Heima er bezt - 01.09.1964, Side 10
JOHANNES OLI SÆMUNDSSON:
Tafsöm kaupstaéarferé
LÁTRA-SÆMllNDUR SEGIR FRÁ
rímsey er, eins og flestir sjómenn vita, 24 sjó-
mílur undan Þorgeirshöfða í Fjörðum norð-
Jf ur. Leiðir Grímseyinga lágu oftar en hitt til
Akureyrar, þegar eitthvað þurfti til lands að
leita, svo sem í kaupstað eftir nauðsynjavörum. Þegar
ég var unglingur á Látrum, yzta bæ á Látraströnd, aust-
an Eyjafjarðar, minnist ég ferða þeirra einkum á haust-
in. Vanalega komu þeir við á Látrum, eins og sjófar-
endur margir, enda hafði Jónas, stórbóndi þar, mikil
viðskipti við eyjarskeggja og fjölmarga aðra. Auk þess
þurftu slíkir langferðamenn oft við að koma til að fá
leyst úr einhverjum vanda, sem að hafði borið á leið-
inni. Og mjög algengt var, að beiðzt væri gistingar. All-
ir vissu, að hverjum manni stóð opið hús á Látrum,
hvernig sem á stóð og hve margir sem komu í einu. Var
Látraheimilið oft líkast opinberum veitinga- og gisti-
stað, þar sem flestir heimilismenn voru dögum saman
meira eða minna bundnir við gestina, og þá fyrst og
fremst kvenþjóðin. Algengt var að menn bæðust fylgd-
ar, jafnt á sjó sem landi og svo urðu heilar bátshafnir
endalaust veðurtepptar. Engum var seldur greiði á Látr-
um, eða borgun teldn fyrir neins konar fyrirgreiðslu,
þó að hún kostaði æma fyrirhöfn. Má slíkt stórmann-
íegt teljast, og nánast furða, að heimilið skyldi rísa und-
ir svo mikilli ókeypis þjónustu við almenning. Verður
að álykta, að þau Látrahjón, Jónas og Eliná, hafi með
nokkrum hætti notið þess í viðskiptum, a.m.k. hjá þeim,
sem oftast komu.
Eitt haust, sem oftar, komu Grímseyingar á tveimur
sexæringum, fimm á hvorum báti, og voru á leið til Ak-
ureyrar til að ná sér í vömr til vetrarins. Segir ekki af
ferð þeirra fyrr en á heimleiðinni, en hún varð mjög
söguleg. Þetta hefur sjálfsagt verið seint að hausti, því
að haustveðráttan seinkaði heimför þeirra meira en
nokkur dæmi munu vera til. Lögðu þeir ekki af stað
frá Akureyri fyrr en seint og síðar, sökum langvarandi
illviðra og náðu ekki að Látrum nema í mörgum áföng-
um. Þegar út kom í Látur hafði ferð þeirra heimanað
staðið yfir mánaðartíma. Má nærri geta, hvernig þeim,
sem úti í Grímsey biðu eftir kaupstaðarmönnunum, hef-
ur liðið, þar sem ekkert var hægt af þeim að frétta, að-
eins geta sér til og óttast og kvíða.
Enn var hið versta veður öðru hverju og ekkert vit í
að leggja út fyrir landsteinana að svo komnu. Var nú
Látrafeðgum, Tryggva og Jónasi gamla algerlega falið
að velja veður handa Grímseyingunum, því að þeir voru
með afburðum veðurglöggir, einkum Jónas. Var marg-
reynt, að óhætt var að reiða sig á veðurspár hans, og
veit ég ekki til að þær brygðust nokkum tíma, einkum
þær, er sögðu fyrir um váleg veður.
Bátar Grímseyinga vora allþungt hlaðnir af vörum,
svo að augljóst var, að óhjákvæmilegt yrði að bíða dá-
góðs veðurs, hversu löng sem sú bið yrði.
Illviðrin héldu áfram, færðust í aukana annan daginn,
en hjöðnuðu kannske hinn, án þess að um nokkum
tryggilegan bata væri að ræða. Leið svo annar mánuð-
ur, að alltaf sátu gestirnir á Látrum og var þá komið
fram undir jól. Má nærri geta, hvort mönnum hafi lit-
izt á blikuna, jafnt gestum sem gestgjöfum, en við ekk-
ert varð ráðið. Náttúruöflin láta ekki að sér hæða. Fór
svo að lokum, að húsfreyjan, þó gestrisin væri, tók að
bera sig upp undan ástandinu fyrir sig og stúlkur sínar,
auk þess sem augljóst var, að jafnvel hið mikla Látra-
heimili fengi ekki til lengdar staðizt slíkt heimilishald.
Settist allt heimilisfólkið með gestunum á ráðstefnu og
var margt rætt um hvað gera skyldi. Eigi munu þó öll
kurl hafa komið til grafar, því að illmögulegt mun hafa
þótt að minnast á sum atriði vandamálsins, svo sem
óþrifnaðinn, sem sótti fast að ferðamönnunum, er all-
an tímann máttu hírast í sama fatnaðinum. Virtust
Grímseyingarnir sjálfir einna rólegastir og hreint ekki
svo áhyggjufullir út af því atriði. Stakk Eliná húsfreyja
loks upp á því, að reynt yrði að sæta lagi til að koma
þeim út fyrir Gjögra og í Fjörðu, því að þar væru þó
tíu bæir til að skipta þeim niður á. Ekki höfðust Gríms-
eyingar heldur af stað eftir þessari ferðaáætlun, fyrr en
Tryggvi Jónasson lagði til, að þeir færu gangandi, en
hann reyndi með sínu liði að koma bátunum út eftir.
Þetta var loksins samþykkt og tókst við illan leik.
Kjálkuðu ferðamennirnir sér síðan niður á Fjarðabæ-
ina og þar fengu þeir að dúsa yfir jólin og fram yfir
nýár einhverja daga. Þá brá loks svo til hins betra, að
þeir lögðu á sundið og komust klakklaust á leiðarenda.
Má geta sér nærri um, hvílíkur fagnaðarfundur hefur
322 Heima er bezt