Heima er bezt - 01.09.1964, Qupperneq 8

Heima er bezt - 01.09.1964, Qupperneq 8
GUNNAR S. SIGURJONSSON: Hjónin Margrét Si gurlaug Stefánsaóttir o Sigurjón Jónasson, BÚENDUR AÐ HÓLAKOTI Á REYKJASTRÖND OG SKEFILSSTÖÐUM Á SKAGA Pott mér sé kannske málið of skylt, kom mér til hugar að minnast móður minnar, en fannst svo við nánari umhugsun, að ég gæti það tæpast, nema minnast föður míns líka, enda er líf hjóna, sem búið hafa saman í 57 ár svo samtvinnað, að naum- ast verður sundur greint. Móðir mín, Margrét Sigurlaug Stefánsdóttir, var fædd að Borgargerði í Sauðárhreppi hinum forna 16. apríl 1876. Foreldrar hennar voru Elín Vigfúsdóttir og Stefán Þorsteinn Sölvason Guðmundssonar, hreppstjóra að Sauðá og Sjávarborg og konu hans Maríu Þorsteins- dóttur frá Reykjavöllum. En Þorsteinn var einn hinna kunnu Steinsstaðabræðra. Móðir mín átti einn bróður, Guðmund Pál, sem fluttist nýkvæntur til Vesturheims 1903. Þau systkinin ólust upp með foreldrum sínum í Borgargerði, þar til móðir mín var þrettán ára, þá flutti fjölskyldan að Daðastöðum á Reykjaströnd, og þar lézt Stefán 1897, en Elín bjó áfram með börnum sínum, þar til móðir mín giftist föður mínum. Ekki mun bú þeirra Stefáns og Elínar hafa verið stórt, enda báðar ábýlis- jarðir þeirra litlar, en unnið var hörðum höndum og af- koman mun hafa verið sæmileg á harðindaárunum fyrir aldamótin. Faðir minn, Sigurjón Jónasson, var fæddur að Gunn- steinsstöðum í Langadal 9. sept. 1877. Faðir hans var Jónas Jónsson, sem var af skagfirzkum og eyfirzkum ættum, en móðir hans var Vigdís Guðmundsdóttir frá Haga í Grímsnesi, af hinni kunnu ætt séra Högna, er nefndur hefur verið prestafaðir. Jónas var seinni mað- ur Vigdísar, en fjórar dætur átti hún með fyrri manni sínum Jóhanni Stefánssyni, en syni tvo, Sigurjón og Gunnar, með Jónasi. Vigdís og Jónas stríddu við mikla fátækt, sem margra var kostur, þótt barizt væri um, svo sem orka leyfði, og litlar kröfur gerðar til lífsnautna. Um skeið bjuggu þau að Mosfelli í Gönguskörðum, það er hjáleiga frá Veðramóti, og rýrðarkot. En að Hólakoti á Reykjaströnd flutti fjölskyldan 1888, og eít- ir það fór efnahagurinn heldur að rýmkast, þótt fyrst byggju þau ekki nema á hálfri jörðinni, en nú myndi þykja þar þröngbýlt í tvíbýli. Foreldrar mínir ólust því upp sem nágrannar, því lönd jarðanna Daðastaða og Hólakots liggja saman. Þau giftust 20. júní 1903. Og flutti þá móðir mín að Hóla- koti með móður sína, en Guðmundur bróðir hennar fór þá um vorið til Vesturheims. Það mun strax hafa verið ærið að starfa fyrir móður mína í Hólakoti, þar sem sjö manns voru í heimili, þar af þrjú gamalmenni, Jónas og Vigdís, foreldrar föður míns, Elín móðir móður minnar, Jóhann sonur hálfsyst- ur pabba og Pálína dóttir Gunnars bróður pabba, bæði innan við tíu ára aldur. Svo fæddist foreldrum mínum fyrsti sonurinn, Stefán Þorsteinn, 1904. Hann lést úr barnaveiki á fimmta aldursári. Annar sonurinn, Jónas Viggó, fæddist þeim 1905. Þriðji sonurinn, Sveinn Hall- freður, fæddist þeim 1907, fjórði sonurinn, Stefán Þor- steinn fæddist þeim 1910, fimmti sonurinn, Gunnar Sig- mar, fæddist þeim 1912, sjötti sonurinn, Benedikt, fædd- ist þeim 1916. Nóg var því að starfa fyrir húsmóðurina, ekki sízt vegna þess, að eðlilega lenti það í hennar verka- hring, að sinna gamalmennunum, þar til þau hurfu af sjónarsviðinu, og ala upp börnin, sín og annarra. Faðir minn var hagur til verka og notinvirkur og vinnudrjúg- ur og fylgdist vel með nýjungum, sem voru að ryðja sér til rúms á fyrsta tug aldarinnar. Fyrstu búskaparár sín, og lengi fram eftir, stundaði hann sjósókn frá Hólakoti til mikilla hagsbóta fyrir heimihð, sérstaklega haust og vor, auk þess sem yert var út til fuglatekju við Drangey á hverju vori. A haust- vertíðum hafði hann oft einn eða tvo menn frá efna- heimilum fram í Skagafirði. Húsbændur þeirra höfðu hlutinn eftir þá, en þeir höfðu fæði og umhirðu hjá for- eldrum mínum, og unnu heimilinu, þegar landlegur voru. Þá var unnið að túnasléttun og hlaðinn grjót- vörzlugarðurmn, sem enn stendur að miklu leyti, fyrir utan og ofan Hólakotstún. Náttúrlega jók þetta manna- hald á störf húsmóðurinnar, þar sem sjá þurfti þessum mönnum fyrir fæði og hugsa um fatnað þeirra. Ábýlisjörðin var lítil og skepnurnar fáar. Alla kaup- staðarúttekt varð að spara, svo sem mögulegt var. Nýta sem bezt allt heimafengið, og búa sem mest að sínu. Tæta sokkaplögg og vetthnga á aldna og unga, og prjóna í höndum, spinna þráð, einfaldan í nærföt og 320 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.