Heima er bezt - 01.09.1964, Qupperneq 11

Heima er bezt - 01.09.1964, Qupperneq 11
verið þann daginn í Grímsey, er kaupstaðarmennirnir voru þannig úr helju heimtir, því að fyrir löngu voru allir þar sannfærðir um, að þeir hefðu farizt. Oftar en í þetta skipti drógust kaupstaðarferðir Grímseyinga á langinn og urðu þeim erfiðar. Mun sam- gönguleysi þeirra tíma óvíða hafa verra verið eða baga- legra, þegar illa viðraði lengi. Var oft af þeim ástæð- um orðið mjög þröngt í búi hjá Grímseyingum á vor- in, þegar hákarlaskipin komu á vettvang. Nauðuðu eyj- arskeggjar þá einlægt á skipshöfnunum með að selja sér eitt og annað, eklci sízt kaffi, sykur og brauð, þó að sjómenn væru sjaldnast aflögufærir af þeim hlutum. Oft- ast munu menn þó hafa reynt að gera einhverja lítils- háttar úrlausn, en útilokað er víst ekki, að sumir held- ur forðuðust að verða fyrstir til Grímseyjar á vorin. Eins og geta má nærri bar margt á góma í þeim fjöl- menna hópi, sem var til húsa á Látrum þennan mánað- artíma, sem hér um ræðir. Gleðskapur var nokkur, eink- um fyrst, en mun hafa verið orðinn takmarkaður, er fram á leið. Erfitt varð um skömmtulagið á stundum. Mjólkin hrökk kannski ekki, eða eitthvað annað, nema skammtað væri mjög naumt. Má nærri geta, hvort heimafólk hefur unað vel krenkingunni, því að reynt var að láta allt ganga sem jafnast yfir, þó að oft færi svo að vöntunin kæmi frekast niður á þeim, en síður á gestunum. Einu sinni kom það fyrir, að einn vinnu- mannanna, Ólafur nokkur Jónsson, ættaður úr Höfða- hverfi, reiddist svo út af skammtinum, að hann fleygði diski sínum út í horn og át ekkert í það skiptið. Annar, sem langaði í viðbót, skilaði sínum diski og lét fylgja þessa vísu: Tölti ég fram með tóman disk, troðfullan af vonum; búinn er ég að borða fisk, brauð og smjör af honum. < Grímseyingar skemmtu sér löngum við spil og tafl. Nóg var af karlmönnum til daglegra starfa á Látrum, svo að engin nauðsyn var fyrir gestina að taka þátt í þeim. Fyrir gat komið, að einhverjir nágrannar kæmi til að gera sér glaðan dag með þeim Látrafeðgum. Gat þá svo farið, að allur hópurinn yrði þéttkenndur og gekk þá stundum mikið á í Látrabæ. Töluverð brögð munu hafa verið að því, að fram væri skotið bögum þennan tíma, en ekki voru þær vís- ur merkilegar. Jónatan nokkur Jónsson varð meira en aðrir fyrir barðinu á hagyrðingunum, en hvernig á því stóð man ég ekki. Kannske fyrir það, að hann var með kryppu á baki og á annan hátt sérkennilegur. Þessar vís- ur eru um hann: Knár á velli og kappsamur, lcominn úr melluhripi, nauðahrelling nákvæmur, nefndur Skelliflipi. Lítill hnubbur, lágvaxinn, líkt og kubbur sjórekinn, það er bubbinn bóndi á kinn, bölvaður krubbuhnúðurinn. Einn morgun, þegar Látrafólk var að klæðast, þar á meðal vinnumaður, sem svaf í neðra rúmi, sat uppi yfir honum við dogg einn Grímseyinganna og tíndi eitt- hvað úr fötum sínum. Sagði þá vinnumaður: „Blessaður láttu nú ekki þær grákollóttu hrynja ofan yfir mig.“ Svaraði þá hinn allborginmannlega: „O, vertu alls- óhræddur. Ég kasta ekki perlum mínum fyrir svín.“ Skellihlógu þá allir í baðstofunni. Stundum voru Grímseyingar líka fljótir í förum, eins og kemur fram í eftirfarandi stöku eftir Arna Jónsson í Sandvík, er hann orti á leið til lands við svo blásandi byr, að báturinn þaut heila viku sjávar á hálfri klukku- stund: Stormagjálfur vaxa vann, voldug sjálf er gríma, vaðalkálfur víst þá rann viku á hálfum tíma. Jóhannes Óli Sæmundsson skrásetti Um bjartálinn Hann er oss alkunnugur, en sá, sem í vatni er eða lækj- um, hann er miklu betri til lækninga en sá sem úr sjón- urn fæst. Hans roð með þeirri feiti, sem því fylgir, hafi bakverksmaður yfir um sig og sofi með því eina 9 eða 11 daga. Feiti hans eður smollt heilgræddi konu fætur af fransóss sárum, er áður hafði óforgrædd verið, og allir voru spilltir undir hné upp. Það reyndi eg einn tíma. Hann drukknar oft af nýju regnvatni og lætur sig upp flæða úr lækjum eður tjörnum. Af honum má og svartan forgiftar orm gera. Við ölfýstum: Lát 5 álabörn drukkna í þess slags öli eða víni, sem þú villt forða manni, tak þá úr og gef honum það öl svo hann viti ekki. Það er og nóglega reynt. (Úr íslands aðskiljanlegar náttúrur eftir Jón lærðd.) BRÉFASKIPTI Margrét Sigurðardóttir, Balclursgarði, Höfn, Hornafirði, óskar eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 12—14 ára. — Æskilegt að mynd fylgi. Valdis Gestsdóttir, Víðidalsá, pr. Hólmavlk, Strandasýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 17—20 ára. Heima er bezt 323

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.