Heima er bezt - 01.09.1964, Side 32

Heima er bezt - 01.09.1964, Side 32
mig, þó að ég komi seint heim í nótt. Vantar þig sjálfa nokkuð fyrir giftinguna? — Nei, mig vantar ekki neitt. — Jæja, það er ágætt. Þorgrímur rís upp af stólnum og ætlar að fara til Svanhildar og kveðja hana með kossi í fyrsta skipti, en hún er fyrri til að ganga fram að dyr- unum og opna þær, og um leið er hún horfin út úr her- berginu. Þorgrímur lætur þetta gott heita. Hann hefir aldrei verið sólginn í blíðuatlot, enda má hann ekki eyða tím- anum hér heima, eigi allt að standast áætlun hjá honum, og hann býr sig í skyndi til brottferðar. Svanhildur hraðar sér fram í eldhúsið. Hún er venju fremur föl, en þó í fullkomnu jafnvægi hið ytra. Vinnu- fólkið er komið fram í eldhúsið og sezt að morgunverði. Unga bústýran býður því góðan dag, eins glaðlega og henni er unnt, og skilar síðan kveðjunni frá Trausta. — Jæja, svo hann er bara farinn suður til Reykjavík- ur, blessaður drengurinn, segir Steinvör þýðlega. — Veiztu hvort hann ætlar að vera lengi að heiman? — Nei, það hefi ég ekki hugmynd um, ég hefi engan spurt um það. — Fór hann snemma í morgun? — Rétt fyrir klukkan átta. Svanhildur óskar ekki eft- ir að ræða frekar um Trausta núna, en hún veit, að hann er Steinvöru einkar kært umræðuefni. Hún gengur því inn í búrið og dvelur þar, meðan vinnufólkið er að borða. Eftir stutta stund heyrir hún Steinvöru segja: — Og þama fer Þorgrímur úr hlaði með hnakk og beizli um öxl. Skyldi hann vera að fara í eitthvert ferða- Jag núna? Vinnumennirnir báðir svara að ekld viti þeir neitt til þess. — Ég sé að hann er klæddur ferðafötum, segir Stein- vör, — svo eitthvað ætlar hann sjálfsagt að fara út af heimilinu. Morgunverðinum er nú lokið, og vinnumennirnir ganga þegar út úr eldhúsinu, en Steinvör verður þar eftir. Þorgrímur hefir enn ekki sagt henni fyrir verk- um á þessum morgni, svo að hún veit ekki, á hvaða verki hann vill láta hana byrja. En næg eru verkefnin fyrir hendi, iðgræn nýslegin taða breiðist um víðáttu- miklar túnsléttur hreppstjórasetursins og bíða rifjunar, og á öðrum stað á túninu er fangaður töðuflekkur, sein þarf að dreifa út í sólskinið og sunnanblæinn þennan fagra morgun. Steinvör skilur ekkert í húsbóndanum, hafi hann far- ið eitthvað langt að heiman, án þess að sinna þesu nokk- uð eða segja fyrir verkum. Hún unir því ekki lengi að bíða aðgerðarlaus. En kannski Svanhildur viti eitthvað um ferðir Þorgríms, það væri reynandi að spyrja hana, hugsar Steinvör. Hún sá Svanhildi ganga inn í búrið rétt áðan og hraðar sér nú þangað til hennar. — Veiztu nokkuð um ferðir Þorgríms, Svanhildur mín? spyr hún þýðlega. Ég sá hann áðan ganga út hlað- ið með reiðtygi um öxl. Svanhildur lítur á Steinvöru og brosir ósjálfrátt ör- litlu köldu brosi. — Hann er að fara í ferðalag. — Eitthvað larnít? — Eg veit þao varla, hve langt hann ætlar, en hann bjóst við að koma seint heim næstu nótt. — Heldur þú, að hann komi ekkert hingað heirn aft- ur, áður en hann leggur af stað í þetta ferðalag? — Það veit ég ekkert um, Steinvör mín. — Hann hefir ekkert sagt mér fyrir verkum í morg- un, og ég kann því hálfilla, fyrst hann var hér heima við par til rétt áðan. — Hann hefir sjálfsagt ekki mátt vera að því. Svan- hildur stynur þungt, alveg ósjálfrátt. Steinvör lítur athugul á Svanhildi, og henni dylst það ekki, að hún er óvenjulega föl yfirlitum, og Steinvör er þess fullviss, að það er eitthvað henni þungbært, sem hún reynir að byrgja inni með kaldri ró hið ytra. Skyldi það vera eitthvað í sambandi við ferðalag Þorgríms? dettur Steinvöru í hug, og hún segir: — Hvað skyldi nú vera að brjótast um í kollinum á gamla manninum að fara að rjúka í ferðalag núna frá öllu þessu heyi í brakandi þurrki, og segja vinnufólk- inu ekki einu sinni fyrir verkum. Þetta er ólíkt Þor- grími, og mér leikur forvitni á að vita ástæðuna fyrir þessu háttarlagi hans. Svanhildur heyrir það á öllu, að Steinvör hefir enga hugmynd um fyriærtlanir Þorgríms, en henni finnst hún ekki geta leynt hana sannleikanum, fyrst hana langar til að vita ástæðuna fyrir brottför Þorgríms að heiman. Steinvör verðskuldar líka fullan trúnað af hennar hálfu, og Svanhildur segir því með kaldri ró: — Ég get sagt þér, Steinvör mín, hvert erindi Þor- gríms er að heiman. — Það hlýtur að vera eitthvað áríðandi og mikilvægt. — Hann er að undirbúa giftingu okkar, sem fram á að fara hér á Fremra-Núpi annað kvöld. — Hvað ertu að segja, Svanhildur! Er þetta ákveðið? — Já, það er ákveðið. Hann fór að heiman til þess að kaupa „leyfisbréfið“, fá prestinn hingað til að fram- kvæma hjónavígsluna og bjóða foreldrum mínum til brúðkaupsins. — Svo þú átt að giftast Þorgrími annað kvöld? — Já, það er bezt að ljúka því af. Þetta er loforð mitt til foreldranna, sem ég ætla að efna. — Steinvör finnur engin orð á þessari stundu, sem henni finnast eiga við tilfinningar sínar gagnvart Svan- hildi önnur en þessi, og hún segir blíðklökkum rómi: — Mundu að leita til mín, Svanhildur, gæti ég eitt- hvað gert fyrir þig! — Ég þakka þér fyrir það, Steinvör mín. Ég ætla að biðja þig að vera mér eins nálæg og þú getur á giftingar- stundinni, þú ert eini trúnaðarvinurinn sem ég á! — Það skal ég gera, góða mín. Síðan gengur Steinvör fram úr búrinu og út úr bæn- um. Flún sér að vinnumennirnir eru farnir að dreifa töðuföngunum suður á túninu, og hún hraðar sér til þeirra og tekur þar til starfa. En Svanhildur gengur 344 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.