo hraðkvæður
sem hann mælti fram venjulegt mál. Einnig orti hann
þrennar rímur og mikið af Ijóðum. Marga vini sína og
kunningja kvaddi hann í síðsta sinn kveðju bundins
máls. Hann skrifaði læsilega rithönd og var fljótur að
skrifa og setti saman sendibréf og bundið mál, þótt bað-
stofuskvaldur væri allt um kring.
Mér dettur í hug að bregða upp mynd af æskuheim-
ili mínu, eins og það var um 1920.
Ef fénu var ekki haldið til beitar komu piltarnir inn
um kl. 4 frá skepnuhirðingu og þá var borðaður mið-
degisverður, síðan settist hver í sæti sitt í baðstofunni^
enn var of snemmt að kveikja, mamma tók prjónana
sína, glamur þeirra vitnaði um iðnar hendur. Við yngri
drengirnir hjúfruðum okkur að pabba uppi í rúmi, og
báðum hann að kveða núna. — „Hvað á ég að kveða,“
var svarað. — „Blómsturvallarímur eða af Héðni og
Hlöðvri.“ Pabbi hóf þá að kveða, hann kunni heila
rímnaflokka utan að. Nú hlustuðu allir, og sáu fyrir sér
vettvang kappa rímnanna, veizlur þeirra og bardaga.
Brátt leið að því, að kveikt var á olíuhengilampanum.
Mamma tók rokkinn sinn og kambana, pabbi hrosshárs-
snælduna og kembdan hrosshársvindil, hóf að spinna
hrosshárið, sem elzti bróðirinn kembdi, einn bróðirinn
las annað hvort úr sögubók eða úr dagblöðum, yngstu
mennirnir voru látnir prjóna illeppa með garðaprjóni.
Um kl. 8 gáfu eldri bræðurnir kúnum og um kl. 9 fór
mamma í fjósið að mjólka kýrnar, og einhver bræðr-
anna með henni, að færa kúnum vatnið. Þennan tíma
notaði faðir minn oft til að skrifa, þá var önn dagsins
að ljúka og kyrrð komin á. Síðan var neytt kvöldverð-
ar og mamma gekk frá mjólkurílátum og mataráhöld-
um og unglingamir gengu til hvílu og pabbi um svipað
leyti, en þá var það oft siður mömmu annað hvort að
prjóna skorpukorn eða þá, sem var miklu algengara, að
hún tók sér bók og las og hafði þann sérkennilega sið,
að standa við lampaljósið, þannig las hún oft ærna stund
og var fljót að renna augum yfir síðumar. Hún var ætíð
mjög svefnlétt og alla sína búskapartíð reis hún fyrst úr
rekkju þegar veikindi hömluðu ekki.
Árið 1922 breyttu foreldrar mínir um bólstað, seldu
Hólakot Jóhanni Jóhannessyni fóstursyni sínum. Hann
var kvæntur nokkmm árum áður Tryggvinu Friðvins-
dóttur á Reykjum, og hafði hann búið þar á móti
tengdaföður sínum. En faðir minn keypti afmr Skef-
ilsstaði á Skaga og þangað fluttum við um vorið. Það
fylgja því oft annmarkar að skipta um ábýlisjarðir, ekki
sízt þegar jörðin hefur áður verið í hálfgerðri niður-
níðslu. Verkefnin urðu því ærin er þangað var komið,
fyrst var tekið til við að girða tún og byggja búr-
geymslu.
Ég held að móður minni hafi verið það hálfnauðugt
að flytja í Skefilsstaði. Ekki þannig, að hún hafi ekki
séð fulla þörf á því, að fá stærra jarðnæði fyrir hina
uppvaxandi syni, en hún vildi flytja fram í Skagafjörð
eða „nær sólinni11, eins og hún orðaði það.
Þegar foreldrar mínir flutm að Skefilsstöðum, urðu
mikil þáttaskil í lífi þeirra. Þá var til dæmis hætt við
sjósókn að mestu, nema fyrstu haustin, er róið var úr
Sævarlandsvík, og stöku sinnum að sumrinu, því þá óð
síld enn með Skaga. Ábýlisjarðirnar voru mjög ólíkar,
og á þeim árum voru líka að gerast þáttaskil í lífi ís-
lenzkrar alþýðu og búnaðarhátta. Öld hraða og örari
samgangna og véltækni var að hefjast, og um leið
hrandu aldagamlar venjur og lifnaðarhættir alþýðu
manna. Á Skefilsstöðum varð starfsvettvangur þeirra
þrjátíu og átta ár, til 1953 vom þau talin fyrir búi, þó
síðari árin í sambýli við elzka son sinn, Jónas Viggó, og
konu hans, Sigríði Sigtryggsdóttur, og síðustu æviárin
dvöldust þau í skjóli þeirra hjóna.
Telja má að þeim hafi búnast vel á Skefilsstöðum,
þótt fyrstu búskaparárin þar væru þeim að mörgu óhag-
stæð. Sérstaklega held ég að faðir minn hafi unað sér
þar vel. Hin stórfenglega útsýn heiman að og hið vold-
uga víðsýni orkaði vel á hann, sérstaklega dýrð vornæt-
(Framhald á bls. 330)
Heima er bezt 321